Fréttablaðið - 20.11.2014, Page 36

Fréttablaðið - 20.11.2014, Page 36
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 36 AF NETINU Kyndbundnar lánveitingar Víða í veröldinni hafa komið fram lánastofnanir sem lána nær eingöngu til smáfyrirtækja sem konur reka og sú lánastarfsemi hefur almennt gefist vel. Þá má ekki gleyma að velmegun þjóða er mest þar sem atvinnuþáttaka kvenna er mest. Þess vegna gæti kynbundin lán af því tagi sem ríkislánastofnunin boðar verið góðra gjalda verð. Ýmis rök geta því mælt með lánveiting- um af þessu tagi http://www.jonmagnusson.blog.is Jón Magnússon Ríkisaðstoð til fj ölmiðla? Í millitíðinni hlýtur að vera eðlilegt að eiga samtal um hvort fjölmiðlar gegni nægilega veigamiklu hlutverki til þess að hægt sé að réttlæta að berja í markaðsbrestina með ríkisaðstoð. Veigamikill hluti þess samtals ætti að snúast um hvort rekstur ríkisfréttastofu sé heppilegasta leiðin til þess að styðja við sjálfstæða efnisöflun og rannsóknarblaðamennsku, eða hvort það væri heppilegra að nýta fjármunina til stuðnings við einkarekna fréttamiðla eins og tíðkast víða í Evrópu. http://www.deiglan.is Hafsteinn Hauksson Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. Flestir hafa sterkar skoðan- ir á hinum svokallaða matar- skatti og þeirri hækkun sem blasir við heimilum landsins með tilkomu hans. Hækkun matvælaverðs er vissulega eitthvað sem öll heimili í landinu finna fyrir. Stjórn- völd hafa hins vegar ítrek- að lýst því yfir að samhliða þeirri hækkun verði gripið til mótvægisaðgerða sem eigi að leiða til þess að heim- ilin í landinu finni lítið sem ekkert fyrir þeim aðgerðum. Ýmsar skattaútfærslur eru helst nefndar í þessu sambandi og sitt sýnist hverjum um gagnsemi þeirra. Sumar eiga að gagnast einum þjóð- félagshópi meir en öðrum, meðan aðrar koma betur við tekjuhærri hópa en þá tekjulægri. Ein hugmynd hefur þó ekki verið rædd, en það er einföld mótvægis- aðgerð sem virkar. Hún felur í sér að virðisaukaskattur á fatnaði, skóm og fylgihlutum verði lækkaður niður í sama skattþrep og fyrirhugaður mat- arskattur, eða 12%. Fæstir átta sig á að stærsti sölu- aðili á fatnaði, skóm og fylgihlutum á Íslandi, starfrækir ekki einu sinni verslun á Íslandi. Fjármálaráðgjafa- fyrirtækið Meniga segir sænska risann H&M eiga þann heiður og það segir meira en margt annað um stöðu mála hér á landi. Íslendingar vilja hins vegar versla heima í héraði, heima á Íslandi og þessi breyting á virðisaukaskatti getur auðveldað það til muna. Ef virðisaukaskattur á fatnaði, skóm og fylgihlutum yrði lækkaður í 12%, yrði það afar stór aðgerð í þágu versl- unar í landinu sem myndi óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri keyptu sér föt hér á landi, sem þýddi að fleiri krónur yrðu eftir í íslenska hagkerfinu, fleiri störf yrðu til, skattgreiðslur til ríkisins yrðu hærri og svo mætti áfram telja. Síðast en ekki síst myndi þetta verða alvöru mótvægisaðgerð við hinn svo- nefnda matarskatt. Gagnrýndur þessarar leiðar gætu bent á að kostnaður við hana gæti verið í fyrsta kasti rúmir tveir millj- arðar króna en því er til að svara að raunverulegur kostnaður yrði umtalsvert minni vegna áðurnefndr- ar keðjuverkunar. Þessar tekjur væri ríkið fljótt að ná inn til baka í auk- inni veltu. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að leið sem ekki aðeins virkar til að bæta heimilum lands- ins upp aukakostnað við matarskatt- inn, þurfum ekki að fara í flóknar skattbreytingar. Við þurfum bara að lækka virðisaukann á fatnaði, skóm og fylgihlutum í 12% og þá blasir við einföld mótvægisaðgerð sem virkar. Það yrði ekki bara stór aðgerð fyrir verslunina í landinu, heldur ekki síður fyrir heimilin í landinu. Einföld mótvægis- aðgerð sem virkar Við sem á Íslandi búum höfum blessunarlega verið að mestu verið laus við þá ógn sem felst í þjófnaði á auðkennum og persónuupplýsingum, m.a. greiðsluupplýsing- um. Fámenn þjóð hefur til þessa ekki vakið áhuga glæpamanna sem þessa rányrkju stunda. Hinsvegar virðist nú vera breyting orðin á. Það er því ástæða til vekja athygli almennings á þessari stöðu. Í sumar bárust fréttir af því að afritunarbúnaði hefði verið komið fyrir á hraðbönkum á Íslandi. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem slíkur búnaður finnst hérlendis, oftast hefur hann verið fremur viðvanings- legur þó breyting hafi orðið á því á síðustu árum. Afritunar- búnaðurinn sem uppgötvaðist í sumar var hinsvegar af full- kominni gerð. Þessi tegund þjófnaðar er þekkt víða um heim. Hún felst í því að stela greiðsluupplýs- ingum og persónuauðkenn- um greiðslukorthafa sem nota sjálfsafgreiðslutæki. Þetta geta verið hraðbankar, bensínsjálf- salar, stöðumælar og í raun öll tæki sem taka við greiðslu með greiðslukortum. Persónu- legum greiðsluupplýsingum og pin-númerum notenda þessara tækja er stolið og þær seldar á netinu þeim sem áhuga hafa á að gera sér þær að féþúfu. Eftir spurnin eykst sífellt enda er fjarlægðin milli glæpamann- anna og brotaþolanna mikil og óveruleg hætta á að þeir sem auðgast mest náist nokkru sinni. Framleiðendur örygg- isbúnaðar fyrir sjálfs- afgreiðslutæki þróa varnir gegn auðkennis- þjófnaði af þessu tagi. Sú þróun er alltaf eftir á eðli málsins samkvæmt. Notendur geta samt við- haft einfaldar varúðar- ráðstafanir sem gera þjófum ómögulegt að komast í fjármuni þeirra þrátt fyrir afritun og er rétt og skylt að vekja athygli á þeim. Vísbending Sjálfsafgreiðslutæki eiga alltaf að vera í fullkomnu lagi. Auð- kennisþjófar eiga gjarnan við tækin með einhverjum hætti og eru biluð ljós á tækinu, los- arabragur á því, utanáliggj- andi snúrur eða annað óeðlilegt ástand þeirra gjarnan vís- bending um að ekki sé allt með felldu. Raufin sem greiðslukorti er stungið í á alltaf að vera laus við aðskotahluti. Afritun greiðsluupplýsinga á sér stað með búnaði sem notendur renna greiðslukortum sínum í gegn- um þegar þeir stinga kortinu í tækið. Hægt er að koma auga á afritunarbúnaðinn með því að kíkja inn í raufina og hann fer sjaldnast framhjá notendum sé hann til staðar. Auðkennisþjófar koma mynda- vélum fyrir á tækjunum til að taka upp pin-númer notenda, sem þeir para svo við greiðslu- upplýsingar greiðslukortanna. Við innslátt pin-númers er góð regla að hylja lyklaborðið með veski eða lófa, þannig að ekki sé hægt að sjá hvaða tölur eru slegnar inn. Sem betur fer hefur fjár- hagstjón vegna atvika af þessu tagi verið óverulegt til þessa. Óþægindi notenda þegar pers- ónuauðkennum þeirra er stolið eru hinsvegar talsverð. Almenn vitund og mótaðgerðir eru til þess fallnar að auðkennisþjófn- aður af þessu tagi mistakist og það er þannig með þessa þjófa, eins og aðra, að rýr árangur af verkum þeirra er besta vörnin gegn þeim. Auðkennisþjófar á Íslandi SAMFÉLAG Helgi Teitur Helgason framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans ➜ Raufi n sem greiðslukorti er stungið í á alltaf að vera laus við aðskotahluti. Afritun greiðsluupplýsinga á sér stað með búnaði sem notendur renna greiðslu- kortum sínum í gegnum þegar þeir stinga kortinu í tækið. Hægt er að koma augu á afritunarbúnaðinn með því að kíkja inn í rauf- ina og hann fer sjaldnast framhjá notendum sé hann til staðar. ➜ Ef virðisaukaskatt- ur á fatnaði, skóm og fylgihlutum yrði lækkaður í 12%, yrði það afar stór aðgerð í þágu verslunar. VERSLUN Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.