Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 30
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Sérkennarar hér á landi búa
við þá einkennilegu stöðu
að hafa sérhæft sig í sér-
kennslufræðum án þess að
njóta lögverndunar starfs-
heitis. Félag íslenskra sér-
kennara hefur um árabil
unnið að því að fá lögvernd-
un á starfsheitinu sérkenn-
ari eða sérkennslufræðing-
ur fyrir þá sem hafa lokið
framhaldsnámi í sérkennslu-
fræðum til viðbótar við
B.Ed.-nám í grunn- eða leik-
skólafræðum, eða kennsluréttinda-
nám á þessum stigum.
Markmið meistaranáms í sér-
kennslufræðum er að efla þekk-
ingu kennara á sérþörfum nem-
enda og auka færni þeirra í því að
vinna á vettvangi sem sérkennslu-
fræðingur sem er allt í senn, sér-
kennari, ráðgjafi og stjórnandi í
framkvæmd skóla án aðgreining-
ar. Þannig eiga sérkennarar að
vera sérfræðingar í kennslu barna
með ýmiss konar sérþarfir og í að
ráðleggja starfsfólki skóla hvernig
best sé að vinna með slík börn og
skapa námsaðstæður við hæfi. Sér-
kennarar þurfa einnig að kunna að
leggja fyrir margvísleg skimunar-
og greiningarpróf til að kortleggja
námsvanda nemenda. En þar sem
starfið er ekki lögverndað er skóla-
stjórum í sjálfsvald sett hvort þeir
ráða kennara með framhalds-
menntun í sérkennslufræðum eða
ekki til að starfa sem sérkennarar
í sínum skóla.
Leik-, grunn- og framhaldsskól-
ar á Íslandi eru fyrir alla eða án
aðgreiningar samkvæmt samningi
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fólks með fötlun frá árinu 2006.
Kveðið er á um það í lögum um
leik- og grunnskóla að nemendur
með sérþarfir eigi rétt á að komið
sé til móts við námsþarfir þeirra
í almennum skólum án aðgrein-
ingar, án tillits til líkamlegs eða
andlegs atgervis og eigi rétt á sér-
stakri aðstoð og þjálfun sem fara
skal fram undir handleiðslu sér-
fræðinga.
Í öllum almennum skólum eru
nemendur með sérþarfir, en það
eru þeir nemendur sem teljast eiga
erfitt með nám sökum sértækra
námsörðugleika, tilfinningalegra
eða félagslegra erfiðleika og/eða
fötlunar, nemendur með leshöml-
un, langveikir nemendur, nemendur
með þroskaröskun eða geðraskanir.
Þetta er því sérstaklega viðkvæmur
hópur nemenda sem þurfa sérhæfð-
an stuðning til að fá jafngild tæki-
færi til náms á við aðra nemendur.
Sýni faglegan metnað
Í reglugerð um nemendur með
sérþarfir er kveðið á um að unnin
sé sérhæfð áætlun um stuðning í
námi í samræmi við metnar sér-
þarfir og að þessir nemendur fái
sérstakan stuðning í samræmi við
þær. Sá stuðningur skal veittur af
sérkennurum eða öðrum sérmennt-
uðum fagaðilum. Þar er átt við þá
sem hafa sérmenntun til þess að
veita sérstakan stuðning í námi
og sinna ráðgjöf til kenn-
ara. Mikilvægt er að umsjón
með slíkum sérstuðningi sé í
höndum sérmenntaðs starfs-
fólks sem hefur þekkingu á
sérþörfum nemenda og þeim
úrræðum sem þarf til að gefa
nemendum jafngild tækifæri
til náms. Í rannsókn Amalíu
Björnsdóttur og Kristínar
Jónsdóttur (2010) kom í ljós
að 83% skólastarfsfólks voru
sammála því að umsjónar-
kennarar hefðu ekki þann
undirbúning sem þarf til að sinna
öllum börnum.
Skólastjórnendur, almennir
kennarar og foreldrar barna með
sérþarfir – svo ekki sé minnst á
börnin sjálf – reiða sig á sérhæf-
ingu sérkennara til að sinna þörf-
um þessa viðkvæma hóps. Sérhæfð
og vönduð vinnubrögð með gagn-
reyndum aðferðum geta skipt sköp-
um varðandi framtíðarhorfur þess-
ara einstaklinga. Störf sérkennara
eru afar fjölbreytt og ábyrgð þeirra
er mikil. Þeir vinna að framgangi
náms án aðgreiningar, skólastefnu
sem byggist á félagslegu réttlæti
og fjölbreytileika sem viðurkenndri
staðreynd. Með því að yfirvöld
samþykki lögverndun starfsheit-
isins sérkennari eru þau ekki ein-
ungis að viðurkenna sérsvið þeirra
og meta nám þeirra að verðleikum,
heldur einnig að stuðla að betri
framkvæmd stefnunnar um skóla
án aðgreiningar.
Í ljósi þessa hvetur Félag
íslenskra sérkennara skólastjórn-
endur hvort sem er í leik- eða
grunnskólum til að ráða kenn-
ara með framhaldsmenntun í sér-
kennslufræðum til að sinna sér-
kennslu, og sýna þannig faglegan
metnað skólans í verki.
Hvers virði er sérfræðiþekking?
Það væri draumur að búa í
samfélagi þar sem ekkert
ofbeldi þrifist. Því miður
er staðreyndin þó sú að
mörg okkar verða fyrir
því á lífsleiðinni að vera
beitt ofbeldi. Það hefur
oftast mikil áhrif á tilfinn-
ingalífið, sjálfsmyndina og
tengslin við aðra.
Viðbrögð við ofbeldi eru
oftar en ekki reiði, ótti,
óöryggi, vantraust, sjálfs-
ásökun, sorg, sjálfshatur
og fleiri álíka tilfinningar.
Þótt þetta séu eðlileg við-
brögð verður að forðast að
leyfa þess konar tilfinningum að
skjóta rótum til að þær fari ekki að
hafa áhrif á lífsgleði og hamingju.
Það þarf að læra að umbreyta sárs-
aukanum svo hann nái ekki tökum
á okkur og komi í veg fyrir að við
njótum lífsins í góðum tengslum
við okkur sjálf og aðra.
Hvernig getum við hjálpað?
Þolandi ofbeldis gerir best í því að
standa með sjálfum sér og forð-
ast sjálfsásakanir. Hann verður að
læra að færa ábyrgðina yfir á ger-
andann þannig að sjálfið nái sér að
fullu og sjálfið grói sára sinna.
Þetta eru góð ráð en hvernig
getum við sem samfélag hjálpað
þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi
til að takast á við erfiða og sára
reynslu? Þótt svarið geti hljómað
einfalt er það ekki alltaf jafn auð-
velt í framkvæmd. Eitt af því sem
einkennir okkur mannfólkið er
þörfin fyrir stuðning, það að vita
að einhverjum er ekki sama og að
einhver standi við bakið á
okkur. Við erum öll tilfinn-
ingaverur og þörfnumst
kærleika og umhyggju.
Þeir sem hafa orðið fyrir
ofbeldi þurfa á miklum
stuðningi að halda. Þeir þurfa að
vita að þeir eru ekki einir á báti og
að einhver er tilbúinn til að veita
þeim stuðning. Þeir þurfa að finna
samkennd og nauðsynlegt er að
ábyrgðinni á ofbeldisverkinu sé
ekki velt yfir á þolandann. Þetta
ættum við sem samfélag, sem vinir
og sem fjölskylda að gera óháð því
hvers kyns ofbeldisverkið var,
óháð aðstæðum, óháð geranda og
þolanda, óháð því hverju þoland-
inn klæddist, hvað hann sagði,
hvað hann gerði og svo framveg-
is. Að valda einhverjum sársauka
án óþvingaðs samþykkis þess sem
fyrir verður tekur sér bólfestu í
huga og líkama og getur valdið
ómældum skaða.
Með því að sýna þolendum stuðn-
ing og samkennd stuðlum við að
heilun þeirra. Við eflum þá til að
takast á við eigin reynslu, lifa án
sektarkenndar og sjálfsásökunar.
Það þarf oft meira til en ég tel að
hér sé gott að byrja.
Að heila
ofbeldisreynslu
KYNBUNDIÐ
OFBELDI
Sandra Sif
Jónsdóttir
jógakennari og
meistaranemi í
heilbrigðisvísindum
við Háskólann á
Akureyri
➜ Það þarf að læra
að umbreyta sársauk-
anum svo hann nái
ekki tökum á okkur
og komi í veg fyrir að
við njótum lífsins í
góðum tengslum við
okkur sjálf og aðra.
MENNTUN
Sædís Ósk
Harðardóttir
Anna-Lind
Pétursdóttir
Aldís Ebba
Eðvaldsdóttir
fyrir hönd Félags íslenskra sérkennara