Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 70
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 58 ÚRSLIT FORKEPPNI HM 2015 ÍSLAND - MAKEDÓNÍA 33-23 Ísland - Mörk (skot): Karen Knútsdóttir 14/6 (18/7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 4 (5), Þórey Rósa Stefánsdóttir 4 (7), Ramune Pekarskyte 3 (4), Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2 (3), Rut Jónsdóttir 2 (4), Brynja Magnúsdóttir 1 (1), Arna Sif Páls- dóttir 1 (1), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (2), Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2). Varin skot: Florentina Grecu-Stanciu 13 (31/1, 42%), Guðrún Ósk Maríasdóttir 3 (8/1, 38%), Hraðaupphlaup: 9 ( Ásta 4, Þórey 2, Ramune, Þórey Anna 2) STAÐAN Ísland 3 3 0 0 86-61 6 Ítalía 4 2 0 2 88-95 4 Makedónía 3 0 0 3 65-83 0 NÆSTI LEIKUR Makedónía - Ísland lau. kl. 16.45 DOMINO‘S-DEILD KVENNA KEFLAVÍK - SNÆFELL 71-76 Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 19/11 fráköst/8 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 11/5 fráköst. Snæfell: Kristen Denise McCarthy 32/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 20/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/5 fráköst/5 stolnir, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3. HAMAR - HAUKAR 41-70 Hamar: Sydnei Moss 14/12 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 9/8 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 6. Haukar: LeLe Hardy 17/23 fráköst/6 stoðsend- ingar/6 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12/8 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 11. GRINDAVÍK - KR 80-60 Grindavík: Rachel Tecca 24/9 fráköst/6 stoðsend- ingar, Petrúnella Skúladóttir 14/6 fráköst. KR: Simone Jaqueline Holmes 18/10 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 10/7 fráköst. BREIÐABLIK - VALUR 68-71 Breiðablik: Arielle Wideman 20/6 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 16/5 fráköst,. Valur: Joanna Harden 24/10 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Ragna Brynjarsdóttir 10. ENSKA ÚRVALSDEILDIN ARSENAL - SOUTHAMPTON 1-0 1-0 Alexis Sanchez (89.) CHELSEA - TOTTENHAM 3-0 1-0 Eden Hazard (19.), 2-0 Didier Drogba (22.), 3-0 Loic Remy (73.) EVERTON - HULL 1-1 1-0 Romelu Lukaku (34.), 1-1 Sone Aluko (59.) SUNDERLAND - MAN. CITY 1-4 1-0 Connor Wickham (19.), 1-1 Sergio Aguero (21.), 1-2 Stevan Jovetic (39.), 1-3 Pablo Zabaleta (55.), 1-4 Sergio Aguero (71.) STAÐAN Chelsea 14 11 3 0 33-11 36 Man. City 14 9 3 2 31-14 30 Southampton 14 8 2 4 24-10 26 Man. United 14 7 4 3 24-16 25 West Ham 14 7 3 4 23-17 24 Arsenal 14 6 5 3 22-15 23 Liverpool 14 6 2 6 19-19 20 Tottenham 14 6 2 6 18-21 20 Newcastle 14 5 5 4 15-17 20 Swansea City 13 5 4 4 17-14 19 Everton 14 4 6 4 24-22 18 Aston Villa 14 4 4 6 8-18 16 Stoke City 14 4 3 7 14-18 15 Sunderland 14 2 8 4 13-23 14 Crystal P. 14 3 4 7 18-23 13 WBA 14 3 4 7 14-20 13 Hull City 14 2 6 6 15-21 12 Burnley 14 2 6 6 10-22 12 QPR 13 3 2 8 14-25 11 Leicester 14 2 4 8 14-24 10 Aðalfundur Golfklúbbsins Kjalar (GKJ) verður haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar, fimmtudaginn 11. desember 2014 kl. 20:00 Dagskrá: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á vegum félagsins Endurskoðaðir og áritaðir reikningar lagðir fram til samþykktar Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga Lagabreytingar Kosning stjórnar og endurskoðenda Ákvörðun félagsgjalda Kosning aganefndar Önnur mál Félagar eru hvattir til að mæta ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Íþróttasam- band fatlaðra hélt upp á alþjóðleg- an dag fatlaðra á besta mögulegan hátt í gær þegar sambandið verð- launaði besta íþróttafólks ársins úr sínum röðum í árlegu kaffiboði sínu á Radisson SAS á Hótel Sögu. Jón Margeir Sverrisson og Thelma Björg Björnsdóttir voru valin íþróttafólk ársins og þá fékk Knattspyrnusamband Íslands hvataverðlaun ÍF. Jón Margeir með nýtt met Jón Margeir Sverrisson setti nýtt met í gær en hann varð þá fyrsti karlmaðurinn sem er kosinn fjór- um sinnum Íþróttamaður ársins hjá fötluðum. Jón Margeir bætti met Hauks Gunnarssonar og Jóns Odds Halldórssonar sem höfðu fengið þessi verðlaun þrisvar. Jón Margeir var kosinn íþrótta- maður ársins þrjú ár í röð frá 2010 til 2012 en missti bikarinn til Helga Sveinssonar í fyrra. „Nú er bikarinn kominn aftur til mín og ég fæ hann líka vonandi aftur á næsta ári og líka eftir Ríó. Við sjáum bara til hvernig gengur en það er nóg fram undan,“ sagði Jón Margeir en hann er með nógan metnað. Jón Margeir á reyndar talsvert í að bæta met Kristínar Rósar Halldórsdóttur sem fékk þessi verðlaun tólf sinnum. Jón Margeir endaði árið með því að setja tvö heimsmet og þrjú Evrópumet sömu helgi og hann hélt upp á 22 ára afmælið sitt. Alls urðu Evrópumetin fjögur á árinu. „Ég náði að halda vel upp á afmælið mitt úti í Manchester,“ sagði Jón Margeir brosandi en hann varð Evrópumeistari í ágúst. „Ég náði stóru afreki og mínu besta afreki á árinu á Evrópu- meistaramótinu. Það var flott- ur árangur þar en vonandi verða bara HM og Ólympíuleikarnir enn þá flottari,“ sagði Jón Margeir. Ekki hræddur við pressu „Það er alltaf pressa en ég er ánægður að hafa flotta samkeppni og það er líka gott að hafa góða styrktaraðila á bak við mig. Ég er ekki hræddur við neina pressu. Maður þarf bara að harka af sér og keyra á þetta í hverju einasta móti,“ sagði Jón Margeir. Jón Margeir fékk mikla sam- keppni frá Helga Sveinssyni, frá- farandi Íþróttamanni ársins hjá fötluðum, en þeir urðu báðir Evr- ópumeistarar á árinu. „Við Helgi erum góðir félagar og við eigum í flottri samkeppni um að ná í þennan bikar. Við hvetjum allt- af hvor annan áfram,“ segir Jón Margeir. „Við sjáum til hvort við náum verðlaunum á HM á næsta ári eða á Ólympíuleikunum 2016 en ég stefni í það minnsta á gull á báðum mótum,“ segir Jón Mar- geir. En hefur hann pláss fyrir öll þessi verðlaun? „Það er svo lítið pláss heima hjá mér þannig að við þurfum að færa eitthvað til að koma bikarn- um fyrir. Ég geymi öll verðlaunin í herbergi og það er alveg orðið fullt. Ég þarf ekkert að hugsa um neitt jólaskraut því medalíurnar eru mitt jólaskraut,“ sagði Jón Margeir Sverrisson léttur. Ætlar sér að vinna þrjú ár í röð „Ég er rosalega ánægð með þetta,“ sagði Thelma Björg Björnsdóttir skælbrosandi en hún var annað árið í röð kosin íþrótta- kona ársins hjá fötluðum. Thelma Björg setti alls 43 Íslandsmet á þessu ári, fimm fleiri en í fyrra. „Þetta var ólíkt ár því í fyrra og aðalástæðan var Evrópumeistara- mótið,“ sagði Thelma Björg en hún vann sín fyrstu verðlaun á EM í Eindhoven þegar hún tryggði sér brons. Ég geymi verðlaunapening- inn minn í herberginu mínu svo að ég sjái hann alltaf,“ sagði Thelma. Hún segist aldrei fá leið á sundinu þótt það fari mikill tími í æfing- arnar. En ætlar hún að vinna þessi verðlaun þrjú ár í röð? „Já,“ svarar Thelma Björg um leið. Það er enginn vafi í hennar huga. Hún keppir á heimsmeist- aramótinu á næsta ári og þá er hún farin að hugsa um Ólympíu- mótið í Ríó. „Kannski kemst ég á pall á HM,“ sagði Thelma. Með mikið keppnisskap „Ég er mjög stolt af henni. Þetta er rosalegur árangur enda er hún rosalega kappsöm og samvisku- söm. Það er mikið keppnisskap í henni,“ sagði landsliðsþjálfarinn Kristín Guðmundsdóttir, en hún var einnig fyrsti þjálfari Thelmu Bjargar. Thelma Björg var róleg í yfir- lýsingunum þegar hún var komin með bikarinn í hendurnar en bros- ið var innilegt. „Hún er hógvær dama,“ sagði Kristín en hvernig fer Thelma að því að setja 81 Íslandsmet á tveim- ur árum. „Það er mikil þjálfun og mikið keppnisskap sem er að skila henni þessu. Hún er líka með rosalega gott utanumhald og gott stuðningsnet í foreldrum, þjálf- urum og öllum í kringum sig. Það helst allt í hendur,“ sagði Kristín og hún á góðar minningar frá því þegar Thelma kom fyrst til henn- ar. Lofaði að fara með henni til Ríó „Við ætlum saman til Ríó. Ég er íþróttakennari og sundkennari og byrjaði að kenna henni í fyrsta bekk. Ég kom henni af stað í sund- inu og hef síðan verið að fara með henni út sem landsliðsþjálfari. Ég sá þetta rosalega góða keppnis- skap strax í fyrsta bekk og ég lof- aði henni því þegar hún var að stíga sín fyrstu skref að ég ætlaði með henni til Ríó,“ sagði Kristín en síðan eru liðin sjö ár og nú er stelpan á góðri leið inn á leikana eftir tæp tvö ár. „Það er mjög gaman að sjá að hún sé komin svona langt og hjálp- ar mér líka rosalega mikið í að halda áfram,“ segir Kristín sem hefur sjálf unnið frábært starf með fötluðum. ooj@frettabladid.is Þarf ekkert jólaskraut í ár Sundfólkið Jón Margeir Sverrisson og Thelma Björg Björnsdóttir voru í gær valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum en bæði áttu þau frábært ár og voru ekki að vinna þessi verðlaun í fyrsta sinn. ÞEKKJA ÞESSA ÁGÆTLEGA Jón Margeir Sverrisson og Thelma Björg Björnsdóttir hafa bæði handleikið þessa bikara áður en þau valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPORT HANDBOLTI Ísland vann öruggan 33-23 sigur á Makedóníu í þriðja leik sínum í forkeppni Evrópumeistaramóts kvenna. Ísland var 17-12 yfir í hálfleik. Ísland hefur þar með tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem leik- ið verður í Danmörku í desember að ári. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Íslands í leiknum miklir þótt Ísland hafi ekki náð að hrista makedónska liðið af sér fyrr en í upphafi seinni hálfleiks. „Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn af krafti. Við vorum sáttar með fyrir hálfleikinn en ekki alveg nógu sáttar og ákváðum að bæta það upp á upphafsmínút- um seinni hálfleiks sem við náðum að gera,“ sagði Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi og fyrirliði Íslands, sem fór á kostum í leiknum og skoraði 14 mörk. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur. Í síðasta leik náðum við ekki að nýta vörn- ina með hraðaupphlaupum en við náðum því í dag og allir skiluðu sínu. Við ætluðum að klára þetta á heimavelli. Það er erfitt að fara til Makedóníu. Þú veist aldrei á hverju þú átt von á þar. Við komum mjög vel stemmdar og við höfum verið mjög einbeittar á allt þetta verkefni. Þetta var framhald af því,“ bætti Karen við. „Við erum í forkeppni núna og eigum að vera betri en þessi lið. Við eigum heima í undankeppninni og erum búnar að sýna það. Nú er bara að bíða og sjá hvaða þjóð við fáum næst,“ sagði Karen en það kemur í ljós eftir Evrópumeist- aramótið sem hefst síðar í mán- uðinum. - gmi Flugeldasýning Karenar í Höllinni Karen Knútsdóttir fór á kostum er Ísland tryggði sér sæti í HM-umspilinu. FRÁBÆR Karen skorar ekki undir tíu mörkum í leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.