Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 60
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48
FIMMTUDAGUR
Jólaandi mun ríkja í Bókasafni Sel-
tjarnarness síðdegis í dag þegar
strengjasveit Helgu Þórarinsdótt-
ur kemur þar fram klukkan 17.30.
Sveitin er skipuð nemendum og
kennurum úr Tónlistarskóla Sel-
tjarnarness.
Helga lenti í alvarlegu slysi fyrir
tveimur árum, hlaut mænuskaða
og lamaðist. Áður hafði hún verið
leiðandi víóluleikari Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands í þrjátíu ár og
auk þess kenndi hún við Tónlistar-
skóla Seltjarnarness. Nú helgar
hún sig kennslunni.
„Ég á vinkonu sem sagði við mig:
„Þú bara verður að fara að vinna.“
Ég hélt kannski að það vildi enginn
fá mig en svo náttúrlega var þetta
kannski mín besta lækning. Það
er dásamlegt að fá að umgangast
ungt fólk. Líka gaman og gefandi
að vera í tónlistinni þótt ég geti
ekki spilað.“
Strengjasveitin ætlar að spila
verk eftir Bach, Haydn og Corelli
ásamt nokkrum jólalögum.
Tónleikarnir eru fastur liður
í dagskrá bókasafnsins og hluti
af samstarfsverkefni safnsins
og Tónlistarskóla Seltjarnarness
undir heitinu Tónstafir. Aðgangur
er ókeypis.
„Bækurnar eru bara færðar til
og sófar og stólar settir í staðinn,
mjög kósí,“ segir Helga. - gun
Dásamlegt að fá að
umgangast ungt fólk
Strengjasveit Helgu Þórarinsdóttur leikur jólatónlist
á Bókasafni Seltjarnarness síðdegis í dag.
STRENGJASVEITIN „Við ætlum að spila jólakonsertinn eftir Corelli, Haydn- og
hugguleg jólalög,“ segir Helga.
Ég hélt kannski
að það vildi enginn fá
mig en svo náttúrlega
var þetta kannski mín
besta lækning.
„Þetta er tíunda árið sem ég
stjórna tónleikum á dánarstund
Mozarts. Það er mikið búið að æfa
og allt orðið slípað,“ segir Garð-
ar Cortes, stjórnandi Óperukórs
Reykjavíkur. Fjórir einsöngvar-
ar koma fram með kórnum í nótt
í Langholtskirkju, Nanna María
Cortes, Hanna Dóra Sturludóttir,
Garðar Thor Cortes og Kristinn
Sigmundsson.
Eins og fyrri ár er það Sálu-
messa Mozarts sem verður flutt á
þessum hátíðlegu næturtónleikum.
„Nú eru 223 ár frá því Mozart
kvaddi þennan heim. Við minn-
umst hans og þökkum honum og
svo minnumst við líka íslensks tón-
listarfólks sem hefur fallið frá á
árinu, ekki bara atvinnufólks held-
ur líka annarra sem hafa lagt líf
sitt í tónlistina og gert okkur rík-
ari með söng og hljóðfæraleik,“
segir Garðar.
Langholtskirkja verður opnuð
klukkan hálf tólf í kvöld og tón-
leikarnir hefjast klukkan hálf eitt.
- gun
Minnast Mozarts á
miðnæturtónleikum
Óperukórinn í Reykjavík efnir til minningartónleika
upp úr miðnætti í kvöld í Langholtskirkju.
HVAÐ?
HVENÆR? HVAR?
4. DESEMBER 2014
Tónleikar
19.30 Aðventutónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í Hörpunni í kvöld þar
sem hljómsveitarverk og konsertar eftir
Johann Sebastian Bach eiga fastan
sess. Brandenborgarkonsertarnir teljast
til höfuðverka barokktímans og hafa
í gegnum tíðina verið aufúsugestir á
tónleikadagskrám, bæði hjá hlustendum
og flytjendum. Það á jafnt við um tví-
konsertinn sem er í ítölskum stíl en hann
er meðal þekktustu og dáðustu verka
tónskáldsins. Einleikshlutverkin verða í
höndum konsertmeistara Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, Sigrúnar Eðvaldsdóttur og
Nicola Lolli.
20.00 Hacker Farm, KRAKKKBOT og
Trouble troða upp í Mengi í kvöld.
2.000 krónur inn.
20.00 Við klingjum inn aðventuna með
jólatónleikum Vocal Project, Poppkórs
Íslands í Hörpu sem ásamt sérstökum
heiðursgesti, hinum eina sanna Páli
Óskari, er hin fullkomna uppskrift að ein-
stöku jólastuði og stemningu með dassi
af kósýheitum. 4.500 krónur inn.
20.00 Kvennakór Hafnarfjarðar heldur
jólatónleika í kvöld í Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði. Gestir tónleikanna er
Karlakórinn Þrestir. Stjórnendur eru Erna
Guðmundsdóttir og Jón Kristinn Cortez.
Hljóðfæraleikarar eru Antonía Hevesi,
Jónas Þórir og Kristrún H. Björnsdóttir.
Miðaverð er 2.500 kr.
20.00 Morning Bear er sviðsnafn tón-
listarmansins Johns Runnels, sem kemur
frá Denver, Colorado. Hann treður upp á
Hlemmur Square í kvöld. Frítt inn.
20.00 Í tilefni af útkomu geislaplötunnar
525 efnir Gunnar Gunnarsson píanóleik-
ari og organisti til tónleika í Fríkirkunni í
kvöld. Þar kemur hann fram með djasstríó
sitt, sem auk hans er skipað þeim Ásgeiri
Ásgeirssyni á gítar og Þorgrími Jónssyni
á kontrabassa. Þeir félagar munu leika
útsetningar Gunnars á íslenskri sálma-
tónlist, þá sömu og er að finna á plötunni
nýju, en ekki er ólíklegt að eldra efni fái
að hljóma líka, því nýverið komu einnig
fyrstu tvær plötur Gunnars, Skálm og Stef
út í nýrri og breyttri útgáfu.
21.00 Hinir árlegu jólatónleikar
Borgardætra á Rósenberg. Á efnisskrá
eru jólalög úr ýmsum áttum, gamanmál
og almenn skemmtilegheit. Verð 5.300
krónur. Athugið að Rósenberg tekur við
borðapöntunum í síma 551-2442.
21.00 Adam Evalds treður upp ásamt
Quest á Rúbín í kvöld.
21.00 Rafmagnaðir tónleikar á Húrra.
Fram koma Einar Indra, Mosi Musik og
Tanya & Marlon. 1000 krónur inn.
22.00 Tónlistarmaðurinn Gímaldin heldur
tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da í kvöld.
23.50 Óperukórinn í Reykjavík ásamt sin-
fóníuhljómsveit halda tónleikana Mozart
á miðnætti í Langholtskirkju. Einsöngvarar
eru Nanna María Cortes, Hanna Dóra
Sturludóttir, Garðar Thór Cortes og Kristinn
Sigmundsson. Stjórnandi er Garðar Cortes.
Tónlist
20.30 Myndbandið við lagið Sirens með
Young Karin verður frumsýnt á Kexi Host-
eli í kvöld. Magnús Leifs leikstýrði mynd-
bandinu. Bjór í boði og svo verða Emmsjé
Gauti og Unnsteinn með DJ sett.
21.00 DJ SpeEgill spilar á Frederiksen Ale
House í kvöld.
21.00 DJ Davíð Roach þeytir skífum á
Húrra.
21.00 Trúbadorarnir Alexander & Guð-
mann spila á English Pub í kvöld.
21.00 DJ Styrmir Dansson spilar á Bar
Ananas í kvöld.
21.00 DJ King Agzilla spilar á Prikinu í
kvöld.
21.00 DJ Gísli Galdur þeytir skífum á
Kaffibarnum.
21.00 Laundry Acoustic Band frá Austur-
ríki treður upp á Dillon í kvöld.
Bækur
17.00 Hinn árlegi jólafundur Kvenrétt-
indafélags Íslands og Kvennasögusafns
Íslands verður haldinn í Þjóðarbókhlöð-
unni í dag. Steinar Bragi mætir og les upp
úr skáldsögu sinni Kötu, Kristín Steins-
dóttir les upp úr skáldsögunni Vonarland-
ið og Björk Þorgrímsdóttir og Valgerður
Þóroddsdóttir lesa upp úr Konur á ystu
nöf og fleiri meðgönguljóðum.
17.00 Velkomin á tilnefningahátíð
Fjöruverðlauna, bókmenntaverðlauna
kvenna í dag. Hátíðin verður haldin í
Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. Dóm-
nefndir tilnefna bækur í þremur flokkum:
fagurbókmenntir, barna- og unglingabók-
menntir, fræðibækur og rit almenns eðlis.
Fjöruverðlaunin hafa verið veitt árlega frá
árinu 2007. Tilgangur Fjöruverðlaunanna
er að stuðla að aukinni kynningu á
ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöf-
undastétt til dáða.
20.00 Næsta Höfundakvöld í Gunnarhúsi
er í kvöld. Þá mæta þau Oddný Eir
Ævarsdóttir og Steinar Bragi, lesa upp
og svara spurningum Höllu Oddnýjar
Magnúsdóttur um nýútkomnar bækur
sínar. Allir velkomnir á meðan stólar leyfa,
aðgangur 500 kr.
Fyrirlestrar
16.30 Í dag verða tveir fyrirlestrar í stofu
101 í Odda í fyrirlestraröð Miðaldastofu
Háskóla Íslands um Landnám Íslands.
Er eitthvað að marka staðháttalýsingar í
fornsögum? Getur Landnáma líka verið
heimild um landnámið?
17.00 Streitustúdíó er nýjung á Íslandi.
Þetta er samstarfsverkefni Streituskólans
og Hörpu með það að markmiði að gera
nýjustu þekkingu á streitu og áhrifum
hennar á líf okkar og heilsu aðgengilega.
Þátttakendur hlusta á fyrirlestur um
streitu og fá tækifæri til að hitta sér-
fræðinga Streituskólans sem sjá um
fræðsluna. 3.500 krónur inn.
Upplýsingar um viðburði sendist
á hvar@frettabladid.is
Á ÆFINGU Nanna María, Hanna Dóra, Garðar Thor og Kristinn fara yfir sína þætti
Sálumessunnar undir næmu eyra stjórnandans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Og svo minnumst
við líka íslensks tón-
listarfólks sem hefur
fallið frá á árinu.
Garðar Cortes