Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 12

Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 12
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 REYKJANESBÆR Mikillar óánægju gætir meðal starfsmanna Reykja- nesbæjar með fyrirhugaðar nið- urskurðarhugmyndir bæjarins. Fjölmenntu bæjarstarfsmenn af því tilefni á fund bæjarstjórnar í gær og mótmæltu áformum um að lækka útgjöld vegna bifreiðastyrkja og yfirvinnu starfsmanna. Áætlað er að minnka útgjöld til þessara liða um 250 milljónir króna. Formaður Starfsmannafélags Suð- urnesja segir mikinn óróa í fólki. Friðjón Einarsson, formaður bæjar ráðs Reykjanesbæjar, segir þetta vera hluta af 900 milljóna króna hagræðingaraðgerð sem þurfi að fara í. „Aðalástæðan fyrir þessum aðgerðum er sú að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur krafist þess að bæjarstjórn taki á sínum málum því ekki hefur gengið sem skyldi á síðustu árum. Ef við getum ekki staðið okkur þá tekur eftirlitsnefnd yfir reksturinn,“ segir Friðjón. Stefán B. Ólafsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, segir mikinn óróleika í kerfinu og starfsmenn uggandi um hag sinn. Lítið samráð hafi verið við starfs- menn bæjarins með þessar áætl- anir. „Það þarf fyrst og fremst að vera ákveðið samráðsferli við starfs- menn. Við erum að vinna þetta með okkar lögmönnum. Það sem þeir eru að skoða er hvort ákvæði um hópuppsagnir eigi við,“ segir Stefán. Að sögn Stefáns er fólk á mis- munandi stað í lífinu og því komi þetta misjafnlega niður á fólki. „Þetta er áfall fyrir fólk sem er búið að vera á fínum launum í lang- an tíma og fer að lenda í niðurskurði núna. Tala nú ekki um ef einhverjir eru á síðustu árum starfsævi sinnar og lenda nú í að laun þeirra skerð- ast. Það gæti þá þýtt skerðingu á líf- eyrisréttindum fólks,“ segir Stefán sem kveður samráðið vanta og að starfsmenn viti lítið um málið. „Við erum ekki búin að sjá neina útlistun eða útfærslu á hvernig þetta verði gert. Því er starfsfólkið uggandi yfir að laun þess skerðist. Óvissan vegna ýmissa þátta er erfið en vonandi fer að skýrast hvernig þetta er hugsað.“ Friðjón Einarsson segir aðgerð- irnar óumflýjanlegar. „Reykjanesbær greiðir á sjötta hundrað milljónir á ári í bílastyrki og yfirvinnu. Við verðum að lækka þá tölu um helming. Það er ekki verið að segja upp neinum starfsmanni bæjarins eða hreyfa við föstum laun- um fólks.“ sveinn@frettabladid.is Starfsmenn mótmæltu niðurskurði Starfsmenn Reykjanesbæjar fjölmenntu á bæjar- stjórnarfund á þriðjudag og mótmæltu fyrirhuguðum niðurskurði á launum um 250 milljónir. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Starfsmannafélag Suðurnesja funduðu í gær með bæjarstarfsmönnum. ÓSÁTTIR Bæjarstarfsmenn í Reykjanesbæ mættu á bæjarstjórnarfund og mót- mæltu skertum greiðslum. MYND/VÍKURFRÉTTIR MENNTUN Drengur sem fæddist heyrnarlaus hlaut 95 í raðeinkunn í samræmdum prófum lokaárs grunnskóla í október. Pilturinn fór í kuðungsígræðslu tæplega tveggja ára og heyrir í kjölfar þess. Ígrædda tækið framkallar hljóðáhrif með því að örva heyrnartaugina með rafmagni. Með krókaleið- um er hljóði breytt í rafboð sem örva tauga- frumur innra eyrans og notandinn skynjar sem hljóð. „Árangur piltsins er mjög merkilegur og sýnir hvað hægt er að gera með breyttum ytri skilyrð- um og markvissri þjálfun,“ segir Bryndís Guð- mundsdóttir talmeinafræðingur. - joe Fæddist heyrnarlaus en skaraði fram úr: Dúx með ígræðslu BRYNDÍS GUÐMUNDS- DÓTTIR Þakkar árangur drengsins kuðungs- ígræðslu og markvissri þjálfun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta er áfall fyrir fólk sem er búið að vera á fínum launum í langan tíma og fer að lenda í niðurskurði núna. Stefán B. Ólafsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja. Ef við getum ekki staðið okkur þá tekur eftirlitsnefnd yfir reksturinn. Friðjón Einarsson, formaður bæjar ráðs Reykjanesbæjar. Erfðir brjóstakrabbameins Fæst hjá Jóni & Óskari. Laugavegi 61 // Kringlunni // Smáralind. Tel.+354 552 4910 // www.jonogoskar.is. Nýjasta hönnun úr Icecold silfurlínunni er innblásin af hinum töfrandi Norðurljósum. Tilvalin gjöf til vina og vandamanna erlendis. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 4 39 8 9 Men frá 16.900 kr. Lokkar 15.900 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.