Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 2
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Sigríður, er eggið farið að kenna hænunni? „Já, ég heyri reglulega tónhvísl.“ Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, er komin rúma átta mánuði á leið og hefur túlkað spörk barnsins sem ánægju með tónlistarsköpun hennar. SVEITARSTJÓRNIR „Bæjarstjórn Akureyrar beinir því til ríkis- valdsins að efla löggæslu og þar með öryggi bæði borgara og lög- reglumanna með því að fjölga lögreglumönnum og auka mennt- un þeirra en fara mjög varlega og af skynsemi í breytingar á aðgengi lögreglumanna að vopn- um,“ segir í bókun sem bæjar- stjórn Akureyrar samþykkti sam- hljóða eftir umræðu um málefni lögreglunnar og vopnakaup. - gar Samhljóða bókun nyrðra: Fari hægt í að vopna lögreglu SPURNING DAGSINS Tilboðið gildir 30. okt.–14. nóv. MJÓDDIN Álfabakka 14 Sími 587 2123 FJÖRÐUR Fjarðargötu 13-15 Sími 555 4789 SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949 Gleraugnaverslunin þín TILBOÐSDAGAR Í AUGASTAÐ afsláttur af umgjörðum 15–80% JAFNRÉTTISMÁL „Þetta er gott dæmi um útilokun okkar úr sam- félaginu,“ segir Guðjón Sigurðs- son, formaður MND félagsins. Afar erfitt er að komast til Við- eyjar í hjólastólum. Þeir sem eru í þyngri hjólastólum komast ekki út í eyna. „Reykjavíkurborg stendur fyrir alls konar viðburðum þarna sem okkur í hjólastól er útilokað að sækja. Höfuðborgin er að útiloka hjólastólanotendur frá heimsókn á þennan sögufræga stað og það er skítt,“ segir Guðjón. Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna, og Guðjón segja aðstöðuna til skammar. „Það fór ægilega í taugarnar á mér þegar Yoko Ono bauð öllum nema okkur hjólastólafólki út í Viðey þegar hún tendraði friðar- súluna. Það var engin leið fyrir okkur sem erum í hjólastólum að komast þangað,“ segir Guð- jón. „Aðgengið er alls ekki nógu gott en við höfum hjálpað þeim sem hægt er að hjálpa í hjólastólum út í eyju,“ segir Guðlaugur Ottesen Karlsson ferjumaður hjá Eldingu. Þótt vilji sé til að bæta aðstöðuna sé það dýrt. „Við förum ekki í að breyta bátunum okkar fyrir mörg hundruð þúsund fyrr en það er búið að breyta aðstæðum á bryggj- unni og í eyjunni sjálfri.“ Guðjón segist margoft hafa bent á ódýrari og auðveldari lausnir. „Til dæmis væri hægt að setja hvíldar pall í stigann niður á bryggjuna og minnka hallann. Síðan gera ferjuna aðgengilegri með rampi. Það má örugglega leysa margt í Viðey með römpum í stað stiga.“ Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra er ekki von á því að aðstaðan í Viðey verði bætt í nán- ustu framtíð. Leiðir til þess séu of kostnaðarsamar og erfiðar. „Það er fjárhagslega óraunhæft eins og sakir standa. Aðstaðan í lendingunni út í Viðey er mjög erfið og hreyfihamlaðir þurfa á aðstoð að halda til þess að kom- ast í land. Það eru ekki aðstæður í Viðey til þess að setja upp fast- an búnað sem þýddi að rafmagns- hjólastólar gætu ekki farið frá borði aðstoðarlaust,“ segir hafn- arstjórinn. viktoria@frettabladid.is Engin leið að komast á hjólastól út í Viðey Formaður MND samtakanna segir borgina útiloka fólk í hjólastólum frá viðburð- um í Viðey með lélegu hjólastólaðgengi. Ekki er von á breytingum á næstunni. HORFT TIL VIÐEYJAR Guðjón og Arnar komast ekki í Viðey því aðgengi fyrir hjólastóla er slæmt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það fór ægilega í taugarnar á mér þegar Yoko Ono bauð öllum nema okkur hjólastóla- fólki út í Viðey. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. SAMGÖNGUMÁL Hverfisgata í Reykjavík er opin að nýju. Gatan, sem tekið hefur miklum stakkaskiptum, verður formlega opnuð næsta laugardag klukkan 13 með fræðslugöngu sem Hjálm- ar Sveinsson, formaður skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar, og Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur leiða. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá Vitastíg að Snorrabraut á þessu ári. - sks Endurnýjuð og betrumbætt: Hverfisgatan opnuð á ný SAMFÉLAG Íbúar í Garðabæ, á Álftanesi, í Grafarvogi og Grafar- holti eru virkastir í því að standa vörð um nágranna sína gegn inn- brotum. Íbúar í Hlíðunum eru hins vegar óvirkastir í því að standa vörð um nágrannana. „Það er erfitt að segja í hverju munurinn felst, en ég held að samfélagið sé mögulega nánara í Garðabæ og á Álftanesi en í öðrum þéttbýlum hverfum á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Jónas Orri Jónas- son félagsfræðingur hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. 12,5 prósent íbúa í Garðabæ tóku þátt í formlegri nágranna- vörslu í fyrra. Í Hlíðunum tóku hins vegar aðeins 0,8 prósent íbúa þátt í formlegri nágrannavörslu. Þetta kemur fram í nýútkominni könnun sem unnin var af Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands fyrir lögregluna. - glp Talsverður munur er á virkni íbúa í aðgerðum gegn innbrotum á milli hverfa: Samstaðan mest í Garðabænum FÓLK Í dag verður gengið gegn einelti í öllum níu skólahverfum Kópa- vogs. „Markmið göngunnar er að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á því ofbeldi sem einelti er og að það sé aldrei liðið,“ segir í til- kynningu frá Kópavogsbæ. Leik- og grunnskólabörn fá endurskinsmerki með merki bæjarins öðrum megin og orðunum „Gegn einelti“ hinum megin. Kópavogsbær efndi í fyrsta sinn til eineltisgöngu í fyrra og þótti gangan takast svo vel að ákveðið var að endurtaka leikinn. Börnin ganga í fylgd kennara og starfsfólks skólanna. Lagt verður af stað í gönguna á bilinu hálftíu til tíu fyrir hádegi. - gar Skólakrakkar ganga gegn einelti í annað sinn á morgun: Einelti er ekki liðið í Kópavogi EKKERT EINELTI Krakkarnir í Kópavogi fjölmenntu í göngu gegn einelti í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJANESBÆR Bæjarráð leggur til að launakostnaður Reykjanesbæj- ar verði minnkaður með takmörk- un yfirvinnu. Opnunartímar og verklag einstakra stofnana verða skoðuð og vaktakerfi endurskoðuð til að ná þessari breytingu fram. Þá er lagt til að öllum ákvæð- um um fasta yfirvinnu í ráðn- ingarsamningum verði sagt upp og fastlaunasamningar í heild og samningar sem innifela ákvæði um önnur laun endurskoðaðir. Ákvæðum um fasta bifreiðastyrki í ráðningarsamningum verði sagt upp en greitt verði fyrir akstur samkvæmt akstursdagbók. Þetta eru á meðal þeirra tillagna sem bæjarráðið samþykkti í gær. Með tillögunum á að minnka launa- tengdan kostnað um 250 milljón- ir króna. Þá hafa einnig verið lagðar fram tillögur um hækkun tekna, með því að hækka bæði útsvar og fasteignaskatta á íbúðarhús- næði. Útsvar myndi þá hækka frá og með 1. janúar 2015 úr 14,52% í 15,05%, sem er hlutfallshækk- un upp á 3,62%. Þetta myndi bæta fjárhagsstöðu bæjarsjóðs um 200 milljónir. Fasteignaskattur hækki úr 0,3 prósentustigum í 0,5 frá sama tíma, sem hækkar tekjur bæjar- sjóðs um 255 milljónir króna. Sam- tals ættu tekjur bæjarsjóðs því að hækka um 455 milljónir króna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði með tillög- unni. - jhh Launakostnaður verður skorinn niður um 250 milljónir króna og skattar hækkaðir um 455 milljónir: Reykjanesbær sækir 455 milljónir til íbúa FRÁ ÍBÚAFUNDI Í REYKJANESBÆ Lagt var til í gær að fasteignagjöld og útsvar yrðu hækkuð. MYND/VÍKURFRÉTTIR VEL Á VERÐI Í Garðabæ og á Álftanesi eru menn duglegri en aðrir að setja upp þjófavörn. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.