Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 26
4. desember 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Friðar gamla hreiðrið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsæt- isráðherra og gamallahúsa áhugamaður, ákvað flestum að óvörum að friða salinn í Nasa, sem margir kenna frekar við Sigtún eða jafnvel Sjálfstæðisflokkinn. Í áraraðir var húsið nefnt Sjálfstæðis- húsið, flokknum til heiðurs, og þar voru margar merkar samkundur í sögu Sjálfstæðisflokksins. Víst er að margir eldri flokksmenn Sjálfstæðisflokksins fagna frumkvæði forsætisráðherrans, sem hefur með valdi sínu friðað þetta gamla hreiður Sjálfstæðisflokksins. Taugin milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur örugglega styrkst við ákvörðun ráðherrans, þar sem ákvörðunin gerir flokksfólki mögulegt að upplifa söguna, sem er ekki minnsti vafi á að því þyki hin allra merkilegasta. Sjálfsgagnrýni Davíðs Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir í nýrri bloggfærslu: „Hvenær fer Davíð Oddsson að líta í eigin barm og greina frá sínum pólitísku axarsköftum, sem ekki eru fá, og skrifa um þau í Mogga?“ Hér skal fullyrt að það verður seint. En hvert er tilefni skrifa lögmannsins? Jú, Davíð hafði skrifað að finnska ríkis- kerfið tæki til sín um 60 prósent vergrar landsframleiðslu. Sem er mikið. „ … hver varð breytingin á þessum hagfræði- mælikvarða í stjórnartíð Davíðs Oddssonar sem forsætis- ráðherra? En eins og alþjóð ætti að vera kunnugt var það Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs Oddssonar sem leiddi Ísland inn á lendur hins Evrópska efnahags- svæðis.“ Steingrímur í tukthús? Stjórnarandstæðingar hafa hnyklað vöðvana og sýnt er að þeir munu berjast gegn náttúrupassa Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Þegar ráðherra svaraði hvað gert yrði við það fólk sem þverskallast við og skoðar landið án greiðslu upplýsti hún að fólkið yrði sektað. Steingrímur J. Sigfússon, sá kunni náttúruunnandi, hefur upplýst að náttúrupassa kaupi hann aldrei og sitji í fangelsi frekar, gangi mál svo langt. Andstaðan við passann eykst greinilega hægt og bítandi og í dag virðist ótrúlegt að ríkisstjórninni takist að koma nátt- úrupassanum á, svo öflug er andstaðan. sme@frettabladid.is T rúlega hefur fólk sem býr utan mesta þéttbýlisins sjaldan verið eins herskátt og nú, í baráttu við ímyndaða óvini. Lengst hafa þingmenn Framsóknarflokksins gengið, en þeir telja fullvíst að Alþingi samþykki vilja þeirra um að ríkið fari framvegis með skipulag á flugvallarsvæðinu í Reykjavík. Framsóknarmennirnir treysta ekki núráðandi borgar- yfirvöldum. Þeir hrifsa til sín skipulagsvaldið af Reykjavík, ímynd- uðum óvini sínum. Flugvallarmálið er tærasta birtingarmyndin í opinberum átökum um svo margt. Þétt- býlingum þykir oft að þeim séu gerðar upp skoðanir, skoðanir sem eiga sér enga stoð í raun- veruleikanum. Gengið er að því sem gefnu, að ef þéttbýlingar finna til dæmis að ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar atvinnuvegaráðherra um flutning Fiskistofu séu þeir þar með svarnir andstæðingar byggðar utan þéttustu byggðarinnar. Sennilegast er einn besti málsvari dreifbýlinga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún skrifaði nýverið: „Ég er mjög hugsi yfir þeirri þróun sem er víða á landsbyggðinni þar sem atvinnuuppbygging er í gangi. Mörg af nýju fyrirtækjunum eru ekki með stjórnunarteymi á staðnum. Þeir búa í Reykjavík eða í útlöndum og ætla ekki að taka þátt í samfélagsuppbyggingunni. Verkafólkið er héðan eða frá starfsmannaleigum erlendis. Þannig að lítið verður eftir af arðinum af fyrirtækjunum í litlu samfélög- unum. Hvernig má breyta þessari þróun?“ Hér er sett fram alvöru- mál á skýran og öfgalausan hátt. Annað dæmi er grein sem Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunar- fræðingur skrifaði. Hún sagði meðal annars: „Í fjárlögunum sem voru samþykkt fyrir þetta ár var ákveðið að „forgangsraða fjár- munum í rekstur Landspítalans“, það var gert með því að strika líka heilsugæsluna úti á landi af fjárlögum.“ Þetta er sjónarmið. Meðal þeirra sem skrifuðu viðbrögð við greininni var Reinhard Reynisson, fyrrverandi bæjarstjóri Norðurþings: „Samsett afleið- ing „sérfræðingaveldisins“ innan heilbrigðiskerfisins og þeirrar sjálfhygli sem hinn mikli meirihluti á sv-horninu gerist ítrekað sekur um þegar hagsmunir annarra landsmanna eru annars vegar.“ Þetta er tónninn sem margir kjósa að hafa í umræðunni. „ … og þeirrar sjálfhygli sem hinn mikli meirihluti á sv-horninu gerist ítrekað sekur um þegar hagsmunir annarra landsmanna eru annars vegar.“ Er ekki skotið duglega yfir markið? Heldur fólk, sem þannig skrifar, að þéttbýlingarnir í höfuðborginni og nær- sveitum hugsi svona? Fólki sem svona talar, og jafnvel hugsar, væri nær að líta til Vesturbyggðar og hlusta eftir málefnalegum rökum og framsetn- ingu bæjarstjórans þar. Mikil uppbygging er á suðurhluta Vest- fjarða. Meðal annars vegna þeirrar jákvæðni og þeirrar rökfestu sem þaðan kemur. Trúlegast er ekki einn einasti íbúi hér í þétt- ustu byggð landsins, sem hefur nokkuð á móti uppbyggingu vega á sunnanverðum Vestfjörðum. Þvert á móti. Fólk fylgist glatt með uppganginum þar og reglulega hafa, til að mynda á Stöð 2, verið fluttar fínustu fréttir þaðan. Þau sem stríða við vindmyllurnar verða að átta sig á að það er enginn andstæðingur í stríðinu. Þess vegna er ekkert stríð. Misárangursríkur málflutningur skilar sér misvel: Býr versta fólkið í mesta þéttbýlinu? Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar til að freista þess að draga úr verstu ágöllum frumvarpsins. Ríkisstjórnin sýnir í hverju málinu á fætur öðru þann ásetning sinn að vinna í þágu hinna fáu. Ríkisstjórn ríka fólksins hefur reynst fullkomið réttnefni. Það er mikilvægt að þjóðin sjái að önnur stjórn- arstefna er möguleg og að samstaða er um hana í stjórnarandstöðunni. Við leggjum til að fallið verði frá stór- auknum álögum á almenning vegna heil- brigðisþjónustu. Ef allt er talið stefnir í að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heil- brigðisþjónustu – komugjöld í heilsu- gæslunni, greiðsluþátttaka hjá sérfræði- læknum, í lyfjum, hjálpartækjum og þjálfun – hækki um nærri 2 milljarða frá því sem var í tíð síðustu ríkisstjórn- ar. Það er ótrúlegt að heyra stjórnar- flokkana stæra sig af skattalækkunum á sama tíma og nýr 2 milljarða skattur er með þessum hætti felldur á heimilin í landinu. Við leggjum líka til að framhaldsskól- inn verði áfram opinn fyrir nemendum óháð aldri. Ríkisstjórnin vill loka þess- ari leið fyrir fólki yfir 25 ára aldri og vísa því á margfalt dýrari einkareknar leiðir. Fólk yfir 25 ára aldri er borgarar eins og aðrir og á sama rétt til að afla sér menntunar og fá að nýta tækifæri, óháð efnahag. Allt ber að sama brunni í stefnumörk- un ríkisstjórnarinnar: Lögð eru gjöld á allt sem á að vera hluti opinberrar þjón- ustu. Nýir skattar heita öðrum nöfnum: Hærri kostnaðarhlutdeild sjúklinga, hærri gjöld fyrir aðgang að framhalds- skólamenntun og ný gjöld fyrir að fá að ganga um náttúru Íslands. Við þessari stefnumörkun þarf að bregðast með því að sýna alvöruvalkost. Við setjum heilbrigðismál og menntamál í forgang og sækjum kjarabætur fyrir lífeyrisþega með auknum framlögum til almannatrygginga. Við viljum verja umsamin réttindi á vinnumarkaði, eins og rétt til atvinnuleysisbóta og bæta úr brýnni þörf fyrir fjárfestingu í inn- viðum. Þetta er betri stefna og um hana er hægt að byggja víðtæka sátt meðal þjóðarinnar. Betri stjórnarstefna er möguleg FJÁRMÁL Árni Páll Árnason formaður Samfylk- ingarinnar ➜ Við setjum heilbrigðismál og menntamál í forgang og sækjum kjarabætur fyrir lífeyrisþega með auknum framlögum til almanna- trygginga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.