Fréttablaðið - 09.12.2014, Page 4

Fréttablaðið - 09.12.2014, Page 4
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur er umtalsvert minni í ár en búist hafði verið við. Skýringarnar eru fyrst og fremst raktar til minni einkaneyslu. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, segir hugsanlegt að fólk sé að leggja meiri áherslu á að greiða upp skuldir en búist var við. Sumir séu hreinlega í þeirri stöðu að þeir geti bara alls ekki aukið einkaneyslu sína. Landsframleiðslan á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 jókst um 0,5% að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2013. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjár- festingar, um 3%. Einkaneysla jókst um 2,8%, samneysla um 1,1% og fjárfesting um 12%. Í Peningamálum Seðlabankans frá 5. nóvember sagði að talið væri að hagvöxtur yrði 2,9 prósent á árinu í heild. Frosti Sigurjónsson segir hugs- anlegt að vextir séu of háir, vaxta- byrðin of þung og það orsaki litla neyslu. „Það er alveg ljóst að einkaneysla á Íslandi er lítil miðað við það sem hún hefur oft verið áður og í samanburði við nágrannalönd,“ segir Frosti. Hann bætir því við að hann hafi ekki séð skýringar um þetta frá sérfróðum aðilum. „Þetta eru bara svona hug- leiðingar mínar.“ Aðspurður segir hann að Seðla- bankinn hljóti að taka tillit til þessara talna við stýrivaxta- ákvörðun á morgun. Hann vilji þó alls ekki setja peningastefnu- nefndinni neitt fyrir í því. „Seðla- bankinn þarf að hafa sjálfstæði í þeim efnum. En þeir hljóta að taka allt til greina. Þetta og fleira og þeir hljóta að horfa áfram, fram á veginn,“ segir hann. Frosti segir að þessar nýju hag- tölur bendi til þess að skuldaleið- réttingin geti verið nauðsynleg sem efnahagsaðgerð. „Þetta sýnir það að þær raddir sem vöruðu við skuldaleiðréttingu, að hún myndi leiða til neysluaukningar, hafa ekki átt við rök að styðjast.“ Hann bendir á að Seðlabankinn hafi óttast svokölluð auðsáhrif. Fólk myndi auka neyslu, jafnvel þó það fengi ekki meiri pening upp í hend- urnar. „En það hefur ekki reynst vera,“ segir hann. „Ég hef alltaf haldið því fram að þetta væri bara nauðsynleg efna- hagsaðgerð og fólk myndi leggja áherslu á það að greiða upp skuld- ir sínar,“ segir Frosti og bætir því við að hann telji að fólk hugsi öðru vísi núna en fyrir hrun. Menn sýni meiri ráðdeild og skynsemi nú en áður. „En það getur gleymst aftur þegar menn eru búnir að gleyma hruninu,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Telur fólk hugsa af meiri skynsemi eftir bankahrun Hagvöxtur er minni á fyrstu níu mánuðum ársins en búist var við. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mögulegt að fólk leggi meiri áherslu á að greiða upp skuldir sínar nú en áður. Hugsunarháttur fólks hafi breyst eftir hrun. Hagvaxtartölur gætu haft áhrif á stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. „Salan hefur bara verið í samræmi við áætlanir, ennþá,“ segir Borgar Jónsteinsson, sölustjóri verslana hjá Pennanum um verslunina nú í haust. Salan sé fín miðað við fyrra ár. „Þetta er nú alltaf svolítið upp og niður á eftir veðrinu,“ bætir hann við. Hann segir að haustið hafi líka gengið vel. Októbermánuður hafi verið undir væntingum en annars hafi salan verið góð. Hann býst við því að Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir verði á meðal söluhæstu höfunda þegar jólin ganga í garð. Veðrið hefur áhrif á sölu Þrátt fyrir tölur um litla einkaneyslu segir Ágúst Guðbjarts- son, rekstrarstjóri Skífunnar og Gamestöðvarinnar, að haust- verslunin hafi verið ágæt. Hann segist þokkalega bjartsýnn á jólaverslunina. „Helgin var mjög góð,“ segir Ágúst en býst þó við því að mesta verslunin verði helgina fyrir jól. Ágúst segir að besta salan sé í tölvuleikjum og leikjavélum. Það gangi ekki eins vel að selja tónlist, enda hafi tónveitur á borð við Spotify gerbreytt neyslumynstri fólks. Spotify breytir verslun hjá Skífunni JÓLAINNKAUP Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur hugsanlegt að fólk leggi meiri áherslu á að greiða niður skuldir en aukna neyslu núna en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það er alveg ljóst að einkaneysla á Íslandi er lítil miðað við það sem hún hefur oft verið áður og í samanburði við nágrannalönd. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis SAMKEPPNISMÁL Þ orstei nn Sæmundsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, segir að enn sé ekki ljóst hvers vegna eignarhlut- ur Landsbankans í Borgun var ekki settur í opið söluferli. Efnahags- og viðskiptanefnd átti í gær fund með forstjóra Samkeppn- iseftirlitsins, bankastjóra Lands- bankans og forstjóra Bankasýslu ríkisins þar sem áðurnefnd sala á 31,2 prósenta hlut Landsbankans í Borgun var til umræðu. „Fyrir mig persónulega þá voru svör þessara manna ekki fullnægj- andi,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. Hann bendir á að Landsbankinn sé hlutafélag og 98% séu í eigu ríkisins. Það verði forvitnilegt að sjá hvað kemur á daginn á næsta hluthafa- fundi komi í ljós að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlut bankans. „Reynslan sýnir að það er óheppi- legt að viðskiptabankar, sem eru keppinautar, fari saman með eign- arhlut í kreditkortafyrirtækjum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Undanfarið hefur verið lögð áhersla á að lengra verði gengið í þessum efnum og að viðskiptabank- arnir komi ekki saman að eignar- haldi fyrirtækjanna,“ heldur Páll áfram. Hann bætir við að Sam- keppniseftirlitið muni hvorki taka afstöðu til þess hvaða bankar eigi greiðslukortafyrirtækin né hvort Landsbankanum hafi borið að setja hlutinn í opið söluferli. „Við hvorki föllumst á eða gerum athugasemd við útfærsluna á söl- unni,“ segir Páll. - jóe Samkeppniseftirlitið hefur engar athugasemdir við söluferlið. Þingmaður segir svör munu fást að lokum: Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað ÞINGMAÐUR Þorsteinn Sæmundsson fékk ekki svör á fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR „Á hverju ári sem ríkið dregur að láta smíða nýtt skip brennir ríkið að óþörfu um 130 milljónum vegna þess hve óhagkvæmur í rekstri Herjólfur er,“ segir bæjarráð Vestmanna- eyja og vitnar í samantekt um nýsmíði Vestmannaeyjaferju. Þar komi fram að áætlaður árlegur rekstrarkostnaður nýju ferjunn- ar sé um 400 milljónum lægri en á núverandi skipi og að áætlað- ur lántökukostnaður sé um 270 milljónir verði skipið alfarið fjár- magnað með lánum. - gar Segja Herjólf óhagkvæman: Töf sögð kosta 130 milljónir HERJÓLFUR Ný Vestmannaeyjaferja er í farvatninu. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON STJÓRNMÁL Þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí 20. janúar á næsta ári fjölgar um einn í þing- salnum þar sem eftirmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, átti ekki sæti á þingi. Ólöf tekur sæti Hönnu Birnu við hlið Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, en Hanna Birna fær autt sæti í öftustu röð við hlið Hösk- uldar Þórhallssonar úr Fram- sóknarflokki. Framan við hana eiga sæti Ögmundur Jónasson úr VG, Össur Skarphéðinsson úr Samfylkingu og þingforsetinn Einar K. Guðfinnsson úr Sjálf- stæðisflokki. - gar Hanna Birna fær sæti: Aftan við Össur og Ögmund 39,7 vinnustundir voru unnar að meðaltali í viku í október 2014. Þeim hefur fækkað lítillega, voru 42 árið 2007. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ AAAAAAA RRRRRR \\\\\\ TB W A W A W A TB W A TBTB • A A S ÍAASÍ A •• 14 43 3 43 3 Sími: 4115555 og 5303002 Desembertilboð á vetrarkortum Fullkomin jólagjöf fyrir fjölskylduna, vini og vandamenn! Vetrarkort í Bláfjöll og Skálafell eru komin í sölu og fást í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5 og Mohawks, Kringlunni. Pantaðu og fáðu sent í síma 5303002 eða á midar@skidasvaedi.is. Opið alla virka daga kl. 9–13 og 13:30–17. A R W A 1 4 PI PAPA PI PAIP APAPPPPPIPPIPPPPIIIPIPIPPPPPPPPPPPPPPP Vetrarkort í Bláfjöll og Skálafell Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VERSNAR VESTRA Óveðrið ætti að vera að mestu gengið yfir norðan og austan til en í dag verður yfirleitt suðvestan strekkingur með éljum sunnan- og vestanlands. Norðanstormur og ekkert ferðaveður vestan til seint í kvöld og nótt. -2° 6 m/s 0° 9 m/s 0° 9 m/s 3° 16 m/s 13-20 m/s. 10-18 m/s. Gildistími korta er um hádegi 6° 19° 3° 5° 17° 3° 3° 6° 6° 24° 11° 15° 15° 13° 9° 3° 6° 3° -2° 8 m/s 0° 11 m/s -2° 8 m/s -2° 11 m/s -2° 10 m/s -2° 9 m/s -8° 10 m/s -2° -4° -3° -5° -2° -5° -3° -3° -2° -6° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.