Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 62
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 50
Vertíð kvikmyndaverðlaunanna er gengin í garð
á ný með hverri glæsiathöfninni á eftir annarri í
Bandaríkjunum þar sem bestu myndir ársins eru
m.a. valdar.
Á þeim þremur hátíðum sem eru afstaðnar og eru
taldar gefa vísbendingar um Óskarsverðlaunin á
næsta ári, Gotham Awards, New York Film Critics
Circle og National Board of Review, vekur athygli
að aldrei var sama myndin valin sú besta. Sá heið-
ur féll í skaut Bird man, Boyhood og A Most Vio-
lent Year. Tvær hátíðirnar eru samt sammála um
að Julianne Moore hafi verið besta leikkonan fyrir
frammistöðu sína í Still Alice.
The New York Critics Circle
Venjulega fá myndirnar sem eru verðlaunaðar á
þessari hátíð einnig tilnefningar til Óskarsverð-
launanna, jafnvel þótt sigurvegararnir í flokknum
„besta myndin“ séu ekki alltaf þeir sömu. Í fyrra
var American Hustle valin besta myndin á hátíð-
inni, Steve McQueen besti leikstjórinn fyrir 12
Years a Slave, Bruno Delbonnel fyrir kvikmynda-
tökuna í Inside Llewyn Davis og Cate Blanchett
fyrir Blue Jasmine. Allar þessar myndir voru áber-
andi á Óskarshátíðinni.
Í ár var stóri sigurvegarinn Boyhood, sem hefur
einmitt verið orðuð við Óskarinn. Óvíst er samt
hvort þessi óvenjulega mynd, sem tók tólf ár í
vinnslu, hljóti verðlaunin eftirsóttu.
Sigurvegarar
Besta myndin: Boyhood
Besti leikstjórinn: Richard Linklater (Boyhood)
Besta handritið: The Grand Budapest Hotel
Besta leikkonan: Marion Cot illard (The Immigrant
og Two Days, One Night)
Besti leikarinn: Timothy Spall (Mr. Turner)
The National Board of Review
Eins og The New York Critics Circle gefa þessi verð-
laun vísbendingar um Óskarsverðlaunin. Á síðustu
fimm árum hafa bestu myndirnar á NBR verið Her,
Zero Dark Thirty, Hugo, The Social Network og Up in
the Air. Þær voru allar tilnefndar sem besta myndin
á Óskarnum. Í þetta sinn hlaut A Most Violent Year
verðlaunin en leikstjórinn, J.C. Chandor, er þekktast-
ur fyrir fjármálahrunsmyndina Margin Call.
Sigurvegarar
Besta myndin: A Most Violent Year
Besti leikstjórinn: Clint East wood (American Sniper)
Besti leikarinn (jafntefli): Oscar Isaac (A Most
Violent Year) og Michael Keaton (Birdman)
Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice)
The Gotham Awards
Gotham-verðlaunin lýsa sjálfum sér sem „skrítnum“
verðlaunum og sigurvegararnir eru oftast sjálf-
stæðar myndir. Samt gætu einhverjar af myndun-
um sem voru verðlaunaðar í ár tekið þátt í Óskars-
kapphlaupinu, þar á meðal Birdman í leikstjórn
Spánverjans Alejandro González Iñárritu sem á að
baki Babel, 21 Grams og Amores Perros.
Sigurvegarar
Besta myndin: Birdman
Besti leikarinn: Michael Keaton (Birdman)
Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice)
Óskarsvísbendingar
frá verðlaunahátíðum
Þrjár verðlaunahátíðir eru afstaðnar í Bandaríkjunum sem þykja gefa vísbend-
ingar um hvaða kvikmyndir og leikarar fái Óskarstilnefningar á næsta ári.
A MOST VIOLENT YEAR Jessica Chastain og Oscar Isaac leika
aðalhlutverkin í A Most Violent Year.
BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS
50 ára Marisa Tomei
leikkona
Þekktust fyrir: My Cousin Vinny
Begin Again
Rómantísk gamanmynd
Aðalhlutverk: Keira Knightley, Adam
Levine og Mark Ruffalo.
FRUMSÝNINGAR
7,5/10 83%
Tökur í janúar
Tökur á endurgerðinni The Secret in
Their Eyes hefjast í janúar í Los Angeles.
Með aðalhlutverk fara Chiwetel Ejiofor,
Julia Roberts og Nicole Kidman.
Leikstjóri verður Billy Ray sem er
þekktastur fyrir handritin að The Hunger
Games og Captain Phillips.
Ejiofor leikur lögfræðing sem snýr
aftur til Los Angeles eftir að
ný sönnunargögn í 13 ára
gömlu máli, þar sem barn
var myrt, koma upp. Um
er að ræða endurgerð á
argentínsku myndinni
El secreto de sus ojos
sem fékk Óskarsverð-
laun árið 2009.
Scorsese hjá HBO
Martin Scorsese mun leikstýra fyrsta
þættinum í nýrri sjónvarpsþáttaröð
frá HBO sem fjallar um rokksenuna á
áttunda áratugnum í New York þar sem
kynlíf og eiturlyf voru áberandi.
Scorsese verður einnig framleiðandi
þáttanna en með honum við gerð þeirra
eru Mick Jagger, söngvari The Rolling
Stones, og handritshöf-
undurinn Terence Winter.
Helstu leikarar verða
Bobby Cannavale, Ray
Romano og Olivia Wilde og
í aukahlutverkum verða
Juno Temple og
Andrew „Dice“
Clay.
Jared Leto, Will Smith, Tom Hardy,
Margot Robbie, Jai Courtney og
fyrirsætan Cara Delevingne leika
í nýrri mynd Warner Bros., Suicide
Squad.
Hún er byggð á myndasögu DC
og fjallar um hóp ofurhetjuillmenna
sem stjórnvöld veita tækifæri til
að bæta ráð sitt. Vandamálið er að
tækifærið mun líklega verða til þess
að þau munu öll deyja.
Orðrómur um leikarana í mynd-
inni hefur lengi verið í gangi en
frumsýning er fyrirhuguð 5. ágúst
2016. Leikstjóri verður David Ayer
sem hefur leikstýrt Fury og End
of Watch. „Við hlökkum til að sjá
þetta frábæra leikaralið undir leið-
sögn Davids Ayer, sýna hvað það
þýðir að vera illmenni og hvað það
þýðir að vera hetja,“ sagði Greg
Silverman, forseti Warner Bros.
Að sögn innanbúðarmanna er
Jesse Eisenberg í viðræðum um
að leika Lex Luthor í myndinni, að
því er Variety greindi frá. Hann
mun leika sama hlutverk í Batman
versus Superman: Dawn of Justice.
Suicide Squad verður fyrsta
mynd Jareds Leto síðan hann vann
Óskarinn fyrir hlutverk sitt í Dall-
as Buyers Club. Smith og Robbie
(úr The Wolf of Wall Street) sjást
næst í myndinni Focus, en Hardy
er aftur á móti þessa dagana að
leika í The Revenant á móti Leon-
ardo Di Caprio. Hún er væntanleg
í bíó eftir ár. Enska fyrirsætan
Delevingne sést næst á hvíta tjald-
inu í myndinni Pan sem fjallar um
ævintýri Péturs Pan.
Sjálfsmorðssveitin
er stjörnum prýdd
Jared Leto, Will Smith og Tom Hardy á meðal leikara.
➜ Leikarar og hlutverk:
Jared Leto– Jókerinn (1)
Will Smith – Deadshot (2)
Tom Hardy – Rick Flag (3)
Margot Robbie – Harley Quinn (4)
Jai Courtney – Boomerang
Cara Delevingne – Enchantress
1 2 3 4
Rómantík í Róm
Paradox Studios og AMBI Pictures
hafa lokið framleiðslu á rómantísku
gamanmyndinni All Roads Lead to Rome.
Leikstjóri er Ella Lemhagen og með aðal-
hlutverk fara Sarah Jessica Parker, Paz
Vega, Raoul Bova, Claudia Cardinale og
Rosie Day. Þau Lemhagen,
Cindy Myers og Josh
Appignanesi skrifuðu
handritið. Myndin fjallar
um Maggie (Parker)
og fyrrverandi ítalskan
elskhuga hennar (Bova)
sem fara í ferðalag um
Ítalíu í leit að upp-
reisnargjarnri dóttur
Maggie (Day).