Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 6
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Við leggjum höfuðáherslu á það að kallaðar verði til baka hækkanir á kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu, sem stefnir í að verði á næsta ári 1.900 milljónir frá því sem var í tíð síðustu ríkisstjórnar. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. AUKIN ÚTGJÖLD– milljónir króna HEILBRIGÐISMÁL Landspítali rekstur 1.250 Landspítali viðhald 400 Sjúkrahúsið á Akureyri 100 Greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfi nu 1.900 MENNTAMÁL Framhaldsskólar yfi r 25 ára nemendur 500 Listaháskóli Íslands húsnæðisframlag 40 Samstarfsnet háskóla 100 RÚV – fái allt útvarpsgjaldið og hækkun í 19.400 712 MENNINGARMÁL Myndlistarsjóður 25 Bókasafnssjóður rithöfunda 35 Tónlistarsjóður 25 Ýmis framlög mennta- og menningarmálaráðuneytis 28 Æskulýðsmál, Landssamband æskulýðsfélaga 15 ATVINNUMÁL Atvinnuleysisbætur 1.000 Vinnumálastofnun 200 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 600 Hafnarframkvæmdir, Helguvíkurhöfn 180 ANNAÐ Græna hagkerfi ð 70 Lífeyristryggingar / tekjutrygging örorkulífeyrisþega 640 Útlendingastofnun 50 Skattrannsóknarstjóri ríkisins 50 Jöfnun á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða 658 Nýframkvæmdir í vegamálum 600 Þolendur kynferðisofb eldis 56 Sóknaráætlun 400 AUKIN ÚTGJÖLD SAMTALS 9.634 1. Hvaða sveitarfélag hefur hug á að nota seyru til landgræðslu? 2. Hjá hvaða sænska liði var Birkir Már Sævarsson að skrifa undir? 3. Hver þykir líklegastur til að taka við sem varnarmálaráðherra BNA? SVÖR:1. Ölfus 2. Hammarby 3. Ashton Carter STJÓRNMÁL Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur sameinast um að leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarp næsta árs. Tillögurnar fela í sér að útgjöld aukist um 9,63 milljarða króna. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að tekjur aukist um rúma 7,47 millj- arða króna. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Fyrr um daginn kynnti stjórnarandstaðan breytingartil- lögur sínar á blaðamannafundi. „Við höfum náð saman um það að leggja fram sameiginlegar tillögur við meðferð fjárlaga. Við reynum með því að sýna forgangsröðun okkar og þá sýn sem við myndum vilja sjá endurspeglast í fjárlög- um,“ sagði Árni Páll Árnason, for- maður Samfylkingarinnar, á fund- inum. „Við leggjum höfuðáherslu á það að kallaðar verði til baka hækkanir á kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu, sem stefnir í að verði á næsta ári 1.900 milljónir frá því sem var í tíð síðustu ríkisstjórn- ar,“ sagði Árni Páll. Að auki legði minnihlutinn til breytingar sem tryggi að framhaldsskólinn verði áfram opinn fólki yfir 25 ára aldri. Þá leggur minnihlutinn til að útvarpsgjaldið hækki í 19.400 krón- ur á einstakling og renni óskert í ríkissjóð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að það að lækka útvarps- gjaldið væru skilaboð frá stjórn- armeirihlutanum sem stönguð- ust á við skilaboð stjórnar RÚV. Jafnvel þótt stjórnin væri skipuð að meirihluta af fulltrúum þess- ara sömu flokka. „Við teljum að við þær aðstæður sem eru á fjölmiðla- markaði sé sterkt almannaútvarp mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Þannig að við leggjum mjög mikla áherslu á að þetta fái að vera í þeirri upphæð sem það hefur verið og að það renni óskipt til Ríkisút- varpsins. Og erum þannig í takti við stjórn Ríkisútvarpsins,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að stjórnarandstað- an legði áherslu á samstarf háskóla. „Stefnu sem virðist hafa verið horf- ið frá í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það voru áður fjármunir til þess að styrkja samstarfsnet háskólanna. Háskólarnir hafa gert athugasemd- ir við það að þessir fjármunir hafa verið teknir burt og við leggjum til að þeir verði settir inn aftur. Og við leggjum til að það verði settir fjármunir í að tryggja húsnæðis- mál Listaháskólans sem hafa verið í ólestri lengi,“ sagði Katrín. Guðmundur Steingrímsson, for- maður Bjartrar framtíðar, lagði áherslu á áframhaldandi uppbygg- ingu í grænu atvinnulífi og grænu hagkerfi. Meiri peningur verði sett- ur í það. „Núna er sá peningur að renna einhvern veginn eftir mjög óskiljanlegum leiðum í endurnýjun gamalla húsa undir þeim formerkj- um að torfbæir séu grænt hagkerfi og þessu viljum við mótmæla. Það var mjög vönduð vinna við skil- greiningu á uppbyggingarverkefni á græna hagkerfinu á síðasta kjör- tímabili sem við þurfum að halda okkur við,“ sagði hann. Þá sagði Guðmundur einnig mjög nauðsynlegt að ráðast í uppbygg- ingu ferðamannastaða: „Það blas- ir við að það þarf að setja pening í framkvæmdasjóð ferðamannastaða og við viljum gera það.“ Birgitta Jónsdóttir sagði að ný skoðanakönnun, sem gerð hefði verið að frumkvæði pírata, sýndi það mjög skýrt að þjóðin vildi að skattpeningum væri varið í heil- brigðis- og menntamál. Það er algjörlega yfirgnæfandi stuðningur við það. Mér finnst mjög ánægju- legt að verða við ákalli um aukin fjárútlát til BUGL vegna neyðar- ástands,“ sagði Birgitta. Efla þyrfti geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga almennt. „Þá finnst okkur mjög brýnt að stytta biðlista hjá Útlendingastofn- un. Það er mjög nauðsynlegt að minna innanríkisráðuneytið á þann fjárlagalið,“ sagði Birgitta. Vilja aukin útgjöld í heilbrigðismál Stjórnarandstaðan lagði í gær fram sameiginlegar breytingartillögur á fjárlagafrumvarpinu. Formenn flokkanna leggja áherslu á að meira fé verði varið í heilbrigðismál, að staða Ríkisútvarpsins verði styrkt og ráðist verði í uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. STJÓRNARANDSTAÐAN Formenn stjórnarandstöðuflokkanna kynntu áherslur sínar í Alþingishúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Njóttu aðv entunnar með góðgæti frá Kexsmiðjunni. Smakkaðu jólasmákökurnar frá Kexsmiðjunni. Jólasmákökur frá Kexsmiðjunni fást í helstu verslunum Gleðileg íslensk jól Langflestir vilja að Alþingi for- gangsraði fjármunum í þágu heil- brigðismála. Þetta sýnir ný könn- un sem Capacent Gallup gerði fyrir pírata. Af þeim sem spurðir voru settu langflestir heilbrigðismálin í for- gang. Næst á eftir heilbrigðismál- um komu mennta- og fræðslumál og númer þrjú kom almanna- trygginga og velferðarmál. Í fjórða sæti komu svo öryggis- og löggæslumál. Neðst í forgangs- röðuninni eru svo kirkjumál. Viðhorf fólks til þess hvernig ætti að forgangsraða skiptast ekki eftir tekjuhópum. Tekju- hæsta fólkinu, því tekjulægsta og þeim sem eru í millitekjuhóp- um finnst öllum mikilvægast að forgangsraða í þágu heilbrigð- ismála. Þá er jafnframt mjög lítill munur á afstöðu fólks eftir menntun eða stjórnmálaskoðun- um. Könnunin, sem var netkönnun, var gerð dagana 6.-20. nóvem- ber. Tilgangurinn var að kanna hvernig Íslendingar vilja að Alþingi forgangsraði fjármun- um í fjárlögum. Úrtakið var 2.900 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Við- horfahópi Capacent Gallup. 1.775 manns svöruðu spurningunni og var svarhlutfallið 61,2 prósent. - jhh Viðhorf fólks til forgangsröðunar skattfjár eru óháð kyni, menntun og stjórnmálaskoðunum: Vilja að skattpeningar fari í heilbrigðismál Á LANDSPÍTALA Í FOSSVOGI Flestir landsmenn vilja að skattfé sé varið í heilbrigðismál. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.