Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 86
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 74
Ég fór bara að hafa
mjög mikinn áhuga á
þessum húmorpælingum.
„Ég skynja miklu meiri áhuga á
djassi hjá ungu fólki heldur en ég
hélt,“ segir Baldvin Snær Hlyns-
son, sextán ára nemandi í MH og
FÍH, sem á dögunum gaf út djass-
plötu. Tónlistina samdi Baldvin
alla sjálfur og tók upp sjálfur.
„Pabbi er að vinna hjá Axis
húsgögnum svo ég fékk hljóðein-
angrandi efni hjá honum og setti
upp í herberginu mínu og tók upp
plötuna þar,“ segir Baldvin. Með
honum á plötunni spilar saxófón-
leikarinn Sölvi Kolbeinsson og
klarínettleikarinn Símon Karl
Melsteð.
„Vinur pabba, Ágúst Sveins-
son trommari, býr í London og
hann tók upp allar trommur úti
og sendi mér bara,“ segir Baldvin,
sem sjálfur spilaði á píanó, bassa
og sá um allar upptökur og hljóð-
blöndun.
„Félagi minn ætlaði að mast-
era plötuna en svo ákvað ég bara
að gera það sjálfur. Ég fór bara á
YouTube og lærði það,“ segir hann.
Aðspurður hvort jafnaldrar hans
séu að fíla djassinn segir hann svo
vera.
„Ég er sjálfur að stússast í
elektróník og fönki ásamt því að
vera í djassinum. Ætli við unga
fólkið séum ekki bara opnara fyrir
alls konar tónlist en var,“ segir
hann. - asi
Tók upp djassplötu í herberginu
Baldvin Snær Hlynsson gefur út sína fyrstu djassplötu aðeins sextán ára.
MASTERAÐI PLÖTUNA SJÁLFUR
Baldvin fór á YouTube og lærði þar að
mastera plötuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég hef haft áhuga á þessum fræð-
um lengi, þar sem móðir og barn
eru í forgangi í fæðingunni,“ segir
Kristín Maríella Friðjónsdóttir,
hönnuður og eigandi skartgripa-
merkisins Twin Within – Creat-
ive Jewelry og doula. Hún lét
drauminn rætast og fór á DONA
International doulu-námskeið í
Singapúr, þar sem hún býr ásamt
manninum sínum og ellefu mán-
aða dóttur.
„Eftir fæðingu dóttur minnar
var ég svo hugfangin, ég átti yndis-
lega náttúrulega fæðingu í vatni
og fékk löngun til þess að fræða
og leggja mitt af mörkum svo að
konur fái sem mest út úr fæðing-
unni sinni og upplifi á eins góðan
hátt og mögulegt er,“ segir Krist-
ín. Á öðrum degi fengu þær sem
sóttu námskeiðið að vera viðstadd-
ar heimafæðingu í gegnum kennar-
ann þeirra, en viðskiptavinur henn-
ar fór af stað í fæðingu.
„Þetta var alveg magnað. Hún
var búin að segja okkur að það væri
næstum útilokað, þar sem heima-
fæðingar eru sjaldgæfar í Singa-
púr,“ segir Kristín. Hún segir upp-
lifunina hafa verið ómetanlega og
að fæðingin hafi gengið eins og í
sögu. „Ofan á allt þá fæddist barnið
í belgnum, sem er enn sjaldgæfara.
Þetta var bara dásamlegt. Við stóð-
um þarna fjórar úti í horni, fylgd-
umst með og grétum.“
Kristín segir að rannsóknir hafi
sýnt fram á að þeim konum, sem
hafa stuðning annarra kvenna í
fæðingu, líði betur og fæðingar-
upplifunin sé betri. „Þessar steríó-
týpísku hugmyndir um að fæðing-
ar séu hrikalega sársaukafullar og
hræðilegar eru skilaboð sem maður
fær ómeðvitað úr samfélaginu. Mér
finnst sorglegt ef konur sem kvíða
fæðingunni gefa sér ekki tíma til
að undirbúa sig eða átta sig ekki á
hvaða aðstoð þær geta fengið. Fyrir
mér þarf að eyða þeim hugsunar-
hætti að það þurfi að bjarga börn-
um úr líkama móðurinnar sem
Vill aðstoða konur að
upplifa góða fæðingu
Kristín Maríella Friðjónsdóttir hjá Twin Within lét drauminn rætast og fór í
doulu-nám. Eigin fæðingarupplifun veitti henni innblástur til að fara í námið.
ÓTRÚLEG UPPLIFUN Kristín segir upplifunina af að vera viðstödd fæðingu
magnaða og eitt af því stórkostlegasta sem hún hafi séð.
„Ég er að lesa Me Talk Pretty One
Day eftir David Sedaris, sem er
mjög skemmtileg. Svo er ég að lesa
A Bigger Message: Conversations
with David Hockney.“
Snorri Ásmundsson, myndlistarmaður
FIMMTUDAGSBÓKIN
Doulur veita foreldrum andlegan stuðning í fæðingunni, hvort sem um
keisara eða náttúrulega fæðingu er að ræða, og sjá um samskipti milli ljós-
mæðra, lækna og foreldra. Þær mega ekki aðhafast neitt læknisfræðilegt
og veita einungis andlegan stuðning.
➜ Hvað gerir doula?
Hnotu-
brjóturinn
St. Petersburg Festival
Ballet ásamt Sinfóníu-
hljómsveit Íslands
Hrífandi jólaævintýri við
tónlist eftir Tchaikovsky
Heillandi sýning fyrir alla fjölskylduna
Sýnt í Eldborg
www.harpa.is/hbr
Nánari upplýsingar í s: 528 5050, á midi.is og harpa.is
Helmingsafsláttur fyrir 12 ára og yngri
21. nóvember
kl. 19:30 Frumsýning
22. nóvember
kl. 13:00 2. sýning
kl. 17:00 3. sýning
23. nóvember
kl. 13:00 4. sýning
kl. 17:00 5. sýning
virðist því miður enn vera algengt
viðhorf á sjúkrahúsum,“ segir hún.
Fyrir henni er þetta femínískt
viðhorf líka. Þegar fæðingin var
flutt inn á spítala í byrjun 20. ald-
arinnar hafi konur orðið að við-
fangsefni og ekki með mikla rödd
í fæðingarferlinu. „Mig langar að
vera partur af þessari hreyfingu
þar sem konur ganga fyrir í þessu
náttúrulega ferli og fyrir mig sem
femínista þá snertir þessi boðskap-
ur mig djúpt,“ segir hún.
adda@frettabladid.is
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðing-
ur segir húmor eitt aðaláhugamál
sitt. Í dag flytur hún erindið Hvað
á að gera við afa? en nafnið er
vísun í uppáhaldsatriði hennar úr
sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum.
„Ég man ekki hvar þetta byrj-
aði, ég fór bara að hafa mjög mik-
inn áhuga á þessum húmorpæling-
um,“ segir Kristín.
Í erindinu mun Kristín fjalla
um húmor, tengsl hans við sam-
félagið og fræg hlátursköst og
mun sýna myndbönd af vel þekkt-
um hlátursköstum. Myndbönd af
ofsafengnum hlátursköstum hafa
oft vakið mikla lukku á internet-
inu. „Hláturinn smitar og veld-
ur einhvers konar slökun. Hann
reynir á vöðva sem við reynum
aldrei á annars og það er hluti af
því af hverju okkur finnst svona
ofboðslega gott að hlæja.“ En
Kristín mun meðal annars sýna
frægt hláturskast Péturs Blöndal
í pontu.
Kristín segir húmorinn stóran
hluta af menningu okkar og fólk
jafnvel sækja í húmor og hlátur
þegar því líður illa. „Við hlæj-
um oft að því sem veldur okkur
áhyggjum. Reynum að ná tökum
á erfiðum aðstæðum með hlátri
og húmor. Það eru ótal dæmi um
það.“
Kristín flytur erindið í Gerðu-
bergi klukkan fimm. - gló
Sýnir myndbönd með þekktum hlátursköstum
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur er áhugakona um húmor og fl ytur erindi um fyrirbærið í Gerðubergi.
HÚMORISTI Kristín segir fólk oft leita í
húmorinn þegar því líði illa.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI