Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 40
FÓLK|TÍSKA Kate Middleton, hertoga-ynja af Cambridge, er geislandi í rauðum, stíl- hreinum, hnésíðum kjól. Kate sem er 32 ára og komin fimm mánuði á leið með annað barn sitt, þótti líta einstaklega vel út þegar hún heimsótti barnaspít- ala í Norwich í lok nóvember. Kate er leiðandi í nýjustu tísku. Öll föt sem hún klæðist seljast eins og heitar lummur. Hún er því fyrirmynd annarra kvenna í klæðaburði. Hár- greiðsla Kate vakti líka athygli. Hárið túberað í hnakkann og bundið í hátt tagl. Rauðir kjólar hafa reyndar ákveðið að- dráttarafl. Þeir þykja klæðilegir og kyn- þokkafullir. Chris De Burgh söng vinsælt lag um konu í rauðu árið 1986 og gerðar hafa verið bíómyndir um konur sem klæðast rauðu, til dæmis The Woman in Red árið 1984. Margar konur sýna sig í rauðu þegar jólin nálgast. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar hafa verið á síðustu dögum eru konur glæsi- legar í rauðu. Kjólarnir eru mismunandi en allir fallegir. Þess ber þó að geta að samkvæmt rannsókn sem gerð var af sálfræðingnum Adam Pazda og háskólanum í Rochester í Bandaríkjunum í sumar líta margar kon- ur með vanþóknun á aðrar konur sem klæðast rauðu. Þær telja konurnar vera líklegar til að stela kærasta þeirra. Þannig getur rauði liturinn virkað ögrandi. Konurnar sem tóku þátt í könnuninni skoðuðu mynd af konu í hvítum kjól sem síðan var breytt í rauðan. Mikill munur var á svörum kvennanna eftir því hvernig RAUÐIR JÓLAKJÓLAR GLÆSLEIKI Konur í rauðu þykja kynþokkafullar og vekja jafnan mikla at- hygli. Rauði liturinn er jólalegur og þess vegna velja margar konur þennan lit þegar líður að jólum. Meðal þeirra er hertogaynjan af Cambridge. KÖLN Fyrir- sætan Katja Kühne mætti á hátíð hjá þýsku sjónvarps- stöðinni RTL í rauðum kjól. LOS ANGELES Leikkonan Lea Thompson mætti í rauðum kjól á frumsýningu myndarinnar The Hunger Games í Los Angeles. LOS ANGELES Leikkonan Garcelle Beavais kemur á amer- ísku tónlistar- verðlaunahá- tíðina í rauðum kjól. TAIWAN Leikkonan Michelle Chen í jóla- kjólnum á rauða dregl- inum í Taípei í Taívan. kjóllinn var á litinn. Karlmenn sem voru spurðir sögðu konur í rauðu vera aðlaðandi og kyn- þokkafullar. Rauður litur er tákn ástar og losta. Allir vita að konur í rauðu vekja athygli. Það var kannski þess vegna sem bandarísk hjartavernd, American Heart Association, kynnti baráttu sína gegn hjarta- sjúkdómum kvenna fyrr á árinu með konum í rauðum kjólum. Rauði liturinn á að minna konur á nauðsyn þess að vernda heilsu sína. SYDNEY Havana Brown er glæsileg í þessum óvenju- lega kjól en hún mætti í honum á verðlaunahátíð í Sydney í Ástralíu. TÍSKULEIÐANDI Kate Middleton vakti mikli athygli í þessum fallega rauða kjól þegar hún heimsótti barnaspítala í Norwich á Eng- landi. Kate er komin fimm mán- uði á leið. LONDON Dolce og Gabbana var með jólaveislu í London og Kylie Minogue mætti í þessum fallega kjól. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur Grensávegi 46, Reykjavík sími 511 3388 Opið mán. – fös. 9-18, lau. 11-15 kl. 19-22 10% afsláttur af öllum vörum og 20% afsláttur af jólaútsaum. Kynningar og áritanir á bókunum Íslenskt prjón og Heklfélaginu. Kynning á BARA stuðningsvörum – svo þér líði betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.