Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2014, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 20.11.2014, Qupperneq 18
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 Við lifum vel og lengi Landssamtök lífeyrissjóða og Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, efna til málþings um breyttar lífslíkur og áhrif þess á lífeyrissjóði mánudaginn 24. nóvember kl. 13-16 á Grand hóteli Reykjavík. Tilkynning um þátttöku berist Landssamtökum lífeyrissjóða á tölvupóstfangið radstefna@ll.is Dagskrá: 13:00 Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, setur málþingið. 13:15 Bjarni Guðmundsson tryggingastærðfræðingur: Nýjar lífslíkur og spá um framtíðina. 13:30 Þórir Óskarsson tryggingastærðfræðingur: Aðferðafræði og niðurstöður. 13:45 Steinunn Guðjónsdóttir tryggingastærðfræðingur: Áhrif hækkandi lífaldurs á tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða. 14.00 Fyrirspurnir til framsögumanna. 14:15 Björn Z. Ásgrímsson sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu: Hvernig hafa aðrar þjóðir brugðist við hækkandi lífaldri? Kaffihlé 15:00 Hvernig eiga íslenskir lífeyrissjóðir og aðilar vinnumarkaðarins að bregðast við auknum skuldbindingum vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar? Þátttakendur í pallborðsumræðum: fulltrúar fjármálaráðuneytis, Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga 16:00 Málþingi lýkur. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, stjórnar málþinginu. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, stýrir pallborðsumræðum. SAMBAND Í S L E N S K R A S V E I TA R F É L A G A 105 Reykjavík Sími: 563 6450 ll.is AKUREYRI Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri á þriðjudag klofnaði meirihluti L-listans, Framsóknar- flokksins og Samfylkingarinnar, vegna ályktunar um Reykjavíkur- flugvöll. Samþykktu átta bæjar- fulltrúar af ellefu ályktunina en bæjarfulltrúar Samfylkingar og Bjartrar framtíðar sátu hjá. Meginágreiningurinn sner- ist um að Alþingi ætti að hlutast til um að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg til að festa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Allir bæjarfulltrúar voru sam- mála um mikilvægi þess að flug- völlur yrði áfram staðsettur í Reykjavík. Hins vegar kom bæjar- stjórnin sér ekki saman um álykt- un þess efnis. Fór svo að bæjarfulltrúarnir þrír ítrekuðu í bókun að flugvöll- ur í Reykjavík væri mikilvægur fyrir landsbyggðina. Segir þar að Reykjavík sé höfuðborg Íslands og hafi sem slík víðtækum skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum. - sa Flugvöllur í Vatnsmýri varð að hitamáli í bæjarstjórn Akureyrar í fyrradag: Meirihluti klofnaði á Akureyri AKUREYRI Ekki eru allir á einu máli um Reykjavíkurflugvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANDARÍKIN, AP Kuldar og fann- fergi hafa herjað á Bandaríkja- menn síðustu daga. Þetta er óvenju snemma árs. Íbúar í vestanverðu New York- ríki hafa orðið einna verst úti, en mikil snjókoma hefur verið þar með tilheyrandi umferðartepp- um. Íbúar í borginni Buffaló og nágrenni hennar vöknuðu upp við það á þriðjudagsmorgun að meira en 1,5 metra jafnföllnum snjó hafði kyngt niður. Í gær var reiknað með allt að 1,8 metrum í viðbót og í dag mega íbúarnir búast við 60 sentímetra snjó. Umferð stöðvaðist víða vegna fannfergisins, bifreiðar sátu fast- ar í snjókomunni og fólk komst ekki út úr húsum sínum þar sem snjórinn lokaði bæði dyrum og gluggum auk þess sem ófært var á götum. Þessar óvæntu vetrarhörkur urðu að minnsta kosti sjö manns að bana í New York, New Hamp- shire og Michigan. Þar á meðal fannst 46 ára gamall maður snemma í gærmorgun í bifreið sinni, sem var ofan í skurði og var komin á kaf í snjó. Fjórir lét- ust af völdum hjartaáfalls þegar þeir voru að moka snjó, en einn varð undir bifreið sem hann var að reyna að losa úr snjónum. Í einu húsi létu bakdyrnar undan fannferginu þannig að her- bergi fylltist af snjó. „Það urðu gríðarlegar drunur. Við hlupum öll þangað og héld- um hreinlega að þakið á húsinu væri að hrynja,“ segir Chrissy Gritzke Hazard, sem var heima hjá sér ásamt eiginmanni sínum, fimm börnum og þremur vinum barnanna. „Við bjuggumst svo sannarlega ekki við því að dyrnar myndu láta undan, dyrakarmurinn og allt, inn í húsið.“ Næturfrost varð í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna í fyrri- nótt, og mátti búast við því að slíkt hið sama myndi gerast næstu nætur. Sjaldgæft er að frost mælist í öllum ríkjunum fyrr en upp úr áramótum. Víða í Bandaríkjum urðu slys á fólki vegna hvassviðris og hálku á vegum. Loka þurfti skólum og tafir urðu á afgreiðslu hvers kyns mála í opinberum stofnunum. gudsteinn@frettabladid.is Fannfergi og frost vestra Vetrarhörkur hafa skollið á íbúum Bandaríkjanna nú í vikunni, óvenju snemma árs. Næturfrost var í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu nótt. Líka á Hawaii. FANNFERGI Snjórinn réðst þarna inn um dyr á íbúðarhúsi í bænum Cheek- towaga í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HLASS Á ÞAKI Ökumaðurinn lét eiga sig að skafa af þakinu, eftir að hafa mokað bílinn út úr snjóskafli í Lancaster. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÚKRAÍNA, AP Rússar gagnrýna harð- lega ákvörðun Úkraínustjórnar, frá því fyrr í mánuðinum, um að stöðva allar greiðslur úr ríkissjóði til austur- héraðanna sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi. Reiknað er með því að efnahagsástandið í austurhéruðunum muni versna enn í framhaldinu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að með þessu geti Úkraínustjórn verið að „undirbúa jarðveginn fyrir nýja innrás í þeim tilgangi að leysa vandann með vald- beitingu“. - gb Rússar mótmæla ákvörðun Úkraínustjórnar: Greiðslur stöðvaðar SERGEI LAVROV Segir Úkraínu- stjórn undirbúa innrás. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.