Fréttablaðið - 20.11.2014, Page 26
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
S
egja verður sem er að forysta stjórnarandstöðuflokk-
anna á Alþingi hefur gjaldfellt sig. Og það á því
aumasta af öllu aumu. Þrátt fyrir að eiga það sameigin-
legt að búa við fjárhagslegt öryggi, sameinaðist for-
ysta stjórnarandstöðuflokkanna, reyndar að Pírötum
frátöldum, í að þiggja greiðslur úr ríkissjóði til að lækka
skuldir sínar lítið eitt. Ekki vegna þess að þetta annars ágæta
fólk glímdi við fjárhagslegan vanda, ætti ekki fyrir afborg-
unum, lifði í óvissu um hvernig tækist að ná endum saman. Nei,
bara til að þess að hafa það ögn betra.
Ekki er nokkrum blöðum um það fletta að þau eru ekki ein
velstæðra sem gerðu það. Nei, aldeilis ekki. Víða má finna
dæmi þess að velstætt fólk hafi
fengið ótrúlegar niðurfellingar
lána. Enda var leikurinn meðal
annars til þess gerður. Hitt er
annað, að fáir hafa haft uppi
jafn mikla gagnrýni og stjórn-
málaleiðtogar á Alþingi Íslend-
inga. Þar er fólk sem fann allt
að aðgerðunum, fannst rangt að
útdeila peningum til þeirra sem ekki þurfa nauðsynlega á þeim
halda. Þar á meðal til þeirra sjálfra
Eins og þetta ágæta fólk hefur bent á er víða brýn þörf fyrir
þá peninga sem fara nú til velstæðra Íslendinga, meðal annars
stjórnmálaforingja. Grípum aðeins niður í ræðu eins þeirra:
„Það er verið að ganga á innviðina, við sjáum það bara á veg-
unum, þeim er ekki haldið við. Það safnar bara upp kostnaði ef
þeim er ekki haldið við. Þörf er á nýjum spítala en það er ekki
hægt að fara í hann. Peningarnir fara í skuldaleiðréttinguna.
Það er þörf á fjárfestingu í menntakerfinu, menntamálaráð-
herra talar síendurtekið um að við séum að dragast aftur úr
þar, og það er þörf á því að greiða niður opinberar skuldir.“
Já, orð að sönnu. Við lesturinn hér að ofan er hreint ótrúlegt
að þeir sem þannig tala, og skortir ekki neitt, skuli samt sækja
í almannapeninga sér til hagsbóta.
Frægt er að fjármálaráðherrann, sem er með stöndugri
mönnum en sótti samt um að hluti skulda hans færi yfir á ríkis-
sjóð, sagði í ræðustól Alþingis: „Var það sanngjarnt að öllu leyti
hvernig tekið var á gengislánamálum eða á öðrum skuldum?
Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti ýmislegt búið að
gera fyrir flesta aðra en þá sem falla undir þá aðgerð sem við
ræðum hér í dag.“
Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði.
Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í
niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið
af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið
minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa
stangast á. Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir
þar með marks.
Enn og aftur eru það peningar, von um gróða, sem varpar
skugga á fólk. Það er ekki hægt að tala á einn veg og fara aðra
leið sjálfur. Það er eiginlega aumast af öllu aumu.
Forysta stjórnarandstöðunnar kom mikið á óvart:
Gjaldfelldu sig í
hagnaðarskyni
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Í fúlustu alvöru
„Forvitnilegt að sjá hve viðkvæmt
er fyrir suma að fundið sé að því að
nokkrir lögfræðingar eigi greiðari
aðgang með mál skjólstæðinga sinna
í fréttir Ríkisútvarpsins en aðrir.“ Þetta
skrifar fyrrverandi menntamála- og
dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason,
og er að fjalla um lögmenn hælis-
leitenda og finnur að viðtölum við þá.
„Taki umboðsmaður Alþingis ekki upp
hjá sjálfum sér að kanna þetta mál má
beina því til hans með kvörtun. Skrýtið
að menn skuli kippa sér upp
við þá hugmynd. Ríkisútvarp-
ið er ríkisstofnun og fellur
undir stjórnsýslulög og um-
boðsmaður fjallar um hvort
að þeim sé farið,“
skrifar Björn
Bjarnason.
Skattaskilin og njósnirnar
Styrmir Gunnarsson, sem um árabil
stundaði njósnir fyrir Bandaríkin,
Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið,
hefur sagt að hann hafi borgað upp-
ljóstrara sínum peninga. Fyrst komu
peningarnir frá Bandaríkjunum,
síðar Sjálfstæðisflokknum og svo frá
Morgunblaðinu. Forvitnilegt yrði að sjá
með hvaða hætti þær greiðslur voru
færðar í bókhaldi Sjálfstæðisflokksins
og Morgunblaðsins. Eins hvort upp-
ljóstrarinn hafi greitt skatta af tekj-
unum sem hann fékk frá flokki og
málgagni. Væntanlega var farið að
lögum um skattskil og bókhald,
en ekki hvað. Annars hafa bæði
flokkur og blað gerst brotleg við
skattalög, bókhaldslög og jafnvel
fleiri lög. Kannski segir Styrmir
frá því í næstu bók.
Stjórnmálamenn með bankavald
Jón Sigurðsson, fyrrum formaður
Framsóknarflokksins, skrifar grein þar
sem hann fjallar um skuldaleiðrétt-
inguna. Og finnur að ýmsu: „Það er
alvarlegt að nú hafa stjórnmálamenn
tekið sér bankavald með pólitískum
inngripum í útistandandi lán, og slíkt
boðar sjaldnast farsæld. Ýmsar hættur
geta fylgt þessum aðgerðum.“ Jóni,
sem einnig var seðlabankastjóri, er
órótt: „Vonandi fer núverandi ríkis-
stjórn ekki lengra en orðið er út á
þessa hættubraut. Nú er nefnilega
hætta á því að í hvert sinn sem
hér verður einhver bylta krefjist
menn sambærilegra aðgerða.
Kjörorðið verður á hvers manns
vörum: „Almennur for-
sendubrestur.“
sme@frettabladid.is
ht.is
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK
Engin venjuleg upplifun
Við kynnum
Philips Ambilight
9000 sjónvörpin
Ultra HD
með Android
Sumir hafa lýst yfir áhyggjum af því að
arðurinn af raforkuauðlindinni renni
í vasa fárra og telja að aðeins útvaldir
sleiki smjörið sem af stráunum drýpur.
Hið sanna er að Landsvirkjun, sem sér um
stærsta hluta auðlindanýtingarinnar, er
alfarið í þinni eigu, lesandi góður. Lands-
menn og engir aðrir eiga Landsvirkjun
milliliðalaust og allt eigið fé sem þar mynd-
ast vegna nýtingarinnar, ca. 200 milljarð-
ar í dag, er okkar eign. Landsvirkjun á að
kanna hvar er hægt að virkja en við sem
samfélag eigum svo að ákveða hvort eigi
að virkja. Raforkuauðlindin hér er svo stór
að langstærstan hluta hennar verður að
selja á stærri markað. Það sama gildir um
fiskinn okkar, þar eru veiðar langt umfram
það sem þjóðin getur torgað en almenn
sátt virðist vera um að veiða hann samt og
selja á sem hæstu verði á erlendan markað.
Núverandi stefna Landsvirkjunar er ein-
mitt sú sama, þ.e. að reyna að fá sem allra
besta verðið fyrir auðlindina þína hvort
sem það er til fyrirtækja sem starfrækt
eru hér eða með mögulegum sæstreng.
Sumir telja að auðlindin hafi í gegnum
tíðina hreinlega verið gefin erlendum auð-
hringjum. Það má deila um verðið sem
fæst frá stóriðjunni en grundvallarmis-
skilningur er að stóriðjan eigi auðlindina
og ekkert sé skilið eftir fyrir framtíðina.
Hið rétta er að líftími flestra orkumann-
virkja er miklum mun lengri en þeir samn-
ingar sem gerðir hafa verið við stórnotend-
ur. Við samningslok getum við, eigendur
auðlindarinnar, ákveðið að ráðstafa auð-
lindinni með allt öðrum hætti eða á allt
öðru verði.
Önnur umræða er svo flutningur á raf-
orku en þar snýst málið um hvort raforku-
auðlindinni er tæknilega skilað jafnt til
landsmanna. Í dag er það ekki svo þar sem
byggðalínan er á þanmörkum og landið
skiptist í tvennt. Suðvesturhorn landsins
býr við sterkt kerfi og getur nýtt raforku-
auðlindina að vild til atvinnuuppbyggingar.
Hinn hlutinn af landinu býr hins vegar við
veikt kerfi og á víða erfitt með bjóða upp
á framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem
raforkuþörf er eitthvað umfram meðal-
notkun. Að mínu mati er bara tvennt í
boði. Það er að fara í einhverja af þessum
raforkukerfisuppfærslum sem Landsnet
er að kynna eða að skapa þjóðarsátt um að
SV-hornið verði eitt um að njóta framtíðar
atvinnumöguleika sem tengjast raforku-
auðlindinni okkar allra.
Orkuauðlindin okkar
ORKUSETUR
Sigurður Ingi
Friðleifsson
➜ Það má deila um verðið sem
fæst frá stóriðjunni en grundvallar-
misskilningur er að stóriðjan eigi
auðlindina og ekkert sé skilið eftir
fyrir framtíðina.