Fréttablaðið - 20.11.2014, Page 60

Fréttablaðið - 20.11.2014, Page 60
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 Um helgina býður Borgarleikhúsið upp á sýn- ingu á leikverkinu Hamlet litla fyrir heyrn- arlausa og blinda. Hamlet litli var frumsýnd- ur í fyrra, sló í gegn og er því kominn aftur á fjalirnar. Í fyrra var boðið upp á táknmáls- túlkaða og sjónlýsta sýningu á Hamlet litla og vakti það mikla lukku. Vegna fjölda fyrirspurna var því ákveðið að bjóða upp á slíkt aftur núna. Tálkn- málstúlkaða og sjónlýsta sýningin á Hamlet litla verður sunnudaginn 23. nóvember klukkan 17. Hið íslenska glæpafélag boðar til síns árlega Glæpakvölds í kvöld. Á glæpakvöldinu, sem markar í raun byrjun alþjóðlegu glæpahá- tíðarinnar Iceland Noir, verður lesið upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæp- samlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar, gestir á Iceland Noir-hátíðinni, munu lesa úr sínum verkum. Þessi myrkra- verk fara fram á efri hæðinni á Sólon, Bankastræti 7. Húsið verð- ur opnað klukkan 20, upplestrar hefjast um 20.30. „Glæpafélagið hefur hald- ið svona kvöld árlega síðan um aldamótin,“ segir Ævar Örn Jós- epsson, glæpasagnahöfundur og talsmaður Hins íslenska glæpa- félags. „Eins og í fyrra er þetta nokkurs konar upptaktur að glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem hefst á föstudagsmorg- un í Norræna húsinu.“ Glæpakvöldið nýtur góðs af gestum Iceland Noir því ekki ómerkari menn en Norðmaður- inn Vidar Sundstöl og Finninn Antti Tuom ainen, sem Íslending- ar þekkja í þýðingum, eru meðal þeirra sem lesa upp í kvöld. Einn- ig les bandaríski höfundurinn David Swatling, en hann tekur þátt í pallborðsumræðum á hátíð- inni í flokknum New Blood, eða nýtt blóð. Meðal íslensku höfundanna eru þau Finnbogi Hermannsson og Guðrún Guðlaugsdóttir, sem bæði eru nýliðar í glæpasagna- ritun, þótt þau hafi skrifað fjöl- margar bækur. Aðrir höfund- ar sem lesa upp eru þau Steinar Bragi, Jón Óttar Ólafsson, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jón- asson, sem öll lesa auðvitað úr nýútkomnum bókum sínum. Það vekur athygli að sjá þá Finnboga og Steinar þarna meðal glæpasagnahöfundanna, bók Finnboga er sagnfræðileg skáld- saga um glæp og bók Steinars snýst meira um hefnd en glæp- inn sjálfan. Það liggur því beint við að spyrja Ævar Örn hver sé eiginlega skilgreiningin á glæpa- sögu. „Það er næstum því eins loðið og teygjanlegt hugtak og klám,“ segir hann og dæsir. „Og menn hafa rifist um þessa skil- greiningu lengi. Sumir vilja setja alla krimma undir einn hatt og kalla afþreyingu. Að efnið sé alltaf glæpur og síðan leitin að glæpamanninum og/eða að kitla spennutaugar fólks, en það er auðvitað til fjöldinn allur af góðum krimmum sem eru afskap- lega hægir og rólegir og ganga aðallega út á að skoða manns- sálina, glæpirnir eru meira bara krydd í frásögnina. Hin klass- íska glæpasaga snýst hins vegar vissulega um það að það er fram- inn glæpur og upphefst leit að þeim sem framdi hann. Oftast endar svo sagan á að viðkomandi finnst en það hefur þó dálítið verið vikið frá þeirri reglu und- anfarin ár, menn eru orðnir raun- særri.“ Á milli upplestra verður leik- inn „glæpsamlegur“ djass undir forystu Eðvarðs Lárussonar og Ævar segir stemninguna verða í anda búlla sem fólk kannist við úr amerískum glæpamyndum, sem sé glæpsamlega góð. Hann ítrekar að frítt sé inn og allir hjartanlega velkomnir og bendir í lokin glæpaþyrstum á að kynna sér dagskrá Iceland Noir á slóð- inni icelandnoir.com. fridrikab@frettabladid.is Glæpsamlegur lestur með djassstemningu Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags verður haldið á Sólon í kvöld. Þar les fj öldi erlendra og innlendra höfunda úr verkum sínum og stemningin verður glæpsamlega góð að sögn Ævars Arnar Jósepssonar, talsmanns félagsins. Berglind María Tómasdóttir flautu- leikari heldur tónleika í Mengi í kvöld klukkan 21. Tónverkið sem flutt verð- ur heitir Darmstadt-verkið en áður en flutningur hefst mun hún kynna verkið og hugmyndirnar að baki því. Um gagnvirka tónleika er að ræða þar sem áheyrendur eru beðnir um að mæta með hljóðfæri og taka þátt í flutningi verksins með Berglindi. The Darmstadt Piece varð til meðan á dvöl Berglindar á Alþjóð- legu sumarnámskeiðunum í Darm- stadt stóð síðastliðið sumar. Verk- ið er sett saman úr tugum örverka rituðum með blýanti á nótnablað af þátttakendum í Darmstadt-námskeið- unum. Tónleikarnir eru jafnframt útgáfu- fögnuður því í dag kemur verk Berg- lindar Maríu, Practicing Ferneyho- ugh in Harpa, út á hljómdiski sem inniheldur upptökur frá æfingum hennar í Hörpu fyrr í haust. Berglind María Tómasdóttir heldur útgáfutónleika í Mengi BERGLIND MARÍA Gagnvirkir tónleikar og útgáfufagnaður í Mengi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hamlet litli sýndur með táknmálstúlkun og sjónlýsingu SÖNGKONAN Kristjana Stefánsdóttir í Hamlet litla. Lesið verður upp úr nýjum, ís- lenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar lesa úr sínum verkum. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY H Ú S A S M I Ð J U N N I S K Ú T U V O G I HLUSTAÐU! Þráðlaus bluetooth hátalari Vildarverð: 7.999.- Fullt verð: 9.999.- Sumir vilja setja alla krimma undir einn hatt og kalla afþreyingu. Að efnið sé alltaf glæpur og síðan leitin að glæpamanninum og/eða að kitla spennutaugar fólks, en það er auð- vitað til fjöldinn allur af góðum krimm- um sem eru afskaplega hægir og rólegir og ganga aðallega út á að skoða manns- sálina, glæpirnir eru meira bara krydd í frásögnina. Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur og talsmaður Hins íslenska glæpafélags MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.