Fréttablaðið - 09.12.2014, Page 15

Fréttablaðið - 09.12.2014, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. desember 2014 | SKOÐUN | 15 Nú er þriðja lota verk- fallsaðgerða lækna hafin. Öllum bráða- og neyðartil- vikum hefur verið sinnt en yfir 500 aðgerðir á biðlist- um hafa verið felldar niður. Ótal rannsóknum og yfir 2.000 dag- og göngudeildar- komum á Landspítalanum hefur verið frestað. Um 130 speglanir og 60 hjartarann- sóknir, þræðingar og gang- ráðsaðgerðir hafa beðið. Langan tíma getur tekið að grynnka aftur á vandanum sem var þó talsverður fyrir. Læknum þykir miður að þurfa að grípa til slíkra aðgerða. Ekki var hægt að horfa upp á núverandi ástand og hnignun heilbrigðiskerf- isins öllu lengur. Ábyrgð á þessu ástandi er alfarið hjá stjórnvöld- um. Læknar biðu frá sl. áramótum og fram eftir sumri eftir að ríkið fengist til að setjast að samninga- borðinu. Ekkert hefur þokast í sam- komulagsátt í þær sex vikur sem aðgerðir hafa staðið með hléum. Samninganefndin hefur ekki feng- ið raunverulegt umboð til að semja við lækna. Embættismenn fjármála sitja enn þversum. Hafa greinilega ekki kynnt sér ástand heilbrigðis- þjónustunnar í aðdraganda verk- fallsins og uppsafnað álag og vax- andi vanda vegna skorts á bæði sérfræðilæknum og almennum læknum. Endurnýjun nái jafnvægi Læknar munu ekki láta af kröfum sínum fyrr en leiðrétting á þróun launaliða til jafns við aðrar heil- brigðisstéttir hefur náðst. Tryggt sé að kjör í boði séu hvatning til íslenskra lækna um að flytjast heim. Endurnýjunin nái jafnvægi á ný. Að læknaflóttinn hætti og stöðugildum fjölgi. Allt annað væri ábyrgðarleysi. Dýrkeypt frestun á því óumflýjanlega. Til að leysa hnútinn þurfa læknar umtalsverða leiðréttingu á grunnlaunum. Lands- menn skilja það. Um það virðist almenn sátt í þjóðfélaginu. Sam- staða lækna á ríkisstofnunum er eindregin. Læknar hafa boðað áframhald- andi aðgerðir á nýju ári. Fjórar vikur í hverjum mánuði fram að páskum eða þar um bil. Nú með vaxandi þunga. Hvert svið í fjóra daga í senn í stað tveggja áður. Ekk- ert hlé á milli aðgerðalota eins og fyrir jól. Það sýnir alvöru málsins. Þjóðin hefur stutt kröfur lækna. Niðurstöður skoðanakannana sýna það rækilega. Mörg stéttarfélög hafa lýst yfir stuðningi. Samtök sjúklinga hafa áhyggjur af stöðu mála. Það kemur ekki á óvart. Úr böndunum Undanfarin ár hefur þjónustan á mörgum sviðum ekki verið við- unandi. Stöðugildum lækna hefur verið að fækka. Því fylgir að aðgengi að læknismeðferð hefur verið að dragast saman. Erfið- ara verið að fá tíma og viðunandi úrlausn, hvort sem er í grunnþjón- ustu eða á sjúkrahúsum. Biðtími lengist og álag er mikið. Vaxandi fjöldi leitar á bráðamóttöku og aðra vaktþjónustu til að fá úrlausn mála sem eðlilegra hefði verið að leita í grunnþjónustu á heilsugæslu eða á skipulagðri sérfræðingsmóttöku. Þar hafa nýir læknar ekki fengist til starfa vegna dagvinnulauna- kjara sem eru í boði hjá ríkinu. Slíkar bráðaheimsóknir draga úr skilvirkni kerfisins og eru dýrari kostur. Soga til sín starfskraft og fjármagn sem ætla mætti að væri betur varið til annars. Við þessar aðstæður fer reksturinn úr böndun- um, kostnaðurinn rýkur upp og fjár- hagsáætlanir heilbrigðisstofnana standast ekki. Hægt væri að fara betur með peningana. Það virðast embættismenn fjármála ekki skilja. Aðgerða krafist Kröfur um sparnað og samdrátt hafa komið víða niður á heilbrigðis- þjónustunni. Sjá má þess dæmi t.d. í blóðsjúkdómum. Áður voru níu læknar á landinu sem sinntu þessu alvarlega heilsufarsvandamáli. Nú eru sex sérfræðilæknar í 4,6 stöðu- gildum á Landspítalanum. Þar af þrjú stöðugildi við meðferð ill- kynja blóðsjúkdóma. Enginn lækn- ir með slíka sérmenntun er á heim- leið. Þrír meltingarlæknar hafa nýlega sagt upp á Landspítalanum. Sá fjórði lét af störfum vegna ald- urs fyrr á árinu. Engin endurnýj- un er þar í augsýn. Spyrja verður hvort stjórnvöld hafi í raun og veru vilja til að takast á við vandann með samtökum lækna og stöðva þessa þróun. Aðgerða er krafist. Losa þarf um tregðuna. Hver verð- ur áramótaboðskapur ríkisstjórn- arinnar? Áframhaldandi uppsagnir lykilstarfsmanna í heilbrigðisþjón- ustunni eða verða alvöru viðræður hafnar og gengið til samninga við lækna? Þjóðin vill en þing ræður. Neyðarþjónusta áfram og frestun læknis- meðferða til vors? Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kíkið inná: heklanotadirbilar.is GÓÐIR, NÝLEGIR, TRAUSTIR GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI Skoda Rapid Amb. 1.2 TSI 105 hö. Árgerð 2013, bensín Ekinn 33.000 km, beinskiptur Ásett verð: 2.690.000 VW Golf A7 Highl. 1.4 TSI DSG. Árgerð 2013, bensín Ekinn 21.000 km, sjálfskiptur Komdu og skoðaðu úrvalið! MM Pajero 3.2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 45.500 km, sjálfskiptur Ásett verð: 7.590.000 Skoda Superb Combi TDI 170 hö. Árgerð 2013, dísil Ekinn 100.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 4.390.000 Skoda Octavia Combi Amb. 4x4. Árgerð 2010, dísil Ekinn 113.000 km, beinskiptur Ásett verð: 2.790.000 Ásett verð: 3.640.000 VW Polo1.4 Comfl. 5 gíra 85 hö. Árgerð 2010, bensín Ekinn 98.000 km, beinskiptur Ásett verð: 1.490.000 VW Polo 1.2 Trendl. 5 gíra 70 hö. Árg. 2013, bensín Ekinn 39.700 km, beinskiptur Ásett verð: 1.990.000 VW Golf A6 Trendl 1.4 TSI Árgerð 2012, bensín Ekinn 65.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 2.490.000 VW Tiguan Track&Style. Árgerð 2013, dísil Ekinn 30.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.790.000 VW Caddy Maxi Trendl. 1.6 TDI. Árgerð 2013, dísil Ekinn 27.000 km, beinskiptur Ásett verð: 3.690.000 ➜ Kröfur um sparnað og samdrátt hafa kom- ið víða niður á heil- brigðisþjónustunni. Sjá má þess dæmi t.d. í blóðsjúkdómum. Áður voru níu læknar á landinu sem sinntu þessu alvarlega heilsufarsvandamáli. Nú eru sex sérfræði- læknar í 4,6 stöðugildum á Landspítalanum. Þar af þrjú stöðugildi við meðferð ill- kynja blóðsjúkdóma. Enginn læknir með slíka sérmennt- un er á heimleið. HEILBRIGÐISMÁL Reynir Arngrímsson varaformaður Læknafélags Reykjavíkur Á fullveldisdaginn voru 15 bækur tilnefndar til Íslensku bókmenntaverð- launanna við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöð- um og óska ég höfundum þeirra til hamingju. For- lagið gefur út 60% bók- anna eða níu talsins en framkvæmdastjóri þess er einnig formaður Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) sem veitir verð- launin. Hann stýrði athöfninni og afhenti sérhverjum höfundi blóm; það fannst mér undarleg stund, sami maðurinn sat beggja vegna borðsins, var bæði veitandi og þiggjandi og í raun að færa sjálf- um sér viðurkenningar og níu rauðar rósir. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að formaður FÍBÚT er ekki eini stjórn- armaðurinn sem er tengd- ur Forlaginu. Varafor- maðurinn er fyrrverandi starfsmaður þess, gjald- kerinn er ritstjóri þar á bæ og einn meðstjórnenda er í útgáfusamstarfi við fyrir- tækið. Stjórn FÍBÚT er ein af birtingarmyndum þess landslags sem blasir við á íslensk- um bókamarkaði þar sem eitt fyrir tæki hefur náð markaðs- ráðandi stöðu. Margir fjölmiðla- menn, rithöfundar, bókaútgefend- ur og bókakaupmenn þekkja þessa mynd en fæstir þeirra kjósa að tjá sig um hana. Níu rauðar rósir MENNING Bjarki Bjarnason rithöfundur og bæjarfulltrúi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.