Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Qupperneq 2
2 Fréttir 10. október 2012 Miðvikudagur B arnaverndarstofa birti rann­ sókn á afdrifum, velferð og líðan barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barna ­ verndarstofu og Stuðlum á árunum 2000–2007. Þar kemur í ljós að ungmennin eru rótlausari, eru almennt með minni menntun og þiggja frekar fjárhagsaðstoð en jafn­ aldrar þeirra. Þar kemur einnig fram að fjöldi ungmenna verður fyrir of­ beldi í meðferð. Vitnað er í ungmennin í rann­ sókn inni og þar segir einn: „For­ eldrar eiga ekki að senda unglinga of snemma í meðferð. Hafði drukkið einu sinni um 14 ára aldur. Börn eiga að fá að þroskast meira áður en þau eru send á meðferðarheimili. Kynnt­ ist hörðum efnum hjá öðrum ungl­ ingum á meðferðarheimilinu. Aðr­ ir krakkar tala um það sama. Einnig varð ég fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi bæði annarra barna í meðferð og starfsmanna.“ Ofbeldi af hálfu starfsmanna Það var rannsóknarstofnun í barna­ og fjölskylduvernd sem vann könn­ unina fyrir Barnaverndarstofu en niður stöðurnar eru um margt áhuga verðar. Sérstaklega er það umhugs unar vert hversu margir sögð ust hafa orðið fyrir ofbeldi inni á meðferðarstofnuninni, en 14 pró­ sent barnanna sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi starfsmanns og um 20 prósent þeirra sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi annarra barna í meðferðinni. Upp­ lýsingar um svo hátt hlutfall hafa ekki komið fram áður og á heima­ síðu Barnaverndarstofu kemur fram að skýrar verklagsreglur gilda á með­ ferðarheimilum, börn getað kvartað eftir skilgreindum leiðum og reglu­ bundið eftirlit hefur verið haft með meðferðarheimilum og rætt við börnin sem þar eru vistuð. Þegar spurt var hvort það sem gerðist geti hafa verið hluti af tilraun starfsmanns til að stöðva ofbeldi eða aðra óæskilega hegðun segjast um 70 prósent barnanna svo vera. Það getur því verið að sum börnin vísi í upplifun sína af ofbeldi þegar starfs­ menn framfylgdu verklagsreglum um viðbrögð við ofbeldi eða annarri óæskilegri hegðun. Barnaverndarstofa segir þó að ekki sé hægt að útiloka að þarna komi einnig fram upplýsingar um atvik þegar eitthvað í viðbrögðum starfs­ manna hefur farið úrskeiðis, svo sem á erfiðum tímabilum í meðferðinni, en tölur um ofbeldi eru hærri á þeim heimilum þar sem börn voru vistuð vegna ofbeldishegðunar og í lengri tíma. Þar segir einnig að hafa beri í huga að starfsmenn meðferðarheim­ ila hafi það krefjandi verkefni að telja börnum hughvarf sem vilja yfirgefa staðinn og halda aftur af þeim ef þau eru líkleg að fara sér að voða vegna eigin ástands eða hættu í umhverfinu. Hrint og togað í hárið Hlutfall þeirra sem kvaðst hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfs­ manns var hærra á meðal þeirra sem dvöldu á langtímameðferðarheim­ ilum Barna verndarstofu en þeirra sem dvöldu á Stuðlum og Götu­ smiðjunni. Á sumum heimilum komu hins vegar litlar eða engar upplýsingar fram um ofbeldi, eink­ um þar sem börnunum var frjálst að fara eða hægt var að vísa þeim úr meðferð, enginn hafði til dæm­ is orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfs­ manns á Geldingarlæk eða Hvítár­ bakka. Enginn þátttakendanna hafði dvalið á Torfastöðum og aðeins eitt svar barst frá Jökuldal. Á hinum heimilunum, Árbót, Berg, Lauga­ landi og Háholti, var hlutfallið á bil­ inu 13–50 prósent. Laugaland, Há­ holt og Stuðlar eru enn starfandi. Ellefu prósent þátttakenda sögð­ ust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu starfsmanna og átta prósent sögðu ofbeldið hafa verið líkam­ legt. Margir sögðu ofbeldið hafa ver­ ið bæði andlegt og líkamlegt. Þegar börnin voru innt eftir því í hverju of­ beldið fólst, sögðu þau að þau hefðu verið uppnefnd eða móðguð, að þeim hefði verið hrint, þrifið í þau eða togað í hárið á þeim. Meira um andlegt ofbeldi Geldingarlækur kom einnig vel út hvað varðar þá sem kváðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra í meðferðinni, en þar sagðist enginn hafa lent í því. Níu prósent þeirra sem voru á Götusmiðjunni sögðust hins vegar hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra, 22 prósent þeirra sem vistað­ ir voru á Stuðlum og 29 prósent þeirra sem voru vistaðir annars staðar. Ofbeldið var oftar andlegt en lík­ amlegt, og mun algengara var að stúlkur töluðu um andlegt ofbeldi en líkamlegt, engu að síður sögðust sjö prósent þátttakenda að þeir hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu annarra í meðferðinni. Fleiri sögðu frá ofbeldinu en þögðu, eða sextíu prósent á móti fjörtíu prósentum. Þeir sem sögðu frá á meðan þeir voru í meðferð leituðu yfirleitt til starfs­ manna meðferðarheimilisins, ef ekki til þeirra þá til foreldra sinna. Leið mjög illa þarna Í könnunni er vitnað í svör barnanna sem eru af misjöfnum toga. Sumir tjáðu sig um ofbeldið, eins og sá sem sagði: „Leið mjög illa þarna. Þetta var ekki góður tími. Andlegt ofbeldi, ver­ ið að gera grín að mér.“ Annar sagði að óttinn væri sér of­ arlega í huga: „Ótti. Hræddur þegar ég fór inn og hræddur þegar ég fór út. Börn á þessum aldri gera sér ekki grein fyrir því af hverju þau eru þarna – þetta er frelsissvipting líkt og fang­ elsi. Þau eru hrædd.“ Sum virtust upplifa höfnun eins og sú sem sagði: „Var pínd til að fara og foreldrar fengu frí frá mér.“ Barnaverndarstofa mun senda öllum þeim 545 einstaklingum sem dvöldu á meðferðarheimilunum á þessum tíma, bréf þar sem þeim er boðið að koma í könnunarviðtal hjá sérfræðingi til að skoða um hvers konar ofbeldi var að ræða og hvar það fór fram. Bjargaði lífinu Margir töldu að meðferðin hefði hjálpað barninu að takast á við vand­ ann sem það glímdi við eða 59 pró­ sent barna og 65 prósent foreldra. Langflest börnin sögðust einnig hafa náð góðu sambandi við að minnsta kosti einn starfsmann á meðan dvöl­ inni stóð en áhugavert er að skoða ummæli barnanna sem sum hver eru mjög jákvæð: „Eini tíminn öll unglingsárin sem mér leið vel. Ör­ yggi einkenndi dvölina,“ og: „Það sem gerði mig að manni, væri ekki á lífi dag ef ekki hefði verið fyrir með­ ferðarheimilið. Sniðugar hugmynd­ ir starfsmanna og fá að vera í jóga og teikna og fleira og fékk nettan áhuga á lífinu. Kokkurinn kenndi mér á bassa. Er núna að spila á bassa í hljómsveit. Gott fólk sem var þarna.“ Aðeins einn lokið háskólaprófi Þátttaka þeirra á vinnumarkaði og skólaganga er heldur lakari en á með­ al jafnaldra þeirra. Margir glímdu við alvarlegan náms­ og skólavanda í grunnskóla sem var hluti hegðunar­ vandans sem leiddi til vistunar á stofnun. Margir héldu áfram í námi eftir að heim var komið en um þriðj­ ungur hópsins var með grunnskóla­ próf eða minni menntun. Fjörutíu prósent þátttakenda hófu framhalds­ skólanám en aðeins 18 prósent þeirra lauk framhaldsskólanáminu. Enn færri eða tæplega sex prósent hófu háskólanám og aðeins einn af 293 hafði lokið prófi þar. Til samanburðar er áhugavert að skoða tölur frá könnun Félagsvís­ indastofnunnar HÍ frá því í desember 2010 þar sem fram kemur að hlutfall háskólamenntaðra á aldrinum 18– 28 ára sé 18 prósent. Ungmenni sem hafa dvalið á meðferðarheimili eru því ólíklegri til þess að stunda fram­ haldsnám á háskólastigi en almennt gerist í samfélaginu. Fleiri fá fjárhagsaðstoð Helmingur barnanna hafði launa­ tekjur til þess að framfleyta sér en um 46 prósent þeirra fékk fjárhags­ aðstoð frá félagsþjónustu, atvinnu­ leysisbætur eða örorkubætur. Tíu einstaklingar sögðust ekki hafa nein­ ar tekjur til þess að framfleyta sér. Hlutfallslega fleiri stúlkur þáðu fjárhagsaðstoð en piltar. Stúlkur sem dvalið hafa á meðferðarheim­ ilum virðast einnig eignast börn fyrr en jafnöldrur þeirra, um fjöru­ tíu prósent þátttakenda í könnunni áttu barn eða börn en aðeins um 17 þeirra sem tóku þátt í fyrrnefndri könnun Félagsvísindastofnun HÍ. Það er einnig meira rót á börnum sem hafa dvalið á meðferðarheimilum. Tæplega fjórðungur þeirra sem svöruðu könnunni höfðu skipt einu sinni um húsnæði á síðustu tveim­ ur árum, tæplega þriðjungur hafði skipt tvisvar til þrisvar um húsnæði n Rannsókn á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu n Ofbeldið framið af starfsmönnum og öðrum ungmennum Ungmenni beitt ofbeldi í meðferð „Þar kynntist ég fíkniefn- um betur og byrjaði í meiri neyslu. Ég hafði fengið áfall eftir erfiða lífsreynslu og fór því þang- að. Passaði ekki í hópinn. Ofbeldi 20 prósent sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra barna en 14 prósent sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna heimilanna. sviðsett Mynd/ sigtryggur AriIngibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.