Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 74

Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 74
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 62 „Það er verið að fjalla meira um sögurnar á bak við þessar hljómsveitir, ef til vill aðeins minni nördismi í gangi þótt það verði náttúrulega fjallað um einhverjar græjur,“ segir raftónlistar- maðurinn Guðni „Impulze“ Einarsson, sem stýr- ir hinum vikulega tónlistarþætti Hljóðheimum, sem hefur göngu sína á Vísi næsta miðvikudag. Guðni framleiðir þáttinn með myndatöku- manninum Sindra Grétarssyni. „Þetta er samt sem áður beint framhald af síðustu seríum,“ segir Guðni. Síðast stýrði hann þættinum Á bak við borðin ásamt plötusnúðnum Adda Intro- beats þar sem þeir heimsóttu stúdíó og grennsl- uðust fyrir um vinnuferli mismunandi tónlistar- manna. „Þetta er svolítið frábrugðið hinni seríunni þar sem var bara verið að fjalla um raftónlistina en þetta er meira blanda. Við erum með popp, rokk, raftónlist og svo heimsækjum við líka hljóðver og fleira,“ segir Guðni. „Það má segja að þessir þættir séu gerðir fyrir breiðari hóp heldur en fyrri serían.“ - þij Skyggnast inn í vinnuferli tónlistarmanna í nýjum þætti Guðni „Impulze“ stýrir Hljóðheimum, nýjum tónlistarþætti sem hefur brátt göngu sína á Vísi. MINNI NÖRDISMI Þættirnir eru fyrir breiðari hóp heldur en fyrri þáttaröðin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við erum með popp, rokk, raftónlist og svo heim- sækjum við líka hljóðver og fleira. Sögusagnir um að Zayn Malik, einn meðlima One Direction, ætti við fíkniefnavanda að stríða fóru um eins og eldur í sinu um Twitter á mánudag, þegar félagar hans í hljómsveitinni héldu til Orlando á sunnudagskvöld til að kynna nýj- ustu plötu þeirra, Four, án hans. Í þætti Today Show á mánu- dagsmorgun voru þeir spurðir út í fjarveru félaga síns og hvort ástæðan væri fíkniefnavandi. Þvertóku strákarnir fyrir það og sögðu Malik vera heima með slæma magakveisu. Síðar um dag- inn svaraði Malik fyrir sig á Twit- ter og tísti meðal annars: „Ég er mjög sár og reiður. Ég var mjög veikur og þess vegna gat ég ekki flogið til Orlando.“ - asi Neitar sögum um fíkniefni EKKI Í RUGLI Zayn Malik var ósáttur við sögurnar sem gengu um hann. Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian West fór og heimsótti munaðarleysingjahæli í Taílandi í apríl. Munaðarleysingjahælið er í Phang Nga-héraðinu, en mikill mannskaði varð þar í flóðbylgj- unni á annan í jólum 2004. Þar heillaðist hún af þrettán ára stúlku, Pink, og vildi ólm fá að ættleiða hana. Unga stúlk- an var hins vegar ekki á sama máli og afþakkaði ættleiðinguna og sagði að Taíland þarfnaðist hennar. „Ég veit að það þrá allir betra líf, en ég get ekki farið frá öllu hér, ég er ekki tilbúin,“ sagði Pink. Kim mátti ekki ættleiða hana FÉKK NEITUN Stúlkan neitaði Kim um ættleiðingu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.