Fréttablaðið - 20.11.2014, Qupperneq 10
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
STJÓRNSÝSLA Vinna er hafin við að
meta sameiningu sex stofnana sem
heyra undir umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytið.
Stofnanirnar sem um ræðir eru
Náttúrufræðistofnun Íslands, Nátt-
úrurannsóknastöðin við Mývatn,
Umhverfisstofnun vegna verkefna á
sviði vöktunar og Veðurstofa Íslands.
Þá verða jafnframt skoðaðir mögu-
legir samstarfsfletir við Íslenskar
orkurannsóknir (ÍSOR) og Rann-
sóknarmiðstöð í jarðskjálftaverk-
fræði. Þessi vinna er í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
þar sem lögð er áhersla á samhæf-
ingu ríkisstofnana sem stunda rann-
sóknir og þróun, með það að mark-
miði að nýta fjárveitingar sem best.
Verkefnið er enn fremur í anda til-
lagna hagræðingarhóps ríkisstjórn-
arinnar sem fela meðal annars í
sér að bæta hagkvæmni og árang-
ur í ríkisrekstri, að rekstur ríkisins
verði gerður skilvirkari og fram-
leiðni aukin.
Stýrihópur umhverfis- og auð-
linda ráðuneytis og viðkomandi
stofnana hefur yfirumsjón með
verkinu. - shá
Vinnuhópur umhverfis- og auðlindaráðuneytis skoðar hvort sex rannsóknarstofnanir eigi að sameinast:
Vilja nýta fé rannsóknarstofnana betur
URRIÐAFOSS Sameining yrði umfangsmikil aðgerð, ef af verður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNSÝSLA Ragnheiður Skúla-
dóttir ætlar að fara fram á rök-
stuðning vegna ráðningar Ara
Matthíassonar sem þjóðleikhús-
stjóra.
Ari Matthíasson var á dög-
unum skipaður þjóðleikhússtjóri
til fimm ára af menntamálaráð-
herra en tíu sóttu um starfið.
Þjóðleikhúsráð gaf umsögn
þar sem mælt var með fjórum
umsækjendum og stóð valið í
endann á milli Ara og Ragn-
heiðar.
Ragnheiður staðfestir við
Fréttablaðið að hún ætli að fara
fram á rökstuðning vegna ráðn-
ingarinnar en vill ekki tjá sig
meira um málið fyrr en hún fær
rökstuðninginn. - vh
Ráðning þjóðleikhússtjóra:
Umsækjandi
vill rökstuðning
ALÞINGI Innanríkisráðherra
hefur svarað fyrirspurn Helga
Hrafns Gunnarssonar, þing-
manns Pírata. Fyrirspurnin var
þríþætt en meðal annars spurði
hann hve margir dómþolar
hefðu beðið afplánunar í upp-
hafi árs.
Í svarinu kemur fram að í
upphafi árs hafi alls 460 dóm-
þolar beðið þess að geta hafið
afplánun.
Þá kom einnig fram að á árun-
um 2010-2014 hefðu 1.025 dóm-
þolar hafið afplánun en rúm-
lega níu af hverjum tíu þeirra
eru karlmenn. Flestir dómþola á
tímabilinu eru á aldrinum 21-30
ára eða ríflega helmingur þeirra.
- joe
Níundi hver dómþoli karl:
460 bíða eftir
afplánun
ÍRLAND, AP Bernadette Smyth,
ein ákafasta baráttukonan gegn
fóstureyðingum á Írlandi, var í
gær sakfelld fyrir gróft áreiti í
garð Dawn Purwis, yfirmanns
einu fóstureyðingarstofunnar í
Belfast.
Hún á yfir höfði sér fangelsis-
dóm, en refsing verður ákveðin
þann 17. desember.
Smyth hótaði Purwis ítrekað og
dómarinn sagði í úrskurði sínum
að allir, sem stóðu í vegi fyrir
herferð Smyth gegn fóstureyð-
ingum, hefðu orðið fyrir marg-
víslegu áreiti og árásum. - gb
Berst gegn fóstureyðingum:
Dæmd fyrir
gróft áreiti
BERNADETTE SMYTH Lögmaður henn-
ar sagði dómsúrskurðinn „vonbrigði
fyrir kristna menn um heim allan“.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTTIR er
n ýráðinn listrænn stjórnandi LA.
➜ Stofnanirnar eru Nátt-
úrufræðistofnun, Náttúru-
rannsóknastöðin við Mývatn,
Umhverfisstofnun vegna
verkefna á sviði vöktunar og
Veðurstofan.
Fjölbreytt tækifæri
fyrir íslenska orku
Haustfundur Landsvirkjunar
25. nóvember 2014
kl. 14-16 í Silfurbergi Hörpu
Allir velkomnir
Skráning á www.landsvirkjun.is
Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á
sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og
viljum vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku. Á haustfundinum
munum við fjalla um þær spennandi áskoranir og tækifæri sem
Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Ávarp
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Nýtt markaðsumhverfi – fjölbreytt eftirspurn
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
Mikilvægi rammaáætlunar – áskoranir og tækifæri
Endurnýjanlegir orkugjafar og nýir virkjanakostir
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Vatnsaflskostir
Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku
Vindorkukostir
Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs
Jarðvarmakostir
Umræður
Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir, dagskrárgerðarmaður
#lvhaustfundur