Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Side 3
n Lögmaður segir lögreglu sniðganga Versus-lögmenn þvert á lög V ið hljótum að vera að vinna vinnuna okkar svona of- boðslega vel,“ segir Hólm- geir Elías Flosason, lög- maður og einn eigenda lögmannsstofunnar Versus lög- menn, sem áður hét Verjendur. Stof- an er ein fárra sem hefur gefið sig út fyrir að fást við sakamál en á meðal skjólstæðinga hennar eru meðlimir vélhjólasamtakanna Outlaws. Hólm- geir segir að í mikilli rassíu í síðustu viku, þar sem 16 voru handteknir, hafi komið upp tilvik þar sem sak- borningum var meinað að velja sér lögmenn stofunnar. Þessu hafnar Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höf- uðborgarsvæðinu í samtali við DV. „Ekki haft samband við okkur“ „Þetta er alveg borðleggjandi. Svæsn- asta dæmið sem við höfum lent í er með Outlaws í rassíunni núna í síð- ustu viku,“ segir Hólmgeir. Hann segir að sakborningar hafi óskað eftir því að fá samband við Versus lögmenn en að lögreglan hafi ekki orðið við því. „Við erum fimm sem erum með vaktsíma sem er opinn allan sólarhringinn. Það var ekki haft samband við okkur.“ Í lögum um meðferð sakamála segir að sakborningi sé á öllum stigum máls heimilt að ráða á sinn kostnað lögmann til að gæta hags- muna sinna og í Mannréttindasátt- mála Evrópu er skýrt kveðið á um að sakborningur fái að halda uppi vörn- um með aðstoð verjanda að eigin vali. Stefán Eiríksson segir í samtali við DV að lögreglan hafi samband við þann lögmann sem sakborningar óski eftir. Ef það gangi ekki sé hringt í menn sem eru á þar til gerðum lista hjá lögmannafélaginu. Hann vísar því á bug að pottur sé brotinn í þessu tilliti en vísaði frekari spurningum á Friðrik Smára Björgvinsson yfirlög- regluþjón. Í hann náðist ekki í gær. Fór einn í skýrslutöku DV ræddi við meðlim Outlaws á þriðju dag sem staðfesti frásögn Hólm geirs. Hann hafi óskað eftir því að haft yrði samband við Guðmund St. Ragnarsson lögmann hjá Versus (áður Verjendur). Honum hafi verið sagt að hann væri upptekinn. Þá hafi hann nefnt annan lögmann stofunnar en honum hafi verið sagt að hann væri líka upptekinn. „Ég er með samn- ing við Verjendur og ég bað þá um að lögmannsstofan myndi tilnefna lög- mann. Því svöruðu þeir þannig að þeir væru allir uppteknir og væru komn- ir með aðra menn í þessu máli,“ seg- ir maðurinn sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann fullyrðir að það sé ekki rétt. Honum hafi síðan verið boð- ið að lögreglan myndi skipa honum lögmann. Því hafi hann hafnað. „Ég ákvað að fara einn í skýrslutöku. Það var mjög óþægilegt.“ Maðurinn seg- ir framferði lögreglunnar óboðlegt og segir víst að málið verði kært. Hólmgeir segir í samtali við DV að stofan muni að líkindum krefja lög- regluna um skýringar á þessu en að næsta víst sé að orð muni standa gegn orði. „Það er aðallega verið að brjóta á grundvallar réttindum sakaðra manna með því að fá ekki að velja sér málsvara.“ Hann segist líta á það sem meðmæli að lögreglan vilji ekki hafa þá í skýrslutöku. Á bannlista? Í lögum er kveðið á um að lögmaður sakbornings skuli hafa málflutnings- réttindi. Samkvæmt heimildum DV hefur það komið fyrir að sakborningar óski eftir lögmönnum sem ekki séu með slík réttindi. Fram hefur komið opinberlega að hjá Versus (áður Verj- endum) starfi lögmaður sem sviptur hafi verið málflutningsréttindum, það er Atli Helgason. Spurður hvort það kunni að skýra málið til hlítar svar- ar Hólmgeir því til að svo sé ekki. Svo virðist sem lögmannsstofan í heild sé á bannlista. Á því hafi borið frá því í sumar, að minnsta kosti. „Þetta hef- ur ekki komið fram með jafn beinum hætti og núna.“ n Fréttir 3Miðvikudagur 10. október 2012 Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012 Kjörstaðir í Reykjavík Í Reykjavíkurkjördæmi suður: Í Reykjavíkurkjördæmi norður: Hagaskóli Ráðhús Hlíðaskóli Laugardalshöll Breiðagerðisskóli Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi Ölduselsskóli Vættaskóli Borgir (áður Borgaskóli) Íþróttamiðstöðin Austurbergi Ingunnarskóli Árbæjarskóli Klébergsskóli Ingunnarskóli Kjörfundur hefst laugardaginn 20. október kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður mun hafa aðsetur í Hagaskóla á kjördegi og þar mun talning atkvæða hefjast að loknum kjörfundi kl. 22.00. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður mun hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördegi og þar mun talning atkvæða hefjast að loknum kjörfundi kl. 22.00. Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október nk. liggja frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. október nk. fram á kjördag. Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá. Athugasemdum vegna kjörskráa í Reykja- víkurkjördæmum skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður Skrifstofa borgarstjórnar og 22 prósent höfðu skipt um hús- næði fjórum sinnum eða oftar. Vísbendingar eru hins vegar um að börnin nái meiri stöðugleika eftir því sem þau verða eldri og lengra líður frá dvöl þeirra á með- ferðarheimilunum. Skortur á eftirfylgni Alls dvöldu 558 börn á ofangreind- um meðferðarheimilum á þessum árum. Af þeim eru nú ellefu börn látin auk þess sem kennitölur tveggja finnast ekki í þjóðskrá. Aðeins tæpur fjórðungur eða 23 prósent barnanna fóru í eftirmeð- ferð eða fengu skipulagða eftirfylgd eftir vistina á meðferðarheimilinu. Tæpur helmingur hefur leitað sér aðstoðar vegna áfengis og vímu- efnavanda eftir að meðferðinni lauk og rúmur helmingur vegna tilfinningalegra og geðrænna erf- iðleika. Um 41 prósent drengja og 18 prósent stúlkna segjast hafa setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi. Á heimasíðu Barnaverndarstofu er tekið fram að þessar tölur komi ekki á óvart þar sem bakslög séu al- geng. Það sé því eðlilegt og jákvætt að fólk leiti sér aðstoðar síðar. Hins vegar sé það augljós ann- marki á þjónustunni að miða með- ferðina fyrst og fremst við vistun á stofnun með lítilli eftirmeðferð. Frá árinu 2008 hafi Barnaverndarstofa því lagt áherslu á meðferð á heima- velli með innleiðingu fjölkerfa- meðferðar, sem eykur möguleika á stigskiptri meðferð á heimavelli fyrir eða eftir stofnanameðferð ef því er að skipta. Neyslan jókst Þá gagnrýndu sumir að á með- ferðarheimilunum kæmu saman börn með ólíkan bakgrunn og mismunandi þarfir, eins og einn sem orðaði það svona: „Fannst þetta frekar tilgangslaust og eins og unglingafangelsi. Fannst líka óæskilegt að blanda saman þung- lyndissjúklingum, dópistum og tölvufíklum undir sama þaki.“ Aðrir nefndu að þar af leið- andi hefðu þau komist í tæri við verri félagsskap en þau voru áður í og sumir sögðust höfðu jafnvel hafa neytt fíkniefna í meðferðinni eða sögðu að sam- skiptin við krakka þar hefðu auk- ið neyslu þeirra eftir að með- ferðinni lauk. Ein sagðist hafa prófað fíkniefni í fyrsta sinn inni á meðferðarheim- ilinu. Annar benti á að hann hefði komið inn eftir áfall en ekki vegna neyslu og hefði því þurft á annars konar hjálp að halda en flestir sem voru á meðferðarheimilinu með honum. „Var þarna af öðr- um ástæðum en flestir sem voru í harðri neyslu. Þar kynntist ég fíkniefnum betur og byrjaði í meiri neyslu. Ég hafði fengið áfall eftir erfiða lífsreynslu og fór því þang- að. Passaði ekki í hópinn þar sem ég þurfti á annars konar meðferð að halda en flestir.“ n n Rannsókn á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu n Ofbeldið framið af starfsmönnum og öðrum ungmennum Ungmenni beitt ofbeldi í meðferð „fá ekki að velja sér málsvara“ Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Ég ákvað að fara einn í skýrslutöku. Það var mjög óþægilegt. 16 teknir í síðustu viku Fullyrt er að sakborningar þetta kvöld hafi ekki fengið að velja sér lögmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.