Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Síða 6
Mikil fjölgun ferðamanna n Brottfarir erlendra gesta nánast orðnar jafnmargar núna og allt árið 2011 U m 64.700 erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í september síðastliðnum og er hér um að ræða langstærsta septembermánuð frá upphafi í fjölda þeirra. Um þetta er fjallað á vef Greiningar Íslandsbanka og er vísað í tölur frá Ferðamálastofu Íslands sem ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Þar kemur fram að í sept­ ember í fyrra var fjöldi þeirra 51.600. Þetta jafngildir því aukningu upp á heil 25,4 prósent milli ára, sem er heldur meiri aukning en verið hefur á milli ára í mánuði hverjum það sem af er ári. „Brottfarir erlendra ferðamanna eru nú komnar upp í 537.000 á fyrstu níu mánuðum ársins, en á sama tímabili í fyrra var fjöldi þeirra 458.100. Jafngildir þetta aukningu upp á 17,2 prósent milli ára,“ seg­ ir í frétt Greiningar Íslandsbanka. Athygli vekur að í raun eru erlendir ferðamenn orðnir álíka margir nú á fyrstu níu mánuðum ársins og þeir voru allt árið í fyrra, en þá voru þeir 540.100. Telur Greining Íslands­ banka að líklegt sé að brottfarir er­ lendra ferðamanna um Leifsstöð verði að minnsta kosti 620 þús­ und á þessu ári, en sú tala fæst ein­ faldlega með því bæta við þeim 82.800 ferðamönnum sem fóru frá landinu um Leifsstöð á síðasta árs­ fjórðungi í fyrra. Ef aukningin á síð­ asta fjórðungi í ár frá sama tíma í fyrra verður hins vegar í takti við það sem hún hefur að jafnaði ver­ ið á þessu ári þá fer fjöldinn upp í 634 þúsund. Íslendingar virðast einnig vera farnir að halda í auknum mæli út fyr­ ir landsteinanna. Alls héldu 32.300 Íslendingar utan í september síðast­ liðnum samanborið við um 30.800 í fyrra. Jafngildir þetta aukningu upp á 4,9 prósent á milli ára. n 6 Fréttir 10. október 2012 Miðvikudagur Ú tgerðarfélagið Samherji og tengd fyrirtæki, er orðið stærsta einstaka kerfisáhættan í íslenska bankakerfinu hvað varðar lánveitingar til ein­ staka fyrirtækis eða fyrirtækjanets. Þetta herma heimildir DV. Samherji skuldaði um 75 milljarða króna í ís­ lenska bankakerfinu í október 2008. Öfugt við mörg af stærri fyrirtækjum landsins, sem voru mjög skuldsett fyrir hrun og tilgreind í rannsóknar­ skýrslu Alþingis, hefur Samherji ekki gengið í gegnum fjárhags­ og rekstr­ arlega erfiðleika á síðustu fjórum árum með tilheyrandi sölu á eignum eða eigendabreytingum. Þvert á móti hefur Samherji blás­ ið í seglin og keypt upp sterk félög og fyrirtæki sem lent hafa í fangi ís­ lensku bankanna eftir hrunið. Þess­ um fyrirtækjum hafa fylgt talsverð­ ar skuldir sem þó hafa í einhverjum tilfellum lækkað eftir að bankarnir hafa yfirtekið félögin eða haft milli­ göngu um selja þau. Meðal þessara fyrirtækja má nefn Útgerðarfélag Ak­ ureyringa, Berg­Huginn, 20 prósenta hlut í Morgunblaðinu, tæplega 40 prósenta hlut í Jarðborunum og tæp­ lega 40 prósenta hlut í Olís. Tugmilljarða skuldir bætast við Yfirteknar skuldir vegna Útgerðarfé­ lags Akureyringa, sem Samherji keypti af Brimi í fyrra, námu 10,9 milljörðum króna. Þær skuldir eru við Landsbank­ ann. Eiginfjárframlag Samherja í þeim viðskiptum nam 3,6 milljörðum króna. Þar bætast því tæpir 11 milljarðar við skuldir Samherja. Skuldir Olís nema á að giska á milli 16 og 20 milljörðum króna. Hluti skuldanna verður án efa færður niður við eigendabreytingarnar á félaginu en auk Samherja kemur skagfirska út­ gerðarfélagið FISK Seafood, dóttur­ félag Kaupfélags Skagfirðinga, inn sem jafnstór hluthafi. Bæði fyrirtæk­ in leggja Olís til milljarð í formi hluta­ fjár. Við skuldir Samherja bætast að minnsta kosti nokkrir milljarðar króna vegna kaupanna á Olís. Þá skuldaði Bergur­Huginn, út­ gerðarfélagið í Vestmannaeyjum, sem Síldarvinnslan, dótturfélag Samherja, keypti fyrir skömmu, rúma sjö millj­ arða króna. Samherji á tæpan helm­ ingshlut í Síldarvinnslunni þannig að þar bætast einnig við nokkrir milljarð­ ar króna af óbeinum skuldum. Jarðboranir, verktakafyrirtæki sem Samherji keypti 36 prósenta hlut í í byrjun ársins, skuldaði sömuleiðis tæpa fimm milljarða í lok síðasta árs þannig að þar bætast einnig í kringum tveir milljarðar króna við skuldir Sam­ herja, að því gefnu auðvitað að ekkert hafi verið afskrifað af skuldum Jarð­ borana. Að lokum hefur Samherji keypt 20 prósenta hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, en skuldir þess fé­ lags nema um milljarði eftir afskrift­ ir liðinna ára. Þar bætast því um 200 milljónir króna við heildarskuldir Samherja. Mest keypt af Landsbankanum Af þeim fimm fyrirtækjum sem Sam­ herji hefur keypt að fullu leyti eða hluta til eftir hrun eru þrjú sem nán­ ast voru komin í fang Landsbank­ ans, þess gamla eða nýja, vegna skulda sinna við bankana. Þetta eru Útgerðarfélag Akureyringa, Berg­ ur­Huginn og Olís. Hin tvö félögin, Árvakur og Jarðboranir, voru í keypt af Íslandsbanka. Fyrir hrunið 2008 var minnstur hluti skulda Samherja við Lands­ banka Íslands, það er að segja af við­ skiptabönkunum þremur. Samherji, og tengd félög, skulduðu Landsbank­ anum ríflega 12,6 milljarða króna í heildina. Skuldir Samherja við Glitni námu hins vegar tæpum 35 milljörð­ um og skuldirnar við Kaupþing tæp­ lega 28 milljörðum króna. Tengsl Samherja við Glitni og miklar skuldir þess við bankann eru kannski ekki skrítin þegar litið er til tengsla forstjóra Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar, við eigendur Glitnis en hann var stjórnarformaður bankans þegar hann hrundi haustið 2008. Þá var gamall viðskiptafélagi Þorsteins, Jakob Bjarnason, hátt­ settur starfsmaður hjá Kaupþingi og mun hann hafa séð um mál út­ gerðarinnar á þeim bænum. Jakob þessi færði sig yfir til skilanefndar Landsbankans eftir hrunið 2008 og starfar þar enn. n n Útgerðarfyrirtækið og tengd félög skulda um 75 milljarða króna Samherji er StærSta kerfiSáhætta ÍSlandS Skuldir Samherja n Skuldir Samherja og dótturfélaga samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Íslandsbleikja ehf. 738 Katla Seafood ehf. 20.886 Samherji hf. 9.759 Síldarvinnslan hf. 19.600 Framherji Sp/f 8.112 Framinvest Sp/f 207 Kaldbakur ehf. 1.126 Samherji hf. 8.469 Snæfell ehf. 3.566 Snæfugl ehf. 207 UK Fisheries Ltd. 2.346 Fóðurverksmiðjan Laxá hf. 136 SR-mjöl hf. 63 Samtals: 75.186 Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Þvert á móti hefur Samherji blásið í seglin. Fjárfestir og fjárfestir Samherji, útgerðarfélagið öfluga, hefur fjárfest mikið í atvinnulífinu á Íslandi. Fyrir- tækið hefur keypt í að minnsta kosti fimm öflugum og áberandi félögum sem komin hafa verið að fótum fram vegna skulda. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Aldrei fleiri Tæplega 65 þúsund gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í síðasta mánuði. Um er að ræða langstærsta septembermánuð frá upphafi. Út úr heimin- um vegna sveppaáts Karlmaður á þrítugsaldri reyndist vera algjörlega út úr heiminum af völdum sveppaáts þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum á mánudag. Maðurinn var staddur við hafnarvogina í Keflavík þegar lögregla varð hans vör. Hann reyndist vera í alvarlegu vímuástandi og  óviðræðuhæfur. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að lögreglumönnum hafi þó tekist að greina af því sem hann reyndi að segja að hann væri bú­ inn að borða mikið af sveppum. Maðurinn var færður á lögreglu­ stöð og látinn sofa úr sér. Síðan var tekin af honum skýrsla, þar sem hann viðurkenndi sveppa­ átið, og var frjáls ferða sinna að því búnu. Gistinóttum fjölgaði mikið Gistinætur á hótelum í ágúst voru 239.500 samanborið við 218.500 í ágúst 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 89 prósent af heildarfjölda gistinátta í ágúst en gistinóttum þeirra fjölgaði um 11 prósent samanborið við ágúst 2011. Þetta kemur fram í tölum sem birtar eru á vef Hagstofunnar. Gistinóttum á hótelum fjölg­ aði í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum. Á höfuðborgar­ svæðinu voru gistinætur 149.000, eða um 12 prósent fleiri en í ágúst 2011. Á Suðurlandi voru 33.500 gistinætur á hótelum í ágúst sem er um 11 prósent aukning saman­ borið við fyrra ár. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um 8 prósent, á Norðurlandi um 7 prósent og á Austurlandi um 5 prósent. Gisti­ nóttum á Suðurnesjum fækkaði hins vegar um 7 prósent milli ára. Fimmtán ára með skilríki eldri manns Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um að ungur piltur væri að reyna að komast inn á skemmtistað í umdæminu á öku­ skírteini annars manns á dögun­ um. Pilturinn sem um ræðir reyndist vera fimmtán ára. Hann kvaðst hafa fengið ökuskírteinið lánað hjá manni sem hann þekkti. Pilturinn, sem var ölvaður,  var færður á lögreglustöð og lát­ inn bíða þar uns hann var sóttur. Lögregla tjáði honum að ef hann reyndi aftur að nota skilríki annars manns til að villa á sér heimildir yrði hann kærður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.