Fréttablaðið - 07.11.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 07.11.2014, Síða 2
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Sigríður, er eggið farið að kenna hænunni? „Já, ég heyri reglulega tónhvísl.“ Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, er komin rúma átta mánuði á leið og hefur túlkað spörk barnsins sem ánægju með tónlistarsköpun hennar. SVEITARSTJÓRNIR „Bæjarstjórn Akureyrar beinir því til ríkis- valdsins að efla löggæslu og þar með öryggi bæði borgara og lög- reglumanna með því að fjölga lögreglumönnum og auka mennt- un þeirra en fara mjög varlega og af skynsemi í breytingar á aðgengi lögreglumanna að vopn- um,“ segir í bókun sem bæjar- stjórn Akureyrar samþykkti sam- hljóða eftir umræðu um málefni lögreglunnar og vopnakaup. - gar Samhljóða bókun nyrðra: Fari hægt í að vopna lögreglu SPURNING DAGSINS Tilboðið gildir 30. okt.–14. nóv. MJÓDDIN Álfabakka 14 Sími 587 2123 FJÖRÐUR Fjarðargötu 13-15 Sími 555 4789 SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949 Gleraugnaverslunin þín TILBOÐSDAGAR Í AUGASTAÐ afsláttur af umgjörðum 15–80% JAFNRÉTTISMÁL „Þetta er gott dæmi um útilokun okkar úr sam- félaginu,“ segir Guðjón Sigurðs- son, formaður MND félagsins. Afar erfitt er að komast til Við- eyjar í hjólastólum. Þeir sem eru í þyngri hjólastólum komast ekki út í eyna. „Reykjavíkurborg stendur fyrir alls konar viðburðum þarna sem okkur í hjólastól er útilokað að sækja. Höfuðborgin er að útiloka hjólastólanotendur frá heimsókn á þennan sögufræga stað og það er skítt,“ segir Guðjón. Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna, og Guðjón segja aðstöðuna til skammar. „Það fór ægilega í taugarnar á mér þegar Yoko Ono bauð öllum nema okkur hjólastólafólki út í Viðey þegar hún tendraði friðar- súluna. Það var engin leið fyrir okkur sem erum í hjólastólum að komast þangað,“ segir Guð- jón. „Aðgengið er alls ekki nógu gott en við höfum hjálpað þeim sem hægt er að hjálpa í hjólastólum út í eyju,“ segir Guðlaugur Ottesen Karlsson ferjumaður hjá Eldingu. Þótt vilji sé til að bæta aðstöðuna sé það dýrt. „Við förum ekki í að breyta bátunum okkar fyrir mörg hundruð þúsund fyrr en það er búið að breyta aðstæðum á bryggj- unni og í eyjunni sjálfri.“ Guðjón segist margoft hafa bent á ódýrari og auðveldari lausnir. „Til dæmis væri hægt að setja hvíldar pall í stigann niður á bryggjuna og minnka hallann. Síðan gera ferjuna aðgengilegri með rampi. Það má örugglega leysa margt í Viðey með römpum í stað stiga.“ Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra er ekki von á því að aðstaðan í Viðey verði bætt í nán- ustu framtíð. Leiðir til þess séu of kostnaðarsamar og erfiðar. „Það er fjárhagslega óraunhæft eins og sakir standa. Aðstaðan í lendingunni út í Viðey er mjög erfið og hreyfihamlaðir þurfa á aðstoð að halda til þess að kom- ast í land. Það eru ekki aðstæður í Viðey til þess að setja upp fast- an búnað sem þýddi að rafmagns- hjólastólar gætu ekki farið frá borði aðstoðarlaust,“ segir hafn- arstjórinn. viktoria@frettabladid.is Engin leið að komast á hjólastól út í Viðey Formaður MND samtakanna segir borgina útiloka fólk í hjólastólum frá viðburð- um í Viðey með lélegu hjólastólaðgengi. Ekki er von á breytingum á næstunni. HORFT TIL VIÐEYJAR Guðjón og Arnar komast ekki í Viðey því aðgengi fyrir hjólastóla er slæmt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það fór ægilega í taugarnar á mér þegar Yoko Ono bauð öllum nema okkur hjólastóla- fólki út í Viðey. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. SAMGÖNGUMÁL Hverfisgata í Reykjavík er opin að nýju. Gatan, sem tekið hefur miklum stakkaskiptum, verður formlega opnuð næsta laugardag klukkan 13 með fræðslugöngu sem Hjálm- ar Sveinsson, formaður skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar, og Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur leiða. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá Vitastíg að Snorrabraut á þessu ári. - sks Endurnýjuð og betrumbætt: Hverfisgatan opnuð á ný SAMFÉLAG Íbúar í Garðabæ, á Álftanesi, í Grafarvogi og Grafar- holti eru virkastir í því að standa vörð um nágranna sína gegn inn- brotum. Íbúar í Hlíðunum eru hins vegar óvirkastir í því að standa vörð um nágrannana. „Það er erfitt að segja í hverju munurinn felst, en ég held að samfélagið sé mögulega nánara í Garðabæ og á Álftanesi en í öðrum þéttbýlum hverfum á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Jónas Orri Jónas- son félagsfræðingur hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. 12,5 prósent íbúa í Garðabæ tóku þátt í formlegri nágranna- vörslu í fyrra. Í Hlíðunum tóku hins vegar aðeins 0,8 prósent íbúa þátt í formlegri nágrannavörslu. Þetta kemur fram í nýútkominni könnun sem unnin var af Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands fyrir lögregluna. - glp Talsverður munur er á virkni íbúa í aðgerðum gegn innbrotum á milli hverfa: Samstaðan mest í Garðabænum FÓLK Í dag verður gengið gegn einelti í öllum níu skólahverfum Kópa- vogs. „Markmið göngunnar er að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á því ofbeldi sem einelti er og að það sé aldrei liðið,“ segir í til- kynningu frá Kópavogsbæ. Leik- og grunnskólabörn fá endurskinsmerki með merki bæjarins öðrum megin og orðunum „Gegn einelti“ hinum megin. Kópavogsbær efndi í fyrsta sinn til eineltisgöngu í fyrra og þótti gangan takast svo vel að ákveðið var að endurtaka leikinn. Börnin ganga í fylgd kennara og starfsfólks skólanna. Lagt verður af stað í gönguna á bilinu hálftíu til tíu fyrir hádegi. - gar Skólakrakkar ganga gegn einelti í annað sinn á morgun: Einelti er ekki liðið í Kópavogi EKKERT EINELTI Krakkarnir í Kópavogi fjölmenntu í göngu gegn einelti í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJANESBÆR Bæjarráð leggur til að launakostnaður Reykjanesbæj- ar verði minnkaður með takmörk- un yfirvinnu. Opnunartímar og verklag einstakra stofnana verða skoðuð og vaktakerfi endurskoðuð til að ná þessari breytingu fram. Þá er lagt til að öllum ákvæð- um um fasta yfirvinnu í ráðn- ingarsamningum verði sagt upp og fastlaunasamningar í heild og samningar sem innifela ákvæði um önnur laun endurskoðaðir. Ákvæðum um fasta bifreiðastyrki í ráðningarsamningum verði sagt upp en greitt verði fyrir akstur samkvæmt akstursdagbók. Þetta eru á meðal þeirra tillagna sem bæjarráðið samþykkti í gær. Með tillögunum á að minnka launa- tengdan kostnað um 250 milljón- ir króna. Þá hafa einnig verið lagðar fram tillögur um hækkun tekna, með því að hækka bæði útsvar og fasteignaskatta á íbúðarhús- næði. Útsvar myndi þá hækka frá og með 1. janúar 2015 úr 14,52% í 15,05%, sem er hlutfallshækk- un upp á 3,62%. Þetta myndi bæta fjárhagsstöðu bæjarsjóðs um 200 milljónir. Fasteignaskattur hækki úr 0,3 prósentustigum í 0,5 frá sama tíma, sem hækkar tekjur bæjar- sjóðs um 255 milljónir króna. Sam- tals ættu tekjur bæjarsjóðs því að hækka um 455 milljónir króna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði með tillög- unni. - jhh Launakostnaður verður skorinn niður um 250 milljónir króna og skattar hækkaðir um 455 milljónir: Reykjanesbær sækir 455 milljónir til íbúa FRÁ ÍBÚAFUNDI Í REYKJANESBÆ Lagt var til í gær að fasteignagjöld og útsvar yrðu hækkuð. MYND/VÍKURFRÉTTIR VEL Á VERÐI Í Garðabæ og á Álftanesi eru menn duglegri en aðrir að setja upp þjófavörn. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.