Fréttablaðið - 20.11.2014, Síða 27
FIMMTUDAGUR 20. nóvember 2014 | SKOÐUN | 27
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Hagvöxtur og lífskjör
Miðvikudagur 26. nóvember kl. 8.30–10.00 í Silfurbergi Hörpu.
Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.
Hagspá Landsbankans kynnt á morgunfundi í Hörpu
Dr. Daníel Svavarsson
forstöðumaður Hagfræðideildar
Landsbankans, kynnir greiningu
á þróun og horfum í efnahags-
málum.
Gunnar Alexander Ólafsson
heilsuhagfræðingur ræðir
stöðu og horfur í heilbrigðis-
þjónustu á Íslandi.
Björgvin Skúli Sigurðsson
markaðs- og viðskiptaþróunar-
sviði Landsvirkjunar, allar um
orkuiðnaðinn og möguleika
Íslands til framtíðar.
Fundarstjóri er Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Skráning á landsbankinn.is.
#hagspa
N
o
re
g
u
r
F
in
n
la
n
d
L
e
tt
la
n
d
G
ri
k
k
la
n
d
B
a
n
d
a
rí
k
in
H
o
ll
a
n
d
S
p
á
n
n
Þ
ý
sk
a
la
n
d
D
a
n
m
ö
rk
S
v
íþ
jó
ð
B
re
tl
a
n
d
Sa
md
rát
tur
H
agv
öxt
ur
V
er
g
la
n
d
sf
ra
m
le
ið
sl
a
á
m
an
n
Ís
la
n
d
Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, tölur fyrir árið 2013
Frá árinu 2009
hefur það verið
baráttumál
Framsóknar-
f lok ksi ns að
koma til móts við
heimilin í land-
inu með niður-
fellingu skulda.
Hér hefur aldrei
verið um neinn
populisma að
ræða, heldur
hefur það snúist um réttlæti og
sanngirni frá upphafi. Í októ-
ber 2008 féll heilt bankakerfi
á Íslandi eins og alþjóð veit.
Bankarnir fóru of geyst sem
varð til þess að almenningur
sat uppi með verulegt tjón. Frá
fyrsta degi hefur Framsóknar-
flokkurinn sagt að rétt væri
að sækja fjármuni til þrotabúa
föllnu bankanna og nota hluta
þeirra fjármuna til að leiðrétta
þann forsendubrest sem heim-
ilin urðu fyrir. Á undanförnum
árum hafa hundruð milljarða
verið afskrifuð af fyrirtækjum
ásamt því að hundruð milljarða
gengislána hafa verið afskrifuð.
Þegar kom svo að því að aðstoða
venjuleg heimili með verðtryggð
húsnæðis lán hefur ekki verið
hægt að gera meira. Nú hefur því
verið breytt og er leiðréttingin
fjármögnuð með sérstökum skatti
á þrotabú föllnu bankanna.
Heimilin eru undirstaðan
Heimilin eru undirstaða efna-
hagslífsins. Há skuldsetning
heimilanna dregur úr krafti efna-
hagslífsins. Um 30% heimila voru
nærri vanskilum
eða í vanskilum
og greiðslubyrði
lána var almennt
of há. Í kjölfar
leiðréttingar-
innar er gert ráð
fyrir að hagkerf-
ið fái viðspyrnu
til frekari vaxtar.
Þegar við náum
að styrkja enn
frekar efnahags-
lífið getum við haldið áfram að
styrkja þá innviði sem við erum
flest sammála um að standa
beri vörð um, s.s. heilbrigðis- og
menntakerfið.
Dreifing 110% leiðarinnar
Í 110% leið fyrri ríkisstjórnar var
heildarniðurfærsla verðtryggðra
húsnæðiskulda um 45 milljarðar.
Aðgerðin nýttist aðeins um 10%
heimila með verðtryggðar hús-
næðisskuldir, rúmlega sjö þús-
und heimilum. Aðeins eitt prósent
heimilanna (775 heimili) fékk um
helming niðurfærslunnar eða
rúmlega tuttugu milljarða. Þessi
775 heimili fengu öll yfir fimm-
tán milljóna króna niðurfærslu og
meðaltal þeirra var um 26 millj-
ónir.
Dreifing leiðréttingarinnar
Einstaklingar sem skulda minna
en fimmtán milljónir króna og
heimili sem skulda minna en
þrjátíu milljónir króna fá rúm-
lega 70% af fjárhæð leiðrétting-
arinnar. Flestar fjölskyldur fá 1,4
milljónir króna í höfuðstólslækk-
un vegna leiðréttingarinnar og
flestir einstaklingar fá um 800
þúsund krónur. Um 75% af fjár-
hæð leiðréttingarinnar renna til
einstaklinga með sjö milljónir
eða minna í árstekjur og heimila
með minna en 16 milljónir króna
í árstekjur. Fólk sem var yngra en
50 ára við forsendubrestinn fær
68% af fjárhæð leiðréttingarinn-
ar í sinn hlut. Þeir einstaklingar
sem eiga minna en fjórar milljón-
ir króna í eigið fé og heimili sem
eiga minna en 13 milljónir króna
í eigið fé fá um 55% fjárhæðar
leiðréttingarinnar. Mest fá þeir
sem ekkert eiga. Meira en helm-
ingur af heildarfjárhæð leiðrétt-
ingarinnar rennur til fólks sem er
undir meðallaunum.
Áhrifin
Ráðstöfunartekjur hjá þeim sem
nýttu sér leiðréttinguna munu
aukast um 17% eða 130-200 þús-
und krónur á ári á árunum 2015-
2017. Afborganir og vaxtagjöld
heimilanna lækka um 22% til
ársins 2017.
Eiginfjárstaða 54 þúsund heim-
ila styrkist með beinum hætti og
fjögur þúsund aðilar færast úr
því að eiga minna en ekki neitt,
yfir í að eiga jákvætt eigið fé í
fasteignum sínum.
Úr neikvæðu í jákvætt
Barnaheill,
umboðsmaður
barna og UNI-
CEF óska öllum
börnum til ham-
ingju með afmæli
Barnasáttmál-
ans, en í dag er
hann 25 ára. Heill
aldarfjórðungur
er liðinn frá því
að Allsherjarþing
Sameinuðu þjóð-
anna ákvað að
tryggja börnum
sjálfstæð mannréttindi. Barna-
sáttmálinn er í dag útbreiddasti
mannréttindasáttmáli heims og
er afmæli hans fagnað um allan
heim á þessum degi.
Nú er tilefni til að líta yfir far-
inn veg og gleðjast yfir öllu því
sem hefur áorkast í réttindabar-
áttu barna á þessum 25 árum.
Þó að Ísland teljist fyrirmynd
innan alþjóðasamfélagsins með
tilliti til lífsskilyrða og réttinda
barna, verðum við að vera með-
vituð um þá ábyrgð sem felst í
þessu hlutverki. Okkur miðar
vel, en betur má ef duga skal –
stuðla þarf markvisst að innleið-
ingu réttinda barna ef tryggja á
að sýn Barnasáttmálans verði að
veruleika fyrir öll börn.
Hinn 20. febrúar 2013 sam-
þykkti Alþingi Íslendinga ein-
róma að lögfesta Barnasátt-
málann. Sáttmálinn hefur því
lagalegt gildi hér á landi. Barna-
sáttmálinn boðar byltingar-
kennda sýn á stöðu barna. Sátt-
málinn viðurkennir að börn séu
viðkvæmur hópur sem tryggja
þurfi sérstaka vernd og umönn-
un. Samhliða því gengur hann
út frá því að börn séu fullgildir
þátttakendur í samfélaginu og
búi yfir þekkingu og reynslu
sem sé verðmæt fyrir samfé-
lagið.
Ein af fjórum grundvallarfor-
sendum sáttmálans gengur út
á að börn eigi rétt til að tjá sig í
öllum málum sem þau varða og
skyldu hinna fullorðnu til þess
að taka réttmætt tillit til skoð-
ana barna. Það er lítil lýðræðis-
leg hefð fyrir því í samfélagi
okkar að börnum sé gefið tæki-
færi til að hafa áhrif á ákvarð-
anir sem snerta þau. Slíkt krefst
vitundarvakningar um lýðræði
og þátttöku barna, jafnt sem
fræðslu um hvernig réttindi
þeirra eru sett í hversdagslegt
samhengi. Aðrar grundvallar-
forsendur Barnasáttmálans eru
að öll börn eigi rétt á að lifa og
þroskast, ekki megi mismuna
börnum með nokkrum hætti og
að allar ákvarðanir sem varða
börn skulu grundvallaðar á því
sem þeim er fyrir bestu.
Barnasáttmálinn er mikil-
vægt skjal sem hefur alla burði
til að bæta líf okkar allra. Séum
við samtaka í að halda réttindum
barna á lofti sköpum við betra
samfélag fyrir börnin okkar.
Þannig byggjum við grunn að
framtíð betra samfélags. Á þess-
ari vegferð er mikilvægt að
fræða börn um réttindi þeirra.
Ef börn eru meðvituð um þau
eru þau líklegri til að vera tals-
menn réttinda sinna og sam-
ferðamanna sinna. Þau verða
sterkari einstaklingar sem láta
sig óréttlæti varða, í hvaða mynd
sem það birtist. Barnasáttmál-
inn er hagnýtt verkfæri sem
getur hjálpað okkur að skapa
réttlátara og betra samfélag.
Tökum höndum saman og
stöndum vörð um réttindi allra
barna í krafti Barnasáttmálans!
Barnasáttmálinn
25 ára!
HEIMILIN
Helgi Haukur
Hauksson
formaður SUF
Ágúst Bjarni
Garðarsson
varaformaður SUF
➜ Frá fyrsta degi hefur
Framsóknarfl okkurinn sagt
að rétt væri að sækja fjár-
muni til þrotabúa föllnu
bankanna og nota hluta
þeirra fjármuna til að leið-
rétta þann forsendubrest
sem heimilin urðu fyrir.
BARNASÁTTMÁLINN
Margrét María
Sigurðardóttir
umboðsmaður
barna á Íslandi
Erna Reynisdóttir
framkvæmdastjóri
Barnaheilla– Save
the Children á
Íslandi
Bergsteinn
Jónsson
framkvæmdastjóri
UNICEF á Íslandi