Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2014, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 07.11.2014, Qupperneq 47
FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2014 | MENNING | 27 Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlings- son snýr aftur á svið Íslensku óperunnar í desember, eftir mikla sigurgöngu síðastliðið vor. Alls urðu sýningar á óperunni þrettán talsins í Eldborg í Hörpu og komust færri að en vildu. Sýningin hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar og var í kjölfar- ið valin Sýning ársins 2014, auk þess sem Gunnar Þórðarson hlaut Íslensku tónlistarverðlaun- in sem tónhöfundur ársins fyrir verkið á þessu ári. Þóra Einarsdóttir syngur titil- hlutverkið, Elmar Gilbertsson er Daði Halldórsson og Viðar Gunn- arsson syngur hlutverk Brynj- ólfs biskups. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari og leikstjóri er Stefán Baldursson. Sýningarnar nú verða tvær, laugardaginn 27. desember og sunnudaginn 28. desember. Ragnheiður aft ur á svið RAGNHEIÐUR Þóra Einarsdóttir syngur titilhlutverkið. MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN Listasafn Íslands varð 130 ára þann 16. október, var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1884 af hugsjónamanninum Birni Bjarnarsyni. Á fyrstu 22 árum hinnar nýju stofnunar tókst Birni og aðstoðar- mönnum hans að safna 74 verkum eftir mæta listmálara frá Norðurlöndunum, Englandi, Þýskalandi og Austurríki. Flest voru þessi verk gjafir listamann- anna sjálfra. Nú, 130 árum síðar, eru rúmlega 11 þúsund verk í eigu Listasafns Íslands og til að vekja athygli á þessari löngu sögu listaverkasöfnunar þjóðinni til handa verður senn gefin út bók um safn- eignina með 130 listaverkum sem spanna þessa merku safneign og gefur til kynna þá fjölbreytni í efniviði og aðferðum, sem einkennir íslenska list í gegnum tíðina. Af þessum 130 verkum hafa verið valin til sýningar um 50 verk, sem endurspegla 130 ára sögu Listasafns Íslands. Salir 1, 2 og 4 eru svo lagðir undir sýn- ingu á nýjum verkum eftir Jón Óskar. Í tilkynningu um opnunina segir að grunn- einingin í myndlist Jóns Óskars sé og hafi ætíð verið teikningin í sinni einföldustu, en um leið margslungnustu mynd. Að því leyti sverji hann sig í ætt við Kjarval, sem teiknaði gjarnan með stífhára máln- ingarpensli og málaði oft með því að snúa penslinum við og teikna ofan í blautan litinn með skaftinu. Verkin á sýningunni eru risastór, agnarsmá og allt þar í milli. Opnunin hefst klukkan 20 í kvöld og báðar munu sýningarnar standa til 1. febrúar á næsta ári. Ný verk eft ir Jón Óskar og valin verk úr safneign Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands í kvöld: Ný verk Jóns Óskars og valin verk úr safneign. JÓN ÓSKAR Listamaðurinn sýnir nú ný verk í Listasafni Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem viðkemur rafhitun. Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is Höfðabakka 9 fös., lau. og sun. frá kl. 11:00 - 17:00 og alla næstu viku frá kl. 9:00 - 17:00Vesturlandsvegur H öf ða ba kk i 700,- 1.500,- 1.900,- 1.100,-1.600,-1.100,-500,- VANDAÐAR VÖRUR Á RUGL VERÐI Margt smátt hefur tekið við sölu og framleiðslustarfsemi Tanna. Við hreinsum til á lagernum. Þetta og margt, margt fleira. Komið og gerið góð kaup! 4.900,- ➜Af þessum 130 verkum hafa verið valin til sýningar um 50 verk, sem endurspegla 130 ára sögu Listasafns Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.