Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 40
FÓLK|TÍSKA
Kate Middleton, hertoga-ynja af Cambridge, er geislandi í rauðum, stíl-
hreinum, hnésíðum kjól. Kate
sem er 32 ára og komin fimm
mánuði á leið með annað barn
sitt, þótti líta einstaklega vel út
þegar hún heimsótti barnaspít-
ala í Norwich í lok nóvember.
Kate er leiðandi í nýjustu tísku.
Öll föt sem hún klæðist seljast
eins og heitar lummur. Hún
er því fyrirmynd annarra
kvenna í klæðaburði. Hár-
greiðsla Kate vakti líka
athygli. Hárið túberað í
hnakkann og bundið í hátt
tagl.
Rauðir kjólar hafa
reyndar ákveðið að-
dráttarafl. Þeir þykja
klæðilegir og kyn-
þokkafullir. Chris De
Burgh söng vinsælt
lag um konu í rauðu
árið 1986 og gerðar
hafa verið bíómyndir
um konur sem klæðast
rauðu, til dæmis The
Woman in Red árið
1984. Margar konur
sýna sig í rauðu þegar
jólin nálgast. Eins og
sjá má á meðfylgjandi
myndum sem teknar
hafa verið á síðustu
dögum eru konur glæsi-
legar í rauðu. Kjólarnir
eru mismunandi en allir
fallegir.
Þess ber þó að geta að
samkvæmt rannsókn sem
gerð var af sálfræðingnum
Adam Pazda og háskólanum
í Rochester í Bandaríkjunum
í sumar líta margar kon-
ur með vanþóknun á aðrar
konur sem klæðast rauðu.
Þær telja konurnar vera
líklegar til að stela kærasta
þeirra. Þannig getur rauði
liturinn virkað ögrandi.
Konurnar sem tóku þátt í
könnuninni skoðuðu mynd
af konu í hvítum kjól sem
síðan var breytt í rauðan.
Mikill munur var á svörum
kvennanna eftir því hvernig
RAUÐIR JÓLAKJÓLAR
GLÆSLEIKI Konur í rauðu þykja kynþokkafullar og vekja jafnan mikla at-
hygli. Rauði liturinn er jólalegur og þess vegna velja margar konur þennan lit
þegar líður að jólum. Meðal þeirra er hertogaynjan af Cambridge.
KÖLN Fyrir-
sætan Katja
Kühne mætti á
hátíð hjá þýsku
sjónvarps-
stöðinni RTL í
rauðum kjól.
LOS ANGELES
Leikkonan Lea
Thompson mætti
í rauðum kjól
á frumsýningu
myndarinnar The
Hunger Games í
Los Angeles.
LOS ANGELES
Leikkonan
Garcelle Beavais
kemur á amer-
ísku tónlistar-
verðlaunahá-
tíðina í rauðum
kjól.
TAIWAN
Leikkonan
Michelle
Chen í jóla-
kjólnum á
rauða dregl-
inum í Taípei
í Taívan.
kjóllinn var á litinn. Karlmenn
sem voru spurðir sögðu konur
í rauðu vera aðlaðandi og kyn-
þokkafullar. Rauður litur er tákn
ástar og losta.
Allir vita að konur í rauðu
vekja athygli. Það var
kannski þess vegna
sem bandarísk hjartavernd,
American Heart Association,
kynnti baráttu sína gegn hjarta-
sjúkdómum kvenna fyrr á árinu
með konum í rauðum kjólum.
Rauði liturinn á að minna konur
á nauðsyn þess að vernda heilsu
sína.
SYDNEY
Havana Brown
er glæsileg í
þessum óvenju-
lega kjól en hún
mætti í honum á
verðlaunahátíð í
Sydney í Ástralíu.
TÍSKULEIÐANDI
Kate Middleton
vakti mikli athygli
í þessum fallega
rauða kjól þegar
hún heimsótti
barnaspítala í
Norwich á Eng-
landi. Kate er
komin fimm mán-
uði á leið.
LONDON
Dolce og
Gabbana var
með jólaveislu
í London og
Kylie Minogue
mætti í
þessum fallega
kjól.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flott föt, fyrir flottar konur
Grensávegi 46, Reykjavík sími 511 3388
Opið mán. – fös. 9-18, lau. 11-15
kl. 19-22
10% afsláttur af
öllum vörum og
20% afsláttur
af jólaútsaum.
Kynningar og áritanir á bókunum Íslenskt prjón
og Heklfélaginu.
Kynning á BARA stuðningsvörum – svo þér líði betur.