Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 10
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Fyrsta línan sýnir hin árlegu hefðbundnu lágtekjumörk. Ef þessi breyting greindi fátækt á Íslandi væri niðurstaðan sú að það hefði dregið úr fátækt í kjölfar hrunsins. Það er rangt. Hún jókst. Það sem gerðist var að tekjudreifing dróst saman og tekjur lækkuðu meira hjá fólki með háar tekjur. ÞRÓUN LÁGTEKJUMARKA HLUTFALL FÓLKS SEM SKORTIR EFNISLEG GÆÐI FÓLK SEM NEITAR SÉR UM LÆKNAÞJÓNUSTU Fátækt barna hefur rokið úr ellefu prósentum árið 2008 upp í 32 pró- sent samkvæmt greiningu UNICEF á fátækt barna. „Það er ekkert rangt við grein- ingu UNICEF,“ segir Dr. Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur hjá Hagstofu Íslands. „Aðferðin sem þau beita er leið til að átta sig á því hvað margir eru með sama eða minni kaupmátt og þeir sem voru við lágtekjumörk árið 2008. Það er þó ekki þannig að 30 pró- sent barna á Íslandi búi við alvar- legan skort, en það er miklu stærra hlutfall foreldra sem nær ekki endum saman enda skiptir miklu hvaða ár er notað til viðmiðunar.“ Ekkert má út af bera „UNICEF notar árið 2008 en niður- staðan er önnur ef miðað er við 2005. Skýrasta vísbendingin sem við höfum um aukna fátækt í kjölfar hrunsins er sú að hlutfall þeirra sem eiga mjög erfitt með að ná endum saman hækkar mjög og stendur í 11,7 prósentum árið 2013. Sum í þessum hópi skortir efnisleg gæði, en hin eru sennilega í þeirri stöðu að hlutirnir ganga upp en það má ekki mikið út af bera. Hækkanir á verðlagi, óvænt útgjöld eða tíma- bundinn tekjumissir gæti verið nóg til að setja þessa foreldra í mjög erfiða stöðu.“ Kolbeinn segir Hagstofuna einnig fylgjast með skorti barna í sam- starfi við UNICEF. Nú er í vinnslu lífskjararannsókn þar sem hugað er að stöðu barna. Niðurstaðan mun birtast á fyrstu mánuðum næsta árs. „Maður á von á því að sjá breyt- ingar í ýmsu er varðar hag barna, til dæmis tómstundaiðkun þeirra. Börn efnaminni foreldra stunda síður tómstundir en önnur.“ Í kvarðanum sem notaður er til mælinga er spurt um fatnað, tóm- stundir, fæðu og aðstöðu til náms og leikja. Aðeins þarf tveimur atrið- um á listanum að vera ábótavant til þess að barnið teljist líða efnislegan skort. Brekkan brött Í síðasta þætti fréttaskýringa- þáttarins Bresta var rætt við fjöl- marga sem eiga um sárt að binda vegna fátæktar. Ein þeirra var Ása Sverrisdóttir, einstæð þriggja barna móðir. Hlutskipti hennar er dæmi- gert fyrir stóran hluta Íslendinga þar sem ekki má mikið út af bera til þess að komið sé í óefni. Hún skildi og missti atvinnu sína og skömmu síðar seig á ógæfuhliðina hjá henni. „Þá varð brekkan dálítið brött,“ sagði Ása. Meðal þess sem fjölskyld- an gat ekki leyft sér var að halda afmælisveislu fyrir dóttur hennar. Kolbeinn bendir á að ástæða sé til þess að taka allar vísbending- ar um fátækt alvarlega því ekki sé hægt að mæla fátækt beint. Aðeins sé hægt að leita eftir vísbendingum um skort og gera mælingar. „Skortur á efnislegum gæðum er kvarði til að sjá hvernig fólk hefur það raunverulega úti í sam- félaginu. Það er erfitt að mæla fátækt en þessi kvarði hjálpar til við að finna út stöðu einstaklinga og barna. Við erum með stækkandi hóp sem nær að halda sér á floti en það má ekkert út af bera. Þeir mega ekki veikjast, fara til tannlæknis eða tæki bila, þá er það orðið eitt- hvað sem gæti breytt öllu og leitt til skorts.“ Á pari við Bandaríkin Í nýlegri greiningu fréttamiðilsins Forbes, er greint frá stöðu þeirra landa sem urðu hvað verst úti í efnahagshruninu og sett í sam- hengi við barnafátækt í fjögur ár eftir hrun. Barnafátækt jókst mikið í Grikklandi, eða um 17,5 prósent, frá árinu 2008 og var hlutfallið 40,5 prósent árið 2012. Í Bandaríkjunum jókst hlutfallið aðeins um tvö prósent en er þó í 32 prósentum eins og á Íslandi. Fátækt barna þrefaldast frá hruni Fátækt barna hefur aukist mest í þeim löndum sem urðu verst úti í efnahagshruninu 2008. Fátækt íslenskra barna fer úr 11 prósentum 2008 í 32 prósent 2012 samkvæmt tölum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Dr. Kolbeinn Stefánsson segist viss um að 30 prósent barna á Íslandi búi ekki við alvarlegan skort en segir greiningu UNICEF gefa vísbendingar um stöðu barna innan efnaminni fjölskyldna. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is Við erum með stækk- andi hóp sem nær að halda sér á floti en það má ekkert út af bera. Þeir mega ekki veikjast. fara til tannlæknis eða tæki bila, þá er það orðið eitthvað sem gæti breytt öllu. Dr. Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur hjá Hagstofu Íslands. Hér má sjá hlutfall Íslendinga sem eiga mjög erfitt með að láta enda ná saman. Fyrri mælingin bendir til þess að það sé svipað hlutfall sem skortir efnisleg gæði eftir hrun og á árunum 2004-7. Það má skýra með því að fólk breytir útgjaldahegðun þegar þrengir að og horfir í hverja krónu. Kolbeinn nefnir að hlutfall fólks sem neitar sér um nauð- synlega læknisþjónustu sé sterk vísbending um skort. Þessi kostnaður sé sá sem fólk sleppir þegar kreppir að. 25 20 15 10 5 12 9 6 3 0 10 8 6 4 2 0 Lágtekjumörk - árleg Lágtekjumörk 2008 Lágtekjumörk 2005 Skortur á efnislegum gæðum Mjög erfitt að láta enda ná saman Tannlæknir Læknir eða sérfræðingur 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 % % % 1 Eiga þau ný föt? 2 Eiga þau tvö pör af skóm sem passa? 3 Fá þau ferska ávexti og grænmeti einu sinni á dag? 4 Fá þau þrjár máltíðir á dag og inniheldur ein af þeim kjöt, fisk, kjúkling eða prótein af einhverju tagi? 5 Eru til bækur á heimilinu sem passa aldri barnanna? 6 Eiga þau hjól eða önnur útileik- föng? 7 Eiga þau leikföng sem henta þeim? 8 Taka þau þátt í tómstundastarfi af einhverju tagi? 9 Eru fjárráð til að halda upp á sér- stök tilefni eins og afmæli? 10 Geta þau boðið vinum heim í heimsókn? 11 Geta þau boðið vini í mat? 12 Geta þau tekið þátt í skólaferðum og viðburðum á vegum skólans? 13 Hefur barnið góða námsaðstöðu? SVARAR ÞÚ EINHVERJUM ÞESSARA SPURNINGA NEITANDI? Ef merkt er við fleiri en tvö atriði þá búa börnin þín við skort. STÓR RANNSÓKN Í VINNSLU Dr. Kolbeinn Stefánsson greinir frá því að í vinnslu sé viðamikil rannsókn á stöðu íslenskra barna. Þá skýrist væntanlega staða þeirra betur. Svipuð rannsókn var framkvæmd árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann. Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út. ASKÝRING | 10 TÖLFRÆÐI UM FÁTÆKT Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.