Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.11.2014, Qupperneq 2
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SKIPULAGSMÁL Frummatsskýrsla um umhverfisáhrif kísilmálm- verksmiðju Thorsil ehf., sem nú liggur til kynningar hjá Skipu- lagsstofnun, var gerð af fyrir- tækinu Mannviti hf. Mannvit og Thorsil skrifuðu undir sam- komulag í janúar síðastliðnum um hönnun kísilmálmverksmiðj- unnar. „Óneitanlega dregur þetta úr trúverðugleika matsins,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Mannvit og Thorsil skrifuðu þann 10. janúar undir samstarfs- samning um hönnun kísilmálm- verksmiðju Thorsil í Helguvík. Verðmæti samningsins var sagt rúmar 500 milljónir króna í til- kynningu sem fyrirtækin sendu frá sér. Um þrjú hundruð manns koma til með að starfa í verk- smiðjunni og er stefnan sett á að framleiðsla geti hafist í lok árs 2016. Það er því hagur beggja fyr- irtækja að kísilmálmverksmiðjan rísi í Helguvík. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun er ekkert í lögum sem bannar það að sami aðilinn sjái um hönnun verk- smiðjunnar og geri frummat á umhverfisáhrifum hennar. Lögin eru byggð á Evróputilskipun og er ekki tilgreint í lögum hverjir eigi að framkvæma mat á umhverfisá- hrifum. Eyjólfur Árni Rafnsson, for- stjóri Mannvits, vísar alfarið á bug að óeðlilega sé staðið að málum. „Við höfum ákveðið ferli sem er bundið í lög. Það ferli gerir það að verkum að mat á umhverf- isáhrifum er ekki hægt að gera öðru vísi en faglega. Þetta opin- bera ferli tíðkast alls staðar ann- ars staðar sem ég þekki til. Allir aðilar vinna verkið samkvæmt bestu faglegu kunnáttu sem til er,“ segir Eyjólfur. Guðmundur Ingi bendir á að þarna þurfi að breyta lögunum þannig að trúverðugleiki mats á umhverfisáhrifum sé hafinn yfir allan vafa. „Þegar fyrirtæki gera mat á umhverfisáhrifum getur það dregið úr trúverðugleika þegar fyrirtækin eru fjárhagslega háð því að eiga viðskipti við fram- kvæmdaaðilann. Þetta tilvik er gróft dæmi þess hvernig verk- fræðifyrirtæki er stórkostlega háð framkvæmdaaðilanum og dregur úr trúverðugleika mats- ins því hagsmunir Mannvits eru að matið komi sem best út. Einn- ig efast ég um að verkfræðifyrir- tækið vilji setja sig í þá stöðu að hægt sé að vefengja niðurstöður matsins vegna þessara tengsla.“ Frummatsskýrslan liggur nú frammi til umsagnar og er hægt að leggja fram athugasemdir til 5. desember næstkomandi. sveinn@frettabladid.is Gerir umhverfismat um eigin verkefni Mannvit vann mat á umhverfisáhrifum kísilvers Thorsil. Gerði samning um hönnun verksmiðjunnar upp á hálfan milljarð í janúar. „Þarf að breyta lögum til að umhverfismat sé hafið yfir vafa,“ segir framkvæmdastjóri Landverndar. STJÓRNMÁL „Staðgöngumæðrun í velferðarskyni er villandi hug- tak,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún ræddi boðað frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðar- skyni á Alþingi í gær. Björt sagði að það þyrfti að ræða siðferðilegu málin sem að baki lægju. „Við erum komin á þann stað með væntanlegu frum- varpi að líkt og maður gefur af sér af góðmennsku nýrað megi að sama skapi gera ráð fyrir að konur gefi afnot af legi sínu og líkama,“ segir hún. - jhh Staðgöngumæðrun rædd: Villandi að tala um velgjörð EYJÓLFUR ÁRNI RAFNSSON Forstjóri Mannvits segir ekki hægt að gera mat á umhverfisáhrifum öðru vísi en faglega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óneitan- lega dregur þetta úr trú- verðugleika matsins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. JERÚSALEM, AP Heimili Palestínumannsins sem ók bifreið inn í hóp fólks á járnbrautarstöð í Jerúsalem í síðasta mánuði var lagt í rúst í gær. Ísraelskir hermenn sprengdu upp allar innréttingar í íbúðinni, sem er á þriðju hæð í fjögurra hæða íbúðarhúsi. Töluverðar skemmdir urðu á öðrum íbúðum í húsinu og bifreið, sem lagt var fyrir framan húsið, eyði- lagðist þegar steypuklumpar hrundu niður. Ísraelskir ráðamenn skipuðu í gær hermönnum að eyðileggja íbúðir palestínskra árásarmanna, sem hafa orðið nokkrum hópi fólks að bana undanfarnar vikur. Þessi skipun var gefin í framhaldi af árás á samkunduhús gyðinga í borginni á miðvikudaginn. Sú árás kostaði fimm manns lífið, en árásar- mennirnir tveir féllu í skotbardaga við lögreglu strax á eftir. - gb Ísraelski herinn hefnir fyrir árásir í Jerúsalem: Íbúð árásarmanns lögð í rúst SKEMMDIRNAR SKOÐAÐAR Íbúð á þriðju hæð í fjögurra hæða íbúðarhúsi var rústuð í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson og Svandís Svavarsdóttir, þing- menn Vinstri grænna, leggja til á Alþingi að ríkisstjórninni verði falið að leita eftir samningi um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum og tryggja þannig að jörðin verði þjóðareign. Ögmundur og Svandís segja margt mæla með kaupunum. „Æskilegt er að mótuð verði stefna varðandi eignarhald og umráð yfir óbyggðum og þá sér- staklega bújörðum sem teygja sig inn á hálendið,“ segir í greinar- gerð þeirra. - aí Tveir þingmenn VG: Ríkið eignist Grímsstaði Þórður, hefur KÍ sungið sinn síðasta tón í þessu máli? Tónn KÍ hefur aldrei verið hreinni. Kennarafélag Íslands hélt samstöðufund til stuðnings tónlistarskólakennurum. Þórður Árni Hjaltested er formaður KÍ. KJARAMÁL „Þetta var ótrúlegt atvik og mikil vanvirða við fólkið sem beðið hafði um aðstoð Eflingar á fund- inum,“ segir Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Efling- ar, sem vísað var út af fundi þar sem yfirmenn fyrir- tækisins Hreint ræddu við starfsmenn í ræstingum á Landspítalanum. Tólf Pólverjar sjá nú um að ræsta 26 þúsund fermetra á Landspítalanum í Fossvogi en 32 starfsmenn höfðu sama starf með höndum áður en ræstingar voru boðnar út skömmu eftir hrun. Það var fyrirtækið Hreint sem hreppti verkið og starfsmennirnir kveinka sér undan álagi og kvarta yfir kjörum sínum. Starfsmennirnir báðu Hörpu um að sitja áðurnefndan fund og þeir fylgdu henni allir út þegar henni var úthýst. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir stjórn- endum Landspítalans fullkunnugt um álagið á starfs- fólki við ræstingar. Þeir láti sem þeim komi það ekki við, þar sem störfin hafi verið boðin út. Þannig ætli menn líka að hafa það í Stjórnarráðinu en Ríkiskaup auglýsa nú eftir tilboðum í ræstingar þar eftir að átján ræstingakonum var sagt upp störfum. Ræstingakonur í Stjórnarráðinu, þær Bára Valtýs- dóttir og Hulda Eygló Karlsdóttir, sem var sagt upp störfum á dögunum gefa lítið fyrir þessa sparnaðar- leið. Flestar konurnar þurfi að fara á atvinnuleysisbæt- ur enda lítið um störf fyrir konur um og yfir sextugt. Sigurður segir að menn þar ætli greinilega að bjóða ræstingarnar út og láta síðan eins og þeim komi aðbún- aður starfsfólksins ekki við. „Ég segi hins vegar, þetta mál er á borði ráðherra,“ segir Sigurður. - þká Uppgefnir Pólverjar fylgdu fulltrúa Eflingar út af fundi með yfirmönnum: Tólf í starfi sem 36 sinntu áður ÁLAG Margfalt álag er sagt á ræstingafólki á Landspítalanum eftir að verkið var boðið út. FRÉTTABLAÐIÐ/BALDUR STJÓRNSÝSLA Stjórn Persónuvernd- ar fjallaði í gær um samskipti þau er áttu sér stað milli Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, fyrrver- andi lögreglustjóra Suðurnesja og núverandi lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins, og Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoð- armanns innanríkisráðherra. Gísli og Sigríður hringdust ítrek- að á daginn eftir að Gísli Freyr lak gögnum er vörðuðu mál hælisleit- andans Tony Omos til fjölmiðla. Að auki sendi Sigríður greinargerð um málefni Omos til Gísla og honum barst yfirheyrsluskýrsla frá starfs- manni ráðuneytisins. Skýrslan hafði borist ráðuneyt- inu frá starfsmanni embættis lög- reglustjórans á Suðurnesjum. Í yfirheyrslum lögreglu kom fram að Gísli Freyr taldi Sigríði hafa lagt blessun sína yfir að hann hefði þau gögn undir höndum. Starfs- og stjórnarmenn Per- sónuverndar vildu ekki tjá sig um málið við vinnslu fréttarinnar. - joe Símtöl og tölvupóstskeyti Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar eru til athugunar: Persónuvernd skoðar samskipti LÖGREGLUSTJÓRI Sigríður Björk er núverandi lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NOREGUR Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu sigl- ingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds. Þar er veðravíti mikið og svæsin röst, sem valdið hefur mörgum sjóslysum. Göngin eiga að verða 49 metrar á hæð og 36 metrar á breidd, nægilega stór til að rúma farþegaferjur. Lengd þeirra verður 1,7 kílómetrar og kostnaður áætlaður um 20 millj- arðar króna. - kmu Norðmenn stórhuga: Jarðgöng fyrir skip áformuð SPURNING DAGSINS Mikið úrval vandaðra útisería fyrir fyrirtæki, húsfélög og heimili VELDU SEM END AST OG ÞÚ SPARA R JÓLAL JÓS Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.