Fréttablaðið - 09.12.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.12.2014, Blaðsíða 36
TÓNLIST ★★★ ★★ Batnar útsýnið Valdimar ETG MANAGEMENT Hljómsveitin Valdimar hefur verið nokkuð áberandi í íslensku tónlistarlandslagi undanfarin ár. Frumburður sveitarinnar, Undraland, vakti mikla lukku og þá naut önnur plata sveitarinnar, Um stund, einnig talsverðra vin- sælda. Batnar Útsýnið er þriðja plata Valdimars og hefur, eins og fyrri plötur, fengið ágætis spilun í íslensku útvarpi. Platan er nokkuð tilraunakennd miðað við fyrri verk sveitarinnar án þess að hægt sé að tala um ein- hvers konar Kid-A-stefnubreyt- ingu. Í öllu falli er reynt að víkka hljóðheiminn sem er sveimkennd- ari en áður hefur heyrst. Enn má þó heyra fastagesti sem kristall- ast í vel gerðum blásaraútsetning- um sem stækka hljóminn þegar við á. Flutningur laganna er tipp- topp og öll tæknivinna sömuleið- is. Betra útsýni fjallar annars um ástina, eða öllu heldur glataða eða týnda ást; hún fjallar um endalok ástarsambands – um sambands- slit. Textarnir eru einkar ein- lægir og flutningur höfundar þeirra ber með sér sálarangist og eymd … en sem betur fer er mesta eymdin að baki. Höfundur virð- ist eiga erfitt með að gera upp við sig hverjum sambandsslitin séu að kenna, ýmist ljóðmælanda eða hinum aðila sambandsins, stund- um er hann sáttur við orðinn hlut en stundum saknar hann. Allt mjög kaotískt en um leið mann- legt. Gallinn er einfaldlega að textarnir eru fastir í þess- um sér ís - lensku hjól- förum að allt verði að ríma, sem skapar um leið ótrú- verðuga og klaufa- lega setn- ingauppbyggingu sem enginn lifandi Íslendingur myndi nokkurn tímann nota í óbundnu máli. Lögin sjálf virð- ast vera smíðuð utan um textana, sem er skiljanlegt, þar sem platan er einhvers konar uppgjör. Það er helst að ágætlega takist til í lög- unum This Time, sem er eini enski textinn (og um leið sá „eðlileg- asti“ vegna skorts á rími), Út úr þögninni, þar sem má heyra mjög flotta stígandi og lagið Hindranir. Besta lag plötunn- ar er þó síðasta lagið, Eftirspil, þar sem má heyra virki- lega flotta spretti. Björn Teitsson NIÐURSTAÐA: Platan er einlæg og hefur að geyma góða spretti en vantar slagara. Og þótt það þurfi allt af að vera vín … þá þarf ekki alltaf að vera rím. Einlægur óður um glataða ást M YN D /G U Ð M U N D U R VI G FÚ SS O N Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka. Einnig: • Frjálst framlag á framlag.is • Gjafabréf á gjofsemgefur.is • Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) • Söfnunarreikningur: 0334–26–50886, kt. 450670-0499 Þinn stuðningur gerir kraftaverk Skortur á drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu veldur banvænum sjúkdómum en með aðgangi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Hjálparstarf kirkjunnar tryggir fólki aðgang að hreinu vatni í Úganda og Eþíópíu – og þitt framlag skiptir sköpum. IP A PI PAPAPA PI PAAAAAAAPAPAPAPAPAPAIPPI P PI P PI P RRRRRR \\\\\\\ A BW A TB W A TB W A TB W A W A TB W A W A W A W A BW A TB W A W TB W A WBWTB WW TB W TB W TB WWWW TB •••••• ÍSÍ A SÍ A SÍ AA S ÍA A SÍ AA SÍ A S ÍA S ÍAASÍ A SÍ AÍAÍASS ••••• 4 32 14 4 32 14 4 3232 4 4 32222 1 4 4 32 14 4 32 4 4 32 14 4 3333 4 3 4 4 3 14 4 3 4 1 4 4 14 111111 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Jamie xx úr hljómsveitinni The xx mun troða upp á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í Hörpu í febrúar. Hann ætti að vera kunn- ur Íslendingum en The xx tók upp plötu hér á landi í ár. Einnig kemur fram teknóplötu- snúðurinn Jimmy Edgar frá Detroit og kanadíski taktsmið- urinn Ryan Hemsworth, eins og Fréttablaðið sagði frá í seinustu viku. Þeir íslensku tónlistarmenn sem tilkynntir verða í dag eru Jón Ólafsson & Futuregrapher sem leiða saman hesta sína, Emmsjé Gauti, Páll Ivan frá Eiðum, Kött Grá Pjé, AMFJ og Bjarki. Sónar Reykjavík verður haldin á fimm sviðum í Hörpunni í þrjá daga, 12.-14. febrúar. Tónlistar- menn og hljómsveitir sem hafa þegar verið tilkynnt eru Skrillex, Yung Lean, SBTRKT, Kindness, Todd Terje, Nina Kraviz og fleiri. Sónar var upprunalega haldin í Barcelona en hátíðin hefur stækk- að í gegnum árin og verið haldin víðs vegar um heiminn. - þij Bretinn Jamie xx treður upp á Sónar Jamie xx, Jimmy Edgar og Ryan Hemsworth nýjustu erlendu viðbæturnar við hátíðina sem verður í febrúar. ➜ Hátíðin verður haldin á fimm sviðum í Hörpu 12.–14. febrúar. JAMIE XX Nýjasta viðbótin við Sónar-hátíðina. NORDICPHOTOS/GETTY SÓNAR Mikil stemning var á hátíðinni í fyrra. 9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 28

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.