Fréttablaðið - 09.12.2014, Side 40

Fréttablaðið - 09.12.2014, Side 40
9. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 32 FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Lilleström næstu þrjú árin. Sigurði Ragnari, sem lét af störfum sem þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla í haust, stóð einnig til boða starf tækniráðgjafa hjá ástralska knattspyrnusambandinu. Sigurður Ragnar ákvað að taka slaginn með Rúnari en báðir gerast nú þjálfarar í atvinnumannadeild í fyrsta skipti á ferlinum. Hann segir það jákvætt að íslenskir þjálfarar séu á óskalista erlendra félaga. „Árangur A-landsliðsins hefur vakið athygli og það er jákvætt fyrir íslenska þjálfara að það sé útrás hjá þeim. Þjálfarar heima sjá að þeir eiga möguleika á því að komast út ef þeir standa sig vel og vonandi fylgja fleiri í kjölfarið,“ sagði Sigurður Ragnar við Fréttablaðið í gær. „Ég tel að þetta sé mikilvægt fyrir þroskaferli þjálfara auk þess sem sú reynsla og þekking sem þeir afla sér á erlendri grundu skilar sér svo aftur í íslenska knattspyrnu þegar þeir snúa aftur heim. Þetta er því afar jákvætt fyrir íslenska þjálfara,“ segir hann enn fremur. Sigurður Ragnar var lengi fræðslu- stjóri KSÍ og þjálfari A-landsliðs kvenna, sem hann kom tvívegis í úrslitakeppni stórmóts. - esá Fleiri tækifæri fyrir íslenska þjálfara TIL NOREGS Sigurður Ragnar verður Rúnari til aðstoðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI „Þetta er alveg ótrú- lega erfiður riðill,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, við Fréttablaðið fáein- um mínútum eftir að Ísland var dregið í B-riðilinn á EM 2015 í körfubolta í gær. Hann verður spil- aður í Berlín, en mótið fer fram 5.-20. september á næsta ári. Drátturinn fór fram í Disney- landi og var Ísland dregið í riðil sem verður hálfgert ævintýri. Í riðlinum auk Íslands eru Spánverj- ar, Ítalir, Serbar, Tyrkir og gest- gjafar riðilsins, Þjóðverjar. „Við erum að tala þarna um líklega fimm af átta bestu liðum mótsins, allavega fimm af tíu bestu. Þó Þýskaland hafi verið í fimmta styrkleikaflokki þá verð- ur Dirk Nowitzki með þeim sem þýðir að Þjóðverj- ar verða allt í einu ein af sigur- strangleg- ustu þjóð- unum. Þeir eru l íka með annan góðan NBA-leikmann og með tvo svona sterka spilara innanborðs eru þeir til alls líklega. En auðvitað eru Frakkar og Spán- verjar líka skrefi á undan flest- um,“ segir Craig. Frábært tækifæri Nowitzki er ekki eina stjarnan sem Ísland mætir í þessum ævintýra- riðli í Berlín á næsta ári. Í spænska liðinu má finna NBA-hetjur á borð við Pau Gasol, tvöfaldan meistara með Lakers, og bróður hans, Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies. Ítal- ir hafa Marco Belinelli hjá meist- urum San Antonio Spurs og Tyrkir bjóða upp á hinn 213 cm háa Ömer Asik sem leikur með New Orleans Pelicans. „Þetta er rosalegur riðill svo ég endurtaki það. En þetta er líka fyrsta mótið hjá Íslandi og því verður spennandi að mæta svona gæðaliðum,“ segir Craig, en hvern- ig mun íslenska liðið nálgast svona svakalega erfitt verkefni? „Við verðum að fara inn í þetta eins og leikina gegn Bretlandi og Bosníu sem komu okkur á EM. Við verðum að spila hver fyrir annan og reyna að búa til góð skot. Ef við getum það þá erum við með góðar skyttur sem geta skorað stig.“ Fyrst og fremst segir lands- liðsþjálfarinn þetta vera ævin- týri fyrir íslensku leikmennina. „Í íslenska liðinu eru strákar sem hafa lagt mikið á sig til að fá að spila á svona háu stigi. Það er frá- bært fyrir þá að fá svona tækifæri. Það eru menn sem fara í gegnum heilan feril án þess að komast svo mikið sem einu sinni á stórmót,“ segir Craig Pedersen. Gerir boltann hér heima betri Hannes S. Jónsson, formað- ur Körfuknattleikssambands Íslands, var viðstaddur drátt- inn líkt og landsliðsþjálfarinn í ævintýralandi Disney-sam- steypunnar í París í gær. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta,“ sagði Hannes við Fréttablaðið í gær. Þó Íslendingar óttist eðlilega mótherj- ana þá verður það sama líklega ekki sagt um stórþjóðirnar þegar kemur að íslenska liðinu. „Þetta er alveg klárlega dauða- riðillinn og verður auðvitað mjög erfitt. Sjálfar súpa hinar þjóðirn- ar hveljur yfir því að vera allar saman í þessum riðli. Þeim leist samt ágætlega á að vera með Íslandi í riðli,“ sagði Hannes léttur. Formaðurinn fékk mikið af hamingjuóskum frá kollegum sínum í París í gær með það eitt að íslenska liðið sé komið þetta langt, en þetta er vitaskuld í fyrsta skipti sem Ísland verður með í loka- keppni stórmóts í körfubolta. „Í heildina er þetta bara stór liður í því að gera körfuboltann heima betri. Á borðinu sem ég sat á voru allir helstu stjórnarmenn FIBA Europe og þeir óskuðu mér allir til hamingju með þessa sögu- legu stund. Þetta verður mjög gaman, en auðvitað ætlum við að mæta þarna og gera okkar besta.“ tomas@365.is Riðillinn ævintýri Íslenska karlalandsliðið í körfubolta dróst í dauðariðilinn á EM 2015 sem spil- aður verður í Berlín. Gríðarlega erfi tt verkefni en spennandi engu að síður. TÆKIFÆRI Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson hafa lengi spilað með íslenska landsliðinu en fá nú tækifæri til að spila við þá allra bestu í Evrópu og heiminum á stærsta sviði Evrópukörfuboltans í Berlín á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MÓTHERJAR ÍSLANDS Á EM 5. SEPTEMBER ÞÝSKALAND - ÍSLAND NBA-leikmenn: Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks, Dennis Schröder, Atlanta Hawks. 6. SEPTEMBER ÍSLAND - ÍTALÍA NBA-leikmenn: Marco Belinelli, SA Spurs, Luigi Datome, Detroit Pistons, Andrea Bargnani, NY Knicks, Danilo Gallinari, Denver Nuggets. 8. SEPTEMBER SERBÍA - ÍSLAND NBA-leikmenn: Ognjen Kuzmic, Golden State. 9. SEPTEMBER ÍSLAND - SPÁNN NBA-leikmenn: Pau Gasol, Chicago Bulls, Marc Gasol, Memphis Grizzlies, Serge Ibaka, OKC, Ricky Rubio, Minnesota Timberwolves, José Caldeón, Dallas Mavericks, Víctor Claver, Portland. 10. SEPTEMBER TYRKLAND - ÍSLAND NBA-leikmenn: Ömer Asik, New Orleans Pelicans. *Miðast við síðustu landsliðsverkefni. KÖRFUBOLTI Eftir að búið var að draga í riðla fyrir EM 2015 í körfubolta í Dis- neylandi í París í gær hófust forsvarsmen körfuboltasambandanna og þjálfara liðanna handa við að setja upp dagskrá fyrir næsta ár og undirbúning fyrir EM. „Það er allt á fullu hérna að skipuleggja leikina. Maður vildi ekki festa neina æfingaleiki fyrr en við vissum með hverjum við yrðum í riðli,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Fréttablaðið í gærkvöldi. Eitt æfingamót var neglt niður í gær, en Hlynur Bæringsson og strákarnir okkar mæta Makedóníumönnum, Úkraínu og Pól- landi á fjögurra landa móti í lok ágúst. „Þetta eru virkilega sterkar þjóðir og gott mót að fara á. Við erum svo að skoða æfingaleiki við fleiri þjóðir sem eru að fara á Evr- ópumótið en eru ekki með okkur í riðli,“ sagði Hannes, en viðræður stóðu hvað hæst þegar Fréttablaðið heyrði í formanninum í gær. „Við erum á fullu hérna að tala saman og það er að myndast dag- skrá. Menn vilja klára þetta bara strax hérna.“ - tom Fara á sterkt æfi ngamót fyrir EM SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.