Fréttablaðið - 05.11.2014, Síða 56
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
1 Stundar vændi á meðan barnið sefur
og maðurinn er í eldhúsinu
2 Telur sér stýrt af djöfl inum en fær
enga hjálp heima við
3 Dramatískasta stundin í bandarískum
íþróttum á árinu | Myndband
4 Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu
milljóna króna Benz
5 Freyja Haraldsdóttir við Karl Garðars-
son: „Þú nennir ekki að skilja fólk
sem er ekki eins og þú“
Bók Bjarna
gefin út í Bretlandi
Samningar tókust um útgáfu á
nýjustu skáldsögu Bjarna Bjarna-
sonar, Hálfsnert stúlka, í Bretlandi
eftir bókamessuna miklu í Frankfurt
í október. Það er útgáfufyrirtækið
Red Hand Books sem gefur bókina
út. Hrifning erlenda útgefandans af
þessari nýju skáldsögu Bjarna var
það mikil að ekki var beðið eftir því
að bókin kæmi út á íslensku. Red
Hand Books hefur áður gefið út
skáldsöguna Endurkoma Maríu eftir
Bjarna. Sú bók
var á sínum
tíma tilnefnd
til Íslensku
bókmennta-
verðlaunanna.
- jhh
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
ht.is
Næsta bylgja
sjónvarpa
er komin
með Android
Mæla með íslenskum
Airwaves-sveitum
Breska tónlistartímaritið The 405
hefur tekið saman það sem ritstjórn
blaðsins telur vera mest spennandi
íslensku tónlistarmennina á Iceland
Airwaves-tónleikahátíðinni, sem
hefst opinberlega í dag. Efst á listan-
um er dj. flugvél og geimskip en
auk hennar er mælt með Berndsen,
M-Band, Nolo, Oyama, Just Another
Snake Cult, Kippa Kanínus, Samaris,
Ghostigital, Grísalappalísu og síðast
en ekki síst Jóhanni Jóhannssyni og
Sinfóníu Reykjavíkur.
The 405 heldur síðan
kvöld í Gamla bíói
á föstudeginum
ásamt því að sýna
heimildarmyndina
Tónlist í Bíói
Paradís yfir
hátíðina.
- þij