Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2014, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 20.11.2014, Qupperneq 56
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 44TÍMAMÓT Ástkær eiginkona mín, LÚLLEY ESTHER LÚTHERSDÓTTIR lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 10. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 25. nóvember kl. 10.30. Jarðsett verður að Hálsi í Fnjóskadal. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Hlíð njóta þess. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hallur Jónasson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR RÖGNVALDSDÓTTUR frá Þverá í Skíðadal, til heimilis að Dalbæ, Dalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar fyrir góða umönnun. Ingvi Eiríksson Sigrún Þorsteinsdóttir Vignir Sveinsson Valdís Gunnlaugsdóttir Soffía Sveinsdóttir Stefán Jakobsson Ragna Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA LÖVDAL er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Konráð Guðmundsson Þór, Bryndís, Konráð og fjölskyldur MERKISATBURÐIR 1763 Dómkirkjan að Hólum í Hjaltadal, sú sem enn stendur, er vígð. 1945 Réttarhöldin yfir 24 háttsettum nasistaforingjum hefjast í Nürnberg. 1947 Elísabet krónprinsessa giftist Philip Mountbatten í West- minster Abbey. 1959 Viðreisnarstjórnin, samsteypustjórn Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks undir forsæti Ólafs Thors, tekur við völdum. 1975 Spænski einræðisherrann Francisco Franco hershöfðingi andast 82 ára að aldri. 1992 Eldur kviknar í Windsor-kastala á Englandi. Málstofa um mótun kínverskrar norðurslóðastefnu verður haldin í Gimli í Háskóla Íslands í dag. Þrátt fyrir suðlæga staðsetningu verður Kína fyrir mikl- um áhrifum af þeim breytingum sem eiga sér stað á norð- urslóðum, ekki síst loftslagsbreytingum og félags- og efna- hagslegri þróun. Þessar breytingar hafa orðið til þess að Kína telur sig eiga mikilla hagsmuna að gæta á svæðinu. Ríkið hefur skuldbundið sig til þátttöku í vísindastarfi og samstarfi við norðurslóðaríki og aðra hagsmunahópa sem þar er að finna. Á málstofunni mun Deng Beixi, rann- sóknarmaður hjá Norðurslóðarannsóknastofnun Kína og gestafræðimaður við Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands, fjalla um mótun kínverskrar norðurslóða- stefnu, almenn viðmið og samstarf stofnana við framkvæmd hennar. Málstofan fer fram í stofu 301 á milli 11 og 12 og fara umræðurnar fram á ensku. Kína og norðrið Málþing um mótun kínverskrar norður- slóðastefnu verður í Háskóla Íslands í dag. Á NORÐURSLÓÐUM Málstofa um mótun kínverskrar norður slóða- stefnu verður haldin í dag. NORDICPHOTOS/GETTY Á þessum degi árið 1995 viðurkenndi Díana prinsessa af Wales í sjónvarpsvið- tali að hafa haldið framhjá Karli krón- prins. Þetta var í fyrsta sinn sem Díana tjáði sig opinberlega um skilnað sinn við prinsinn. Sjónvarpsmaðurinn Martin Bashir hafði tekið klukkutímalangt viðtal við prinsess- una fyrir þáttinn Panorama á BBC. Í samtali þeirra kom meðal annars fram að Díana hafði átt í ástarsambandi við reið- kennarann James Hewitt. Hún lýsti einnig sárum tilfinningum sínum vegna langrar vináttu Karls við Camillu Parker-Bowles. Þá ræddi hún einnig á opinskáan hátt um þunglyndi og átröskun sem hún hafði lengi átt við að stríða. Mánuði eftir viðtalið sendi Elísabet drottning bréf til bæði Karls og Díönu þar sem hún bað þau að fá lögskilnað. Hjónabandinu lauk því formlega þann 28. ágúst 1996. Díana lést á sviplegan hátt í bílslysi 31. ágúst 1997 í París. Karl prins kvæntist Camillu Parker-Bowles í apríl árið 2005. ÞETTA GERÐIST: 20. NÓVEMBER 1995 Prinsessa viðurkennir ástarsamband Hljómsveitin Mannakorn hefur sent frá sér sína tíundu hljóðversplötu með nýju efni. Hún nefnist Í núinu og inniheldur níu ný lög úr laga- og textasmiðju Magn- úsar Eiríkssonar. „Textarnir eru svolítið um núið, það sem er akkúrat í gangi í dag. Það er engin sérstök fortíðarhyggja í gangi í textagerðinni,“ segir Magnús aðspurð- ur. Fjörutíu ár eru liðin síðan Þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús hófu samstarf undir vinnuheitinu Hljómsveit Pálma Gunnarssonar. Fyrsta plata þeirra kom út árið 1975 og bar heitið Mannakorn, sem þróaðist svo út í verða nafn hljóm- sveitarinnar. „Við vorum í hljómsveit á þessum tíma sem hét Lísa og í henni voru ég, Björn Björnsson trommari og Bald- ur Már Arngrímsson, gítarleikari og söngvari. Við vorum að svipast um eftir bassaleikara. Við vorum með æfinga- aðstöðu í skúr vestur í bæ, þar sem Ísbúð vesturbæjar er núna og eitthvað fleira,“ segir Magnús. „Einhvern tím- ann voru þeir að vinna saman, Baldur og Pálmi, í söngleiknum Jesus Christ Superstar, og þannig kynntust þeir. Baldur tók Pálma með á æfingu út í skúr og einhvern veginn small þetta allt saman,“ segir hann og bætir við: „Pálmi var frægastur út af Júdasar-hlutverkinu og um tíma hétum við Hljómsveit Pálma Gunnarssonar, því það seldist betur en eitthvað annað. Fljótlega gerðum við plötu saman og hún hét Mannakorn. Við tókum hana upp ´74 og ætluðum að gefa út fyrir jól en það hafðist ekki.“ Pálmi og Magnús hafa alla tíð mynd- að kjarna Mannakorna en allt frá árinu 1979, á plötunni Brottför kl. 8, hefur Ellen Kristjánsdóttir einnig verið órjúf- anlegur hluti af hljómsveitinni og hún kemur að sjálfsögðu við sögu á nýju plötunni. Einnig spila á plötunni synir Magnúsar, Stefán Már og Magnús, auk þess sem dætur Pálma, Ninna Rúna og Ragnheiður Helga, syngja. Af þeim hefur aðeins Magnús yngri spilað áður inn á plötu með Mannakornum. „Það er gaman að spila með strákunum, rosa- legt stuð,“ segir Magnús eldri, spurð- ur út í samstarfið með sonunum. „Ég á þrjá stráka, sem spila allir á hljóðfæri. Ég var nýlega að gera mér grein fyrir því að við gætum verið með hljómsveit,“ segir hann en þriðji sonurinn er bassa- leikarinn Andri sem starfar sem raf- magnstæknifræðingur. freyr@frettabladid.is Small allt saman 1974 Fjörutíu ár eru liðin síðan Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson hófu samstarf. Þá hétu þeir Hljómsveit Pálma Gunnarssonar en breyttu nafninu svo í Mannakorn. Tíunda hljóðversplatan með nýju efni er komin út þar sem börn þeirra beggja koma við sögu. PÁLMI OG MAGNÚS Pálmi Gunnarsson og Magnús Kjartansson hafa starfað saman í fjörutíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rafrænn aðgangur að Seltirningabók Heimis Þorleifssonar verður opnaður formlega í Bókasafni Seltjarnarness kl. 17 í dag. Bókin, sem hefur verið ófáanleg um langt skeið, verður öllum aðgengileg án kostnaðar. Við sama tækifæri verður opnuð sýningin Frónari í Eiðisskeri þar sem Sigursveinn H. Jóhannesson leiktjalda- málari sýnir m.a. verk frá Seltjarnar- nesi. Boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomnir. Í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarness á þessu ári samþykkti bæjarstjórn að ráðast í gerð rafrænn- ar útgáfu á Seltirningabók eftir Heimi Þorleifsson. Dagurinn í dag tengist rit- höfundinum og Seltirningnum Heimi, sem hefði orðið 77 ára 22. nóvember, en hann lést um mitt síðasta ár. Í bókinni, sem er skipt í sex hluta, er að finna mikinn fróðleik um þróun mannlífs og sveitarstjórnar í ört vax- andi byggð. Sá fyrsti fjallar einkum um landamerki og sveitarstjórn, annar um landsvæði núverandi kaupstaðar, þriðji um útgerð, fjórði um skólahald, fimmti um félagsstarfsemi á Nesinu og sjötti um kirkjuhald. Í bókarlok eru ítarlegar heimilda-, mynda- og nafnaskrár. Það var Guðmundur Einarsson sem bjó bókina í rafrænt form en fyrirtækið Snara ehf. hýsir bókina. Ný rafræn Seltirningabók opnuð Rafrænn aðgangur að bók Heimis Þorleifssonar verður opnaður formlega í dag. FRÓNARI Í EIÐISSKERI Sýningin Frónari í Eiðisskeri eftir Sigursvein H. Jóhannesson verður opnuð í dag. ➜ Mannakorn hélt vel heppn- aða fjörutíu ára afmælistónleika í Háskólabíói og Hofi á Akureyri fyrr á árinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.