Fréttablaðið - 05.11.2014, Page 46
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 26
BÆKUR ★★★★ ★
Vinur minn vindurinn
Bergrún Íris Sævarsdóttir
BÓKABEITAN
Vinur minn, vindurinn eftir Berg-
rúnu Írisi Sævarsdóttur kom nýlega
út hjá Bókabeitunni. Um er að ræða
ríkulega myndskreytta barnabók
sem fræðir unga lesendur um veðr-
ið – ja, eða vindinn, nánar tiltekið.
Eins og titillinn bendir til er
vindurinn persónugerður í bókinni,
og lesandinn fylgir honum í leik á
hverri opnu. Hann leikur sér á ólík-
an máta, enda er hann ekki alltaf
í sama skapi. Höfundur ræðir um
ólíkar birtingarmyndir vindsins
og mismunandi nöfn sem eiga við
hverju sinni. Lesandinn er ávarp-
aður og tilfinningin er dálítið eins
og kennslustund, en blessunarlega
laus við allt yfirlæti. Sagan verður
nálæg lesandanum þegar hann er
ávarpaður, en það er gert á ýmsa
vegu. Sums staðar spyr sögumaður
spurninga, annars staðar biður hann
lesandann um að gera lítil verkefni
eins og að blása eins og vindurinn,
og á enn öðrum stöðum vísar hann í
athafnir barnanna, svo sem baðferð-
ir og pollahopp. Textinn er bæði ein-
faldur og leikandi; skemmtilegur í
upplestri.
Myndirnar eru líka skemmti-
legar, en þar fylgjumst við með
eldhressum ketti njóta lífsins úti í
guðsgrænni náttúrunni og veðrátt-
an hefur vitaskuld áhrif á hvað hann
tekur sér fyrir hendur. Þannig eru
myndirnar aukalag ofan á söguna,
myndasaga um þennan ónefnda kött
sem aldrei kemur fyrir í textanum.
Þó að bókin fjalli aðallega um
vindinn minnist höfundur einnig
á önnur veðurfræðileg fyrirbrigði
eins og rigningu og sólskinsveður. Í
lok bókarinnar er svo opna þar sem
upp eru talin átján orð sem nota má
til að lýsa ólíku veðri.
Hvað útlit bókarinnar varðar er
það nokkuð vel heppnað. Brotið er
fallegt og blaðsíðurnar þykkar og
mattar. Leturval á texta dregur
heildarmyndina aðeins niður en það
stingur örlítið í stúf við annars vel
úthugsaða uppsetningu opnanna.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
NIÐURSTAÐA: Fjörug og lærdómsrík
bók, lifandi og fallegar myndir. Sögu-
maður fræðir og spjallar við lesendur um
veðrið með virðingu.
Spjallað um veðrið
TÓNLIST ★★★ ★★
Heimspíanistar í Hörpu
Nelson Goerner
TÓNLEIKAR Í HÖRPU SUNNUDAGINN
2. NÓVEMBER.
Heimspíanistar í Hörpu er tón-
leikaröð með frábærum píanó-
leikurum. Oftar en ekki hafa þeir
unnið til verðlauna í alþjóðlegri
keppni. Urmull er af fínum pían-
istum; keppni er þar af leiðandi
hugsuð til að veita þeim tækifæri
til að hasla sér völl í tónlistar-
heiminum.
Þetta virðist vera á undanhaldi.
Hér áður fyrr komust sigurveg-
ararnir á forsíður stórblaðanna.
Nú þykir það ekkert merkilegt
lengur. Í dag þarf fólk því að
beita öðrum ráðum til að vekja
á sér athygli. Mestanpartinn er
það frumleikinn á YouTube sem
ræður. Helst verður það að vera
eitthvað fáránlegt. Ef manni tæk-
ist að syngja lag eftir Schubert
með endaþarminum væri það
stórfrétt. Maður yrði frægur á
svipstundu og þyrfti enga keppni.
Að þessu sinni var það Nel-
son Goerner sem lék á flygilinn
í Norðurljósum í Hörpu. Hann
var sigurvegarinn í Franz Liszt-
keppninni á sínum tíma, og líka
í píanókeppninni í Genf. Svo er
hann auðvitað á YouTube, en þar
eru mörg frábær myndskeið með
honum. Þó er þar engin viðundra-
sýning.
Tónleikarnir byrjuðu á sónötu
K 282 eftir Mozart. Upphafið var
rólegt og Goerner lék af unaðs-
legri mýkt. Hljómurinn í slag-
hörpunni var dásamlegur. Hrað-
ari kaflar á eftir komu samt ekki
eins vel út, hvernig sem á því
stóð. Sum tónahlaupin liðu fyrir
ónákvæmni og rytminn hefði
mátt vera markvissari.
Betra var næsta verk á efnis-
skránni, Kreisleriana eftir Schu-
mann. Þar var leikur Goerners
andríkur, allar andstæðurnar
í tónlistinni voru skemmtilega
útfærðar. Það var gott flæði í
tónlistinni, en þó vantaði aðeins
upp á kraftinn. Hljómurinn í
flyglinum hefði mátt vera öfl-
ugri. Magnaðir hápunktar eiga
að koma fyrir í verkinu, en þeir
misstu stundum marks á tónleik-
unum.
Eftir hlé voru prelúdíur Chop-
ins á dagskrá. Þær eru 24 tals-
ins, yfirleitt mjög stuttar, hálf-
gerð örverk. Þarna var Goerner
í essinu sínu. Túlkunin var litrík
og spennandi, og tæknin var óað-
finnanleg. Ef hægt er að gagn-
rýna eitthvað, þá er það helst
pedalnotkunin. Hún var dálít-
ið mikil. Sérstaklega í sextándu
prelúdíunni, sem fyrir bragðið
var ekki nógu spennandi. Bass-
inn var of gruggugur. En yfirleitt
var leikur Goerners flottur.
Aukalögin voru skemmtileg.
Hið fyrra var fjórða prelúdían
úr bók I eftir Debussy. Þar voru
litbrigðin mögnuð. Seinna auka-
lagið var hin sjaldheyrða Schulz-
Evler-útsetning á Dónárvalsinum
eftir Strauss. Píanistinn hristi
hana fram úr erminni eins og
ekkert væri. Það var svo sannar-
lega flugeldasýning.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Fagur tónn, marg brot-
in, innileg túlkun en hefði að ósekju
mátt vera snarpari.
Fallegt, en stundum kraft laust
NELSON
GOERNER
„Túlkunin
var litrík og
spennandi,
og tæknin var
óaðfinnanleg.“
NORDICPHOTOS/GETTY
Fjórða Höfundakvöld Gunnarshúss
verður haldið annað kvöld klukkan 20.
Þá mæta þau Ófeigur Sigurðsson og
Heiðrún Ólafsdóttir, lesa upp úr nýút-
komnum skáldsögum sínum, Öræfum
og Leið, og svara spurningum Páls
Valssonar um þær. Allir velkomnir á
meðan stólar leyfa.
Ófeigur og Heiðrún kynna
bækur sínar í Gunnarshúsi
Lesið verður úr skáldsögunum Öræfi og Leið.
ÖNNUR TVEGGJA Heiðrún Ólafsdóttir
er annar höfundanna sem koma
fram í Gunnarshúsi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hafdís Vigfúsdóttir flautuleik-
ari og Gunnlaugur Björnsson
gítarleikari koma fram á tón-
leikum í Háteigskirkju í kvöld
klukkan 20. þetta er í fyrsta sinn
sem þau koma fram saman en
þau eiga ýmislegt sameiginlegt,
bæði luku ung framhaldsprófi frá
Tónlistar skóla Kópavogs, hlutu
viðurkenningu frá Kópavogsbæ
sem framúrskarandi listnemar
og stunduðu í framhaldinu tón-
listarnám erlendis.
Á efnisskránni í kvöld eru
meðal annars C-dúr-sónata J.S.
Bach, franskar perlur og Saga
tangósins eftir Piazzolla. Að
ógleymdu tónverki eftir Gunn-
laug sjálfan, Temperamental
Suite, en þetta er í fyrsta sinn
sem verkið er flutt á Íslandi.
- fsb
Hafdís og Gunnlaugur
saman í fyrsta sinn
Flauta og gítar hljóma á tónleikum í Háteigskirkju í
kvöld þar sem tveir ungir tónlistarmenn leika.
TVÍSTIRNI Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Gunnlaugur Björnsson gítarleikari
koma fram á tónleikum í Háteigskirkju í kvöld. MYND ÚR EINKASAFNI
www.lyfja.is
Lægra verð
í Lyfju
w.lyfja.is
Hugum að húðinni
Þegar veturinn gengur í garð er mikilvægt að sjá til þess að
húðin sé vel undir kuldann búin. DermaSpray og Zeoderm
eru nærandi húðvörur sem vinna gegn ýmsum húðkvillum
s.s. exemi, psoriasis, kláða, húðbólgu og útbrotum. Topida
virkar gegn sveppasýkingu í slímhúð og hefur kælandi og
kláðastillandi áhrif. Salcura Antiac er öflugt í baráttunni
við bólurnar – hreinsar og róar húðina.
20%
afsláttur
Gildir til 14. nóvember.
MENNING