Fréttablaðið - 09.12.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.12.2014, Blaðsíða 10
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 EFNAHAGSMÁL Tvær hugmyndir um losun fjármagnshafta voru kynntar fyrir samráðshópi um afnám haftanna í gær. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins felur önnur hugmyndin í sér að eigendur aflandskróna verði hvattir eða jafnvel knúnir til að skipta eignum sínum yfir í skuldabréf til 30 ára eða meira. Hin hugmyndin snýst um að leggja flatan útgönguskatt á erlendar sem og innlendar eignir. Það myndi þýða að ef lífeyrissjóð- ir vildu flytja fjármagn á milli landa yrðu þeir að greiða skatta af þeim fjármagnsflutningum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru hugmyndirnar ekki fullmótaðar en staða mála verður engu að síður kynnt fyrir fulltrú- um slitabúa bankanna þriggja á fundi í dag. Á fundinum í gær var ekki rætt um það hversu hár útgönguskatturinn gæti orðið ef hann yrði lagður á. Það voru þeir Glen Victor Kim, sérstakur ráðgjafi Bjarna Bene- diktssonar, fjármála- og efna- hagsráðherra, og Lee Buchheit, lögfræðingur og aðalsamninga- maður Íslands í Icesave-málinu, sem hittu samráðshóp um afnám hafta á fundinum í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylking- arinnar, á sæti í samráðshópnum. Hann sagði í samtali við frétta- stofu Stöðvar 2 að afnám gjald- eyrishaftanna yrði ekki sá gróða- vegur fyrir íslenska ríkið sem forsætisráðherra boðaði fyrir síðustu kosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son boðaði fyrir síðustu þingkosn- ingar að samningar við kröfuhafa myndu skila um 300 milljörðum í ríkiskassann enda lægi kröfuhöf- um á að fara með peningana úr landi. Árni Páll segir að ljóst sé eftir fundinn í dag að ekkert slíkt sé í farvatninu. „Þetta er ekkert í líkingu við það sem forsætis- ráðherra hefur margsinnis sagt, um að það sé rakinn gróðavegur að afnema höft, og það sé hægt að búa til peninga með afnámi hafta,“ sagði Árni Páll. Þvert á móti væri hægt að ráða það af kynningu á fundinum að það væri ekki áætlunin. Árni Páll sagði að fyrir tveim- ur árum hefði legið fyrir áætlun um afnám hafta með samningum sem hefði átt að skila 300 millj- örðum í ríkiskassann. Núverandi stjórnvöld hefðu ýtt henni til hlið- ar. „Það sem líka virðist blasa við er að lífeyrissjóðir almenn- ings verði aftast í biðröðinni við afnám hafta og hagsmunir kröfu- hafa verði í forgangi. Það er eðli- legt að spyrja núna: Hvað hefur þessi töf kostað?“ tka@stod2.is, jonhakon@frettabladid.is ➜ Hugmyndir um losun hafta verða kynntar fulltrúum slitastjórna bankanna í dag. EINSTÖK TILBOÐ! Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ 4x4 bílar fyrir ófærðina INFINITY Qx56 4x4 Nýskr. 01/05, ekinn 176 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.390.000 TILBOÐSVERÐ! 2.490 þús. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/13, ekinn 32 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.590.000 TILBOÐ kr. 3.990 þús. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/11, ekinn 109 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.290.000 TILBOÐ kr. 2.690 þús. HYUNDAI SANTA FE II CRDi Nýskr. 11/07, ekinn 161 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.550.000 TILBOÐ kr. 1.990 þús. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 06/08, ekinn 94 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.990.000 TILBOÐ kr. 2.790 þús. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 04/11, ekinn 137 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.880.000 TILBOÐ kr. 2.390 þús. SUBARU LEGACY SPORT SEDAN Nýskr. 05/10, ekinn 97 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.580.000 TILBOÐ kr. 1.990 þús. Rnr. 142429 Rnr. 320139 Rnr. 142190 Rnr. 282038 Rnr. 102116 Rnr. 142195 Rnr. 280899 4x4 4x4 4x4 4x4 4x4 4x4 4x4 GÖNGUM FRÁ FJÁRMÖGNUN Á STAÐNUM WWW.BÍLALAND.IS DÓMSMÁL Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttar- dómara, tvær milljónir króna. Um er að ræða reikning sem Kári hafði neitað að greiða Karli vegna starfa þess síðarnefnda fyrir forstjórann. Stefndi Kári Karli vegna þessa og taldi reikn- inginn of háan. Dómur var kveð- inn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Kári krafðist þess að úrskurður Lögmannafélagsins um þóknun Karls yrði felldur úr gildi og að hæstaréttarlögmað- urinn greiddi allan málskostnað. Kári þarf hins vegar að greiða 470 þúsund krónur í málskostnað. Við aðalmeðferð málsins sagð- ist Kári hafa ráðið Karl í vinnu og að þeir hefðu gert með sér sam- komulag um það. Reikningur- inn hefði hins vegar ekki pass- að við það samkomulag þar sem fulltrúi Karls, Þórhallur Berg- mann, var skráður fyrir 150 tímum af vinnunni en Karl fyrir 17 tímum. Kári sagði að Karl hefði svo upplýst sig um að hann væri hættur að flytja mál fyrir héraði. Aðspurður um hverju hann hefði þá svarað sagði Kári að hann hefði bent honum á að þeir hefðu gert samkomulag um að hann myndi flytja mál sitt. Karl sagði fyrir dómi að Kári hefði verið ósáttur við ýmislegt í málinu, meðal annars kostnað málsins, laun fulltrúa hans og svo hefði hann hætt að borga reikn- inga. - ktd Neitaði að greiða Karli Axelssyni reikning vegna lögfræðistarfa hans: Kári þarf að greiða tvær milljónir HEILBRIGÐISMÁL „Þrátt fyrir að hin árlega inflúensa hafi enn ekki greinst hér á landi þennan vetur- inn telur sóttvarnalæknir afar mikilvægt að fólk láti bólusetja sig,“ segir í frétt á vef landlæknis. „Ekki er bara horft til inflúens- unnar heldur ber líka að hafa í huga að vegna gosmengunar frá Holuhrauni gæti inflúensan lagst þyngra á þá sem eru með lang- vinna sjúkdóma og/eða eru 60 ára og eldri,“ segir landlæknir sem kveður ávallt mega búast við inflú- ensunni í kringum áramótin. „Svo nú er rétti tíminn fyrir bólusetn- ingu.“ Þá segir að veirustofnar inflú- ensunnar geti verið mismunandi milli ára og þess vegna sé hvatt til árlegrar inflúensubólusetn- ingar. „Það getur tekið allt að 2 til 3 vikur fyrir bóluefnið að gefa vörn. Bóluefnið verndar ekki gegn almennu kvefi eða öðrum veiru- sýkingum en sumar af þessum sýkingum geta valdið einkennum sem líkjast inflúensu.“ - gar Árleg inflúensa hefur enn ekki greinst en sóttvarnalæknir hvetur til aðgerða: Tími bólusetninganna kominn BRUNNURINN BYRGÐUR Allir yfir 60 ára eru hvattir í bólusetningu gegn inflúensu. NORDICPHOTOS/GETTY TAPAÐI Kári þarf að greiða Karli tvær milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tvær hugmyndir um losun hafta Stjórnvöld kynna fulltrúum slitastjórna bankanna hugmyndir um losun hafta í dag. Tvær hugmyndir eru á borðinu. Annars vegar er rætt um útgönguskatt og hins vegar að eigendur aflandskróna breyti eignum sínum í skuldabréf. HITTI SAMRÁÐSNEFND Lee Buchheit var einn ráðgjafa ríkisstjórnarinnar sem hitti samráðsnefnd um afnám hafta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.