Fréttablaðið - 13.12.2014, Qupperneq 46
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46
Kaupmaðurinn á horninu —
Óskar í Sunnubúðinni segir frá
Höfundur Jakob F. Ásgeirsson
Útgáfa Ugla
Fjöldi síðna 288
Í daglegum innkaupaferðum sínum í mjólkurbúðina, fisk-búðina eða bakaríið hittust nágrannakonurnar í búðinni „sinni“. Þar voru málin rædd á léttu nótunum þeirra á milli
og við afgreiðslufólkið og kaup-
manninn. Oft var mikið hlegið í
þessum félagsmiðstöðvum hverf-
anna. Mér fannst ummæli einnar
konunnar lýsa vel heilsulindinni,
sem þessar stundir voru, þegar
hún mætti í hópinn eftir að hafa
legið í inflúensu í viku:
„Það tafði fyrir batanum að ég
komst ekki út í Sunnubúð til að
hlæja með ykkur.“
Í þessum félagsskap þróaðist
einlæg vinátta og samkennd —
og orðið „viðskiptavinur“ öðlaðist
meiri og dýpri merkingu. /…/
Þegar ég læt hugann reika um
það tímabil ævi minnar sem ég var
einn af kaupmönnunum á horninu
minnist ég auðvitað langra vinnu-
daga, en það eru mannlegu sam-
skiptin sem hæst ber og bjartast er
yfir. Ég verð ævinlega þakklátur
fyrir vináttu og hlýhug alls þess
fólks sem ég átti samskipti við í
Sunnubúðinni.
●
Eftir því sem verkfallið [1955]
dróst á langinn jókst harkan í
aðgerðum verkfallsmanna. Allar
flutningaleiðir til borgarinnar
voru lokaðar. Vesturlandsvegin-
um var lokað við brúna yfir Úlf-
arsá. Þar voru tveir hópar manna.
Annar hópurinn skoðaði í bílana
sem voru á leið í bæinn. Hinn hóp-
urinn lokaði veginum með síma-
staur en tók hann frá þegar gefið
var merki um að enginn varning-
ur væri í bílunum og þeir mættu
fara í gegn.
/…/ Margar vörutegundir voru
ófáanlegar. Mjólkinni var hellt
niður í sveitunum, þar eð hún
komst ekki til neytenda. Borgin
var orðin kjötlaus og við höfðum
lítið sem ekkert að selja í kjötbúð-
unum.
Ég lagði á ráðin um að fá kjöt
frá Borgarnesi, því að þar átti ég
góða að. Fimmtíu dilkaskrokkar
voru pantaðir hjá kaupfélaginu.
Rútubílstjórinn gat komið þeim
fyrir aftast í rútunni með því að
taka nokkrar sætaraðir úr henni.
En hann sagðist ekki vilja standa
í illindum við verkfallsverði og
því yrði ég að mæla mér mót við
hann uppi á Kjalarnesi og taka
kjötið þar úr bílnum. Ég tók allt
nema bílstjórasætið úr station-
jeppa Sunnubúðarinnar, sem var
ómerktur, og fékk ungan pilt á
Dodge Weapon-jeppa frá Sendi-
bílastöðinni til að koma með mér.
Við biðum eftir rútunni á til-
teknum stað, fórum inn í malar-
gryfju og vorum fljótir að stafla
20 skrokkum í minn bíl og 30 í
sendibílinn.
Rútan fór nokkru á undan,
svo fór ég á jeppanum með teppi
breidd yfir skrokkana. Ég bað
sendibílstjórann að koma u.þ.b.
10 mínútum á eftir mér, ef tafir
skyldu verða við hliðið sem verk-
fallsverðirnir höfðu komið fyrir
við brúna og ég myndi þá mæta
honum ef mér yrði snúið við.
Við Álafoss stóð eldri kona við
veginn og bað um far í bæinn sem
var algengt þá. Ég sagði henni að
sætið væri kalt. „Það gerir ekkert
til,“ sagði hún og settist á teppið.
Þegar við komum að hliðinu var
bíll á undan mér sem búið var að
skoða og gefið var merki um að
hann mætti fara í gegn. Gamla
konan hefur væntanlega virst
svo sakleysisleg eða kannski var
það eymdarsvipurinn af kuldan-
um sem gerði það að verkum að
einn úr verkfallshópnum rétti
upp höndina til merkis um að við
mættum fara líka.
Um leið og bíllinn var kominn
fram hjá verkfallshópnum sá einn
vörðurinn skankana sem stóðu
undan teppunum og öskraði:
„Bíllinn er fullur af kjöti!“
Ég steig bensínið í botn og
skaust fram hjá þeim sem voru
með staurinn, en það munaði
aðeins sekúndubrotum að þeim
tækist að leggja hann í veg fyrir
mig.
Ég hélt áfram eins hratt og bíll-
inn komst þar til ég setti konuna
út innarlega við Laugaveg.
Fljótt flaug fiskisagan um Hlíð-
arnar að það fengist kjöt í Sunnu-
búðinni og var ös út úr dyrum þar
til allt var uppselt. Stuttu eftir að
ég kom í búðina hringdi sendibíl-
stjórinn frá kaupfélagsbúðinni í
Mosfellssveit. Honum var snúið
við með kjötið. Verkfallsvörður,
sem hann þekkti, sagði honum að
jeppinn, sem þeir hefðu til afnota,
væri að elta þrjót sem hefði ruðst
í gegn. Verkfallsvörðurinn bætti
við:
„Og rétt áðan slapp annar djöf-
ull með fullan bíl af kjöti fyrir
bölvaðan klaufaskap og þá var
enginn bíll til reiðu til að elta
hann á!“
Mannlegu samskiptin ber hæst
Jakob F. Ásgeirsson hefur skráð sögu Óskars í Sunnubúðinni í bókinni Kaupmaðurinn á horninu. Þar lýsir Óskar Jóhanns-
son yfir fjörutíu ára ferli í matvöruverslun. Hér er gripið niður á tveimur stöðum í bókinni, sem fjalla um hlátur og verkfall.
ÓSKAR Í SUNNUBÚÐINNI Í UPPHAFI ÁRS 1971 Eins og sjá má voru innkaupa-
kerrurnar ekki gerðar fyrir stórinnkaup á fyrstu árum kjörbúðanna og nælonsloppar
voru komnir í stað gömlu léreftssloppanna.
GAMLIR SENDISVEINAR Í SUNNUBÚÐINNI Pétur Sveinbjarnarson framkvæmdastjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, síðar
borgarstjóri, Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Friðrik Sophusson, þáverandi fjármálaráðherra, komu saman með
Óskari, fyrrum húsbónda sínum, snemma á tíunda áratug 20. aldar.
Í LOK VINNUDAGS Elsa Friðriksdóttir, eiginkona Óskars, og Rósa dóttir þeirra en öll fjölskyldan tók mikinn þátt í búðarrekstrinum.
SUNNUDAGUR Í SUNNUBÚÐINNI Í MÁVAHLÍÐ Myndin er tekin snemma á
áttunda áratugnum þegar kvöld- og sunnudagssalan fór fram um gluggaop.