Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 18
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18
MÓTTÖKUATHÖFN Í MALASÍU Herhljómsveit í Malasíu tekur þátt í viðhafnarmóttöku þegar forsætisráð-
herra Bangladess kom í heimsókn til forsætisráðherra Malasíu í gær.
VOPNIN EYÐILÖGÐ Í KÓSÓVÓ Verkamenn í Kósóvó hella bræddum málmi í mót fyrir ræsislok, en málm-
urinn var bræddur úr meira en tvö þúsund skammbyssum og rifflum.
SJÁLFSVÍGSÁRÁS Í SÓMALÍU Bifreið brennur við hlið flugvallarins í Mogadisjú í Sómalíu, þar sem sjálfs-
vígsárásarmaður varð að minnsta kosti þremur öðrum að bana í gær.
FLÓTTAMANNABÚÐIR Í LÍBANON Börn frá Sýrlandi sitja við tjald í flóttamannabúðum í bænum Al Faúr,
skammt frá landamærum Sýrlands.
MÓTMÆLI Í HONG KONG Tjöld mótmælenda þekja enn götur í aðalverslunarhverfi Hong Kong, en leið-
togar mótmælanna tilkynntu uppgjöf sína á þriðjudag.
MÓTMÆLI Í MEXÍKÓBORG Grímuklæddur mótmælandi biður aðra mótmælendur um að ráðast ekki
á kaffihús, þar sem viðskiptavinir hafa þjappað sér saman baka til. Mótmælin í Mexíkóborg á mánudag,
vegna námsmannanna 43 sem rænt var í haust, gengu að mestu friðsamlega fyrir sig, en hópur fólks gekk
um og braut rúður og kveikti í fyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BJÖRGUNARÆFING HERSINS Á INDLANDI Indverski sjóherinn efndi til björgunaræfingar úti fyrir borg-
inni Múmbaí á þriðjudag, tveimur dögum fyrir miklar hersýningar sem haldnar verða í dag til að minnast
stríðsins við Pakistan árið 1971. NORDICPHOTOS/AFP
ÁSTAND
HEIMSINS
1
1
4
4
2
2
5
5
3
3
66
7
6 7