Fréttablaðið - 09.12.2014, Page 18
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18
Ofbeldi er smánarblett-
ur á hverju samfélagi og
mikilvægt er að vinna
markvisst að útrýmingu
þess. Ekkert umburðar-
lyndi gagnvart ofbeldi var
yfirskrift málþings sem
Jafnréttisstofa, norræna
ráðherranefndin, innan-
ríkisráðuneytið og vel-
ferðar ráðuneytið stóðu
nýlega fyrir. Þar var kynnt
viðamikil rannsókn sem
gerð var á vegum Mann-
réttindastofnunar Evr-
ópusambandsins á ofbeldi
gegn konum í 28 Evrópulöndum
(Violence against women: An EU-
wide survey. Results at a glance).
Rannsóknarniðurstöðurnar byggj-
ast á persónulegum viðtölum við
42.000 konur í Evrópu og er þetta
stærsta rannsókn sem gerð hefur
verið á reynslu kvenna af ofbeldi
í Evrópu og reyndar á heimsvísu.
Konurnar voru á aldrinum 18-74
ára og voru valdar af handahófi.
Rannsóknin gefur til kynna að
ofbeldi gegn konum sé algengt en
falið mannréttindabrot í Evrópu.
Mannréttindastofnun Evrópusam-
bandsins hvetur allar þjóð-
ir í Evrópu til að skera upp
herör gegn ofbeldi gegn
konum og að gera allt sem
hægt er til að hindra það.
Í rannsókninni kom
meðal annars fram að
barnshafandi konur eru
sérstakur áhættuhópur
en 42% kvenna urðu fyrir
ofbeldi meðan þær áttu
von á barni. Einni af hverj-
um 20 konum hafði verið
nauðgað frá 15 ára aldri.
Um þriðjungur kvenna
hafði orðið fyrir líkam-
legu eða kynferðislegu ofbeldi frá
15 ára aldri. Þá höfðu 27% kvenna
þurft að þola einhvers konar lík-
amlegt ofbeldi af hendi fullorðins
einstaklings fyrir 15 ára aldur og
12% kvenna höfðu þurft að þola
kynferðislegt ofbeldi í bernsku. Í
97% tilfella kynferðislegs ofbeld-
is í bernsku var ofbeldismaðurinn
karlmaður.
Í mestri hættu
Rannsóknin sýnir að það eru ungar
konur sem eru í mestri hættu á að
verða fyrir ofbeldi. Því þarf að
beina athyglinni alveg sérstaklega
að þeim þegar rætt er um aðferðir
til að hindra ofbeldi gegn konum.
Í Istanbúlsamningi Evrópuráðsins
eru settir fram staðlar um hvernig
aðstoða skuli þolendur kynbundins
ofbeldis. Þessa staðla þarf að kynna
og innleiða.
Við erum hönnuð til að vera heil-
brigð en hver manneskja er ein
heild, líkami og sál. Það sem brýtur
á sálinni brýtur á líkamanum. Í fáu
er þessi sannleikur jafn skýr og í
áhrifum ofbeldis á líkamann, hvort
sem ofbeldið sjálft er andlegt, lík-
amlegt eða kynferðislegt. Stórar
rannsóknir sýna að þau sem verða
fyrir ofbeldi eru í meiri hættu á að
fá ýmsa alvarlega sjúkdóma. Ræða
þarf því ofbeldi sem lýðheilsu-
vandamál. Mikilvægt er að auka
þekkingu á ofbeldi og áhrifum
þess, taka á vandanum með sam-
stilltu átaki allra aðila og vinna
markvisst að því að útrýma því.
Ekkert umburðarlyndi
gagnvart ofbeldi
Aldrei nokkurn tímann
datt mér í hug að verk-
fall lækna stæði yfir í 6
vikur. Sjötta vika verkfalls
lækna, þess fyrsta í sög-
unni, er þó gengin í garð.
Læknar eru byrjaðir
að birta uppsagnarbréf.
Læknanemar og kandídat-
ar neita að vinna á spítal-
anum án samninga. Helm-
ingur sérfræðilækna á
landinu, 181 læknir, segist
íhuga sterklega eða hafa
þegar ákveðið að flytja úr landi
á næstu árum. Helmingur melt-
ingarlækna spítalans hefur þegar
sagt upp störfum. Svæfingarlækn-
ar, gjörgæslulæknar og tauga-
læknar íhuga uppsagnir strax eftir
áramót.
12 vikna verkfall án nokkurra
hléa blasir við – frá áramótum
fram að páskum. Forsætisráðherra
kallar hins vegar eftir þjóðarsátt
um forgangsröðun í þágu heil-
brigðiskerfisins.
90% þjóðarinnar vilja forgangs-
raða í þágu heilbrigðiskerfisins.
78% segjast styðja kjarabaráttu
lækna. 70% vilja að læknar fái
hækkun umfram aðrar stéttir.
Minnst 11 starfsstéttir hafa opin-
berlega lýst yfir stuðningi við
kjarabaráttu lækna. Í sérstakri
umræðu á Alþingi í nóvember um
verkfall lækna voru allir
þeir þingmenn sem tóku
til máls, úr öllum flokk-
um, sammála um að leysa
þyrfti deiluna sem fyrst.
Samt kallar forsætisráð-
herra eftir þjóðarsátt.
Fjármálaráðherra telur
kröfur lækna vera óraun-
hæfar. Þær samrýmast
ekki markmiði Seðlabank-
ans um 3,5-4% hámark á
launahækkunum vegna
verðbólgumarkmiðs SÍ.
Skuldaleiðréttingin samræmist
ekki heldur þessu markmiði.
Raunhæfar kröfur?
En eru raunhæfar kröfur gerðar
til lækna á Íslandi? Er raunhæft
að áætla að unglæknar snúi til síns
heima eftir sérnám, á eigin kostn-
aði, með óleiðrétt námslán á herð-
um sér, þegar kjör þeirra hér eru
margfalt verri en annars staðar?
Búast stjórnvöld við að læknar,
sem haldið hafa út í niðurskurðar-
tíð undanfarins áratugar, láti
bjóða sér aðeins 3% launahækk-
un þegar starfsmönnum spítalans
hefur fækkað og verkefnum fjölg-
að um leið? Er líklegt að læknar
sem hætt hafa störfum á Íslandi
vegna aðstöðu og kjara, snúi til
baka fyrir 3% launahækkun? Er
raunhæft að áætla að kandídatar
og nemar starfi á spítalanum við
óbreytt kjör?
Ríkisstjórnin segist setja heil-
brigðismál í forgang. Hún segist
hafa gert það með því að leggja til
„auka“ milljarð í rekstur Landspít-
alans. Þar að auki hefur hún lagt
tæpar 900 milljónir í hönnun nýs
spítala. Það er verulegt fagnaðar-
efni. Það blæs manni von í brjóst.
En þetta er ekki forgangsröðun í
þágu heilbrigðiskerfisins.
Raunveruleg forgangsröðun ein-
kennist ekki af spurningum for-
manns fjárlaganefndar um „hve-
nær sé nóg nóg“ þegar bent er á
að enn vanti milljarð í rekstrar-
grunn Landspítalans. Hún felur
ekki í sér að forsætisráðherra
kalli eftir „þjóðarsátt“ þegar tæp
80% þjóðarinnar styðja kjarabar-
áttu lækna. Hún lýsir sér ekki í
því að fjármálaráðherra fullyrði
að „kröfur lækna séu óraunhæf-
ar“ þegar kröfur ríkisins sjálfs til
lækna eru ekki aðeins óraunhæfar
heldur ómanneskjulegar.
Mun forgangsröðun ríkisstjórn-
arinnar bjarga heilbrigðiskerfinu?
Eða er þetta allt í plati?
Allt í plati
Óskalag þjóðarinnar er
ljúfur ópus Bjartmars
Guðlaugssonar, Þannig
týnist tíminn. Tíminn
hefur einmitt verið mér
hugleikinn undanfarið.
Sennilega vegna þess
að oftast finnst mér ég
ekki hafa nóg af honum.
Þannig kemur til dæmis
jólaundirbúningurinn
mér gjörsamlega í opna
skjöldu því mér finnst
raunverulega eins og ég
hafi pakkað rauðu jólaeldhús-
blúndunum, litla jólatrénu með
ljósunum og aðventukransin-
um niður í gær. Árið hefur þotið
áfram án þess að ég tæki eftir
því; eiginlega eingöngu vegna
þess að ég gleymdi að líta í kring-
um mig, njóta þess að vera og
þakka fyrir tímann.
Ég er samt viss um að ef ég gef
mér tíma til að rýna í baksýnis-
spegilinn, þá munu birtast mér
ljóslifandi fyrir hugskotssjón-
um hlýjar minningar,
vandræðaleg augnablik,
markmið sem náðust og
draumar sem rættust. Á
þessu ári, sem hefur þotið
áfram.
En undanfarið hef ég
verið minnt á að tíminn
er ekki endalaus. Og það
kemur ekki til af því að
ég sé að missa heilsuna
eða að eitthvað sé að fara
að eiga sér stað sem gæti
mögulega kollvarpað því
góða og hamingjuríka lífi sem
ég lifi núna. Nei, ástæðan er sú
að ég óttast að mín kynslóð – ég
þar á meðal – sé að sólunda þeim
tækifærum og tíma sem okkur
er gefinn núna, til að annast um
samferðafólk okkar eins vel og
okkur er unnt. Erum við að hrósa
fyrir það sem vel er gert? Erum
við að hjálpa fólki til sjálfshjálp-
ar? Erum við að hlusta með hjart-
anu á fólk?
Ég veit ekki – frekar en nokkur
annar – hvenær að því kemur
að lífið verður ekki eins og það
er núna. Því ef það er eitthvað
sem er ófyrirsjáanlegt í lífinu,
þá er það lífið sjálft. En ég veit
að tíminn getur afar auðveld-
lega týnst. Og einhvern veginn
einmitt þegar við þurfum mest
á honum að halda, þá finnum við
hann hvergi. Þess vegna skulum
við nýta tímann vel. Við vitum
ekki hvenær sá dagur kemur sem
verður okkar síðasti. Ég óska
þess að við munum þá geta litið
tilbaka full þakklætis fyrir tím-
ann sem okkur var gefinn.
Með hlýjum óskum um að þið
njótið aðventunnar.
Þannig týnist tíminn
➜ Árið hefur þotið áfram
án þess að ég tæki eftir því;
eiginlega eingöngu vegna
þess að ég gleymdi að líta í
kringum mig, njóta þess að
vera og þakka fyrir tímann.
KYNBUNDIÐ
OFBELDI
Sigríður
Halldórsdóttir
prófessor við
heilbrigðisvísinda-
svið HA
➜ Um þriðjungur kvenna
hafði orðið fyrir líkamlegu
eða kynferðislegu ofbeldi
frá 15 ára aldri.
KJARAMÁL
Ragna
Sigurðardóttir
læknanemi og
formaður Röskvu
➜ 12 vikna verkfall án
nokkurra hléa blasir við
– frá áramótum fram að
páskum.
SAMFÉLAG
Aðalbjörg
Stefanía
Helgadóttir
hjúkrunarfræðingur
Munaðarlausu málin
Sem kjósandi pírata í síðustu kosningum reyni ég að gera
mér grein fyrir stöðu flokksins núna. Flokkurinn stendur
sig bezt allra flokka í málum, sem snerta upplýsingafrelsi
og opinn aðgang að upplýsingum. Hann hefur líka
pönkast meira en aðrir flokkar í að ýta fram stjórnar-
skránni, sem þjóðin samþykkti. Þetta eru tvö af mikil-
vægustu málum samfélagsins og hart að hafa ekki nema
10% fylgi út á þau. Birgitta hefur lítillega tjáð sig um
þriðja stórmálið, fiskveiðikvótann. Í fjórða málinu, launum
almennings, nægir ekki tillaga að þingsályktun. Ég held, að á sviði
auðlindarentu og velferðar vanti flokk með öfluga frambjóðendur.
http://www.jonas.is/
Jónas Kristjánsson
AF NETINU