Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 38
FÓLK|TÍSKA
Galliano stimplaði sig inn í tískuheim-inn á ný með fallegri ræðu á bresku tískuverðlaunahátíðinni á mánudag-
inn. Hönnuðurinn var í raun ólíkur sjálfum
sér, skegglaus og í látlausum smóking.
Hann þakkaði sönnum vinum sínum
stuðninginn í gegnum erfitt tímabil í sínu
lífi, þá sérstaklega Önnu Wintour, ritstjóra
bandaríska Vogue, en henni afhenti hann
einmitt verðlaun fyrir framúrskarandi
afrek í heimi tískunnar.
Galliano er fæddur á Gíbraltar en hóf
feril sinn í London og lítur á sig sem Breta.
Hann starfaði í fjöldamörg ár sem listrænn
stjórnandi Givenchy og síðar Dior í París
þar til hann var rekinn þaðan með skömm
árið 2011. Það sem varð Galliano að falli
voru fordómafull ummæli um gyðinga og
Asíubúa en fyrir þau var Galliano dæmdur
til að greiða sex þúsund evrur í sekt.
Galliano hefur síðan farið í áfengis- og
fíkniefnameðferð og þykir nú sem nýr
maður. Hann hefur snúið aftur í sviðs-
ljósið, fengið uppreisn æru og starfar sem
listrænn stjórnandi tískuhússins Margiela.
NÝR GALLIANO
FERILLINN AFTUR Á FLUG Það var settlegur John
Galliano sem afhenti Önnu Wintour verðlaun á bresku
tískuverðlaunahátíðinni í vikunni. Tískuhönnuðurinn
hefur nú snúið aftur í sviðsljósið eftir að hann féll í
ónáð árið 2011 fyrir fordómafull ummæli.
HÁLFKLÆDDUR Galliano
er sjaldnast hræddur við
að sjokkera fólk. Svona
klæddur fór hann á svið
eftir tískusýningu í París í
október 2007.
SETTLEGUR Galliano var skegglaus og í
klassískum klæðum þegar hann afhenti
verðlaun á bresku tískuverðlaunahá-
tíðinni á mánudaginn. Hér er hann
með fyrirsætunni Naomi Campbell.
SJÓLIÐI Kátur
sjóari á vor- og
sumarsýningu
Dior í París 2011.
VINIR Í jakka í bresku
fánalitunum og bláum sarí
með vinkonu sinni, Önnu
Wintour, árið 1993. Win-
tour átti stóran þátt í því
að endurreisa feril Galliano
eftir að hann féll í ónáð.
GYÐINGLEGUR Galliano
með höfuðfat sem líkist
því sem rétttrúaðir gyð-
ingar bera. Á tískusýn-
ingu í París í mars 2004.
SÍGAUNI Á
sýningu í París í
janúar 2011 þar
sem sígaunar
voru hönnuðin-
um hugleiknir.
FYRIRMENNI
Galliano á há-
tískusýningu
Dior í París í
janúar 2010.
LIÐSFORINGI Á sýningu
Dior í janúar 2007 var
Galliano undir áhrifum frá
óperunni Madame Butterfly.
Sjálfur kom hann fram sem
Pinkerton liðsforingi.
Stærðir 38-52
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
my style
Smart föt, fyrir smart konur
4
Kláraðu öll jólainnkaupin á sama stað
Hvar?
Veislusal Spretts, Garðabæ
Hvenær?
Sunnudaginn 14. des
á milli klukkan 13.00 og 18.00
Á staðnum verður fjöldinn allur af söluaðilum með vörur
á gjafaverði bara fyrir þig !
Gjafavara, bökunarvörur, jólaskraut, handverk, tískufatnaður,
barnavörur, glervörur, skartgripir, kökubasar, jólatréssala, jólatónlist,
listakonur og menn og spákona.
Blóðrásin flytur súrefni og næringarefni til frumna líkamans
Betra blóðflæði
betri heilsa
Nitric Oxide er uppistaðan í rislyfjum Fæst í Apótekum og heilsubúðum
Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide.
SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betra blóð-
flæði, allt að 30% æðaútvíkk un, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur
blóðsykur, 20% meira þrek orka og úthald. Nitric Oxide hefur áhrif
á og bætir: Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi,
þvagblöðru, lifur, nýru, ofnæmiskerfi, astma, lungnaþembu.
Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna.
N
á
n
a
ri
u
p
p
lý
si
n
g
a
r
w
w
w
.S
UP
ER
BE
ET
S.
is
U
m
bo
ð:
v
it
ex
e
hf
Jólagjöfin í ár
Rauðrófukristall