Fréttablaðið - 07.11.2014, Page 47

Fréttablaðið - 07.11.2014, Page 47
FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2014 | MENNING | 27 Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlings- son snýr aftur á svið Íslensku óperunnar í desember, eftir mikla sigurgöngu síðastliðið vor. Alls urðu sýningar á óperunni þrettán talsins í Eldborg í Hörpu og komust færri að en vildu. Sýningin hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar og var í kjölfar- ið valin Sýning ársins 2014, auk þess sem Gunnar Þórðarson hlaut Íslensku tónlistarverðlaun- in sem tónhöfundur ársins fyrir verkið á þessu ári. Þóra Einarsdóttir syngur titil- hlutverkið, Elmar Gilbertsson er Daði Halldórsson og Viðar Gunn- arsson syngur hlutverk Brynj- ólfs biskups. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari og leikstjóri er Stefán Baldursson. Sýningarnar nú verða tvær, laugardaginn 27. desember og sunnudaginn 28. desember. Ragnheiður aft ur á svið RAGNHEIÐUR Þóra Einarsdóttir syngur titilhlutverkið. MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN Listasafn Íslands varð 130 ára þann 16. október, var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1884 af hugsjónamanninum Birni Bjarnarsyni. Á fyrstu 22 árum hinnar nýju stofnunar tókst Birni og aðstoðar- mönnum hans að safna 74 verkum eftir mæta listmálara frá Norðurlöndunum, Englandi, Þýskalandi og Austurríki. Flest voru þessi verk gjafir listamann- anna sjálfra. Nú, 130 árum síðar, eru rúmlega 11 þúsund verk í eigu Listasafns Íslands og til að vekja athygli á þessari löngu sögu listaverkasöfnunar þjóðinni til handa verður senn gefin út bók um safn- eignina með 130 listaverkum sem spanna þessa merku safneign og gefur til kynna þá fjölbreytni í efniviði og aðferðum, sem einkennir íslenska list í gegnum tíðina. Af þessum 130 verkum hafa verið valin til sýningar um 50 verk, sem endurspegla 130 ára sögu Listasafns Íslands. Salir 1, 2 og 4 eru svo lagðir undir sýn- ingu á nýjum verkum eftir Jón Óskar. Í tilkynningu um opnunina segir að grunn- einingin í myndlist Jóns Óskars sé og hafi ætíð verið teikningin í sinni einföldustu, en um leið margslungnustu mynd. Að því leyti sverji hann sig í ætt við Kjarval, sem teiknaði gjarnan með stífhára máln- ingarpensli og málaði oft með því að snúa penslinum við og teikna ofan í blautan litinn með skaftinu. Verkin á sýningunni eru risastór, agnarsmá og allt þar í milli. Opnunin hefst klukkan 20 í kvöld og báðar munu sýningarnar standa til 1. febrúar á næsta ári. Ný verk eft ir Jón Óskar og valin verk úr safneign Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands í kvöld: Ný verk Jóns Óskars og valin verk úr safneign. JÓN ÓSKAR Listamaðurinn sýnir nú ný verk í Listasafni Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem viðkemur rafhitun. Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is Höfðabakka 9 fös., lau. og sun. frá kl. 11:00 - 17:00 og alla næstu viku frá kl. 9:00 - 17:00Vesturlandsvegur H öf ða ba kk i 700,- 1.500,- 1.900,- 1.100,-1.600,-1.100,-500,- VANDAÐAR VÖRUR Á RUGL VERÐI Margt smátt hefur tekið við sölu og framleiðslustarfsemi Tanna. Við hreinsum til á lagernum. Þetta og margt, margt fleira. Komið og gerið góð kaup! 4.900,- ➜Af þessum 130 verkum hafa verið valin til sýningar um 50 verk, sem endurspegla 130 ára sögu Listasafns Íslands.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.