Fréttablaðið - 20.11.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 20.11.2014, Síða 10
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 STJÓRNSÝSLA Vinna er hafin við að meta sameiningu sex stofnana sem heyra undir umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið. Stofnanirnar sem um ræðir eru Náttúrufræðistofnun Íslands, Nátt- úrurannsóknastöðin við Mývatn, Umhverfisstofnun vegna verkefna á sviði vöktunar og Veðurstofa Íslands. Þá verða jafnframt skoðaðir mögu- legir samstarfsfletir við Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Rann- sóknarmiðstöð í jarðskjálftaverk- fræði. Þessi vinna er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem lögð er áhersla á samhæf- ingu ríkisstofnana sem stunda rann- sóknir og þróun, með það að mark- miði að nýta fjárveitingar sem best. Verkefnið er enn fremur í anda til- lagna hagræðingarhóps ríkisstjórn- arinnar sem fela meðal annars í sér að bæta hagkvæmni og árang- ur í ríkisrekstri, að rekstur ríkisins verði gerður skilvirkari og fram- leiðni aukin. Stýrihópur umhverfis- og auð- linda ráðuneytis og viðkomandi stofnana hefur yfirumsjón með verkinu. - shá Vinnuhópur umhverfis- og auðlindaráðuneytis skoðar hvort sex rannsóknarstofnanir eigi að sameinast: Vilja nýta fé rannsóknarstofnana betur URRIÐAFOSS Sameining yrði umfangsmikil aðgerð, ef af verður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Ragnheiður Skúla- dóttir ætlar að fara fram á rök- stuðning vegna ráðningar Ara Matthíassonar sem þjóðleikhús- stjóra. Ari Matthíasson var á dög- unum skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára af menntamálaráð- herra en tíu sóttu um starfið. Þjóðleikhúsráð gaf umsögn þar sem mælt var með fjórum umsækjendum og stóð valið í endann á milli Ara og Ragn- heiðar. Ragnheiður staðfestir við Fréttablaðið að hún ætli að fara fram á rökstuðning vegna ráðn- ingarinnar en vill ekki tjá sig meira um málið fyrr en hún fær rökstuðninginn. - vh Ráðning þjóðleikhússtjóra: Umsækjandi vill rökstuðning ALÞINGI Innanríkisráðherra hefur svarað fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þing- manns Pírata. Fyrirspurnin var þríþætt en meðal annars spurði hann hve margir dómþolar hefðu beðið afplánunar í upp- hafi árs. Í svarinu kemur fram að í upphafi árs hafi alls 460 dóm- þolar beðið þess að geta hafið afplánun. Þá kom einnig fram að á árun- um 2010-2014 hefðu 1.025 dóm- þolar hafið afplánun en rúm- lega níu af hverjum tíu þeirra eru karlmenn. Flestir dómþola á tímabilinu eru á aldrinum 21-30 ára eða ríflega helmingur þeirra. - joe Níundi hver dómþoli karl: 460 bíða eftir afplánun ÍRLAND, AP Bernadette Smyth, ein ákafasta baráttukonan gegn fóstureyðingum á Írlandi, var í gær sakfelld fyrir gróft áreiti í garð Dawn Purwis, yfirmanns einu fóstureyðingarstofunnar í Belfast. Hún á yfir höfði sér fangelsis- dóm, en refsing verður ákveðin þann 17. desember. Smyth hótaði Purwis ítrekað og dómarinn sagði í úrskurði sínum að allir, sem stóðu í vegi fyrir herferð Smyth gegn fóstureyð- ingum, hefðu orðið fyrir marg- víslegu áreiti og árásum. - gb Berst gegn fóstureyðingum: Dæmd fyrir gróft áreiti BERNADETTE SMYTH Lögmaður henn- ar sagði dómsúrskurðinn „vonbrigði fyrir kristna menn um heim allan“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTTIR er n ýráðinn listrænn stjórnandi LA. ➜ Stofnanirnar eru Nátt- úrufræðistofnun, Náttúru- rannsóknastöðin við Mývatn, Umhverfisstofnun vegna verkefna á sviði vöktunar og Veðurstofan. Fjölbreytt tækifæri fyrir íslenska orku Haustfundur Landsvirkjunar 25. nóvember 2014 kl. 14-16 í Silfurbergi Hörpu Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og viljum vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku. Á haustfundinum munum við fjalla um þær spennandi áskoranir og tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ávarp Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Nýtt markaðsumhverfi – fjölbreytt eftirspurn Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Mikilvægi rammaáætlunar – áskoranir og tækifæri Endurnýjanlegir orkugjafar og nýir virkjanakostir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vatnsaflskostir Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku Vindorkukostir Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Jarðvarmakostir Umræður Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir, dagskrárgerðarmaður #lvhaustfundur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.