Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Page 19
Æfing í sjálfstrausti n Allt sem þú þarft er blað og penni N áðu í blað og penna og skrif- aðu niður hversu mikið sjálfstraust þú ert með á skalanum 1 til 7. Einn merk- ir að sjálfstraustið sé ekki neitt og sjö merkir að sjálfstraustið sé full- komið. Horfðu svo á eftirfarandi lista og veldu þrjú orð sem lýsa því besta í fari þínu og þrjú sem lýsa því versta. Ef þú ert rétthent/ur settu þá pennann í vinstri hönd og skrifaðu neikvæðu orðin. Settu svo pennann í hægri hönd og skrifaðu jákvæðu orðin. Ef þú ert örvhent/ur gerðu þá hið andstæða. Prófaðu eftir þetta að endurmeta einkunnina sem þú gafst þér í byrjun. Orðalistinn: Trygg, umburðarlynd, metnaðar- gjörn, metnaðarlaus, umhyggju- söm, fálát, leynileg, kaldlynd, kát, skapstygg, tillitssöm, hugs- unarlaus, dónaleg, samstarfsfús, óhjálpsöm, hugrökk, óákveðin, áhugasöm, samúðarfull, sveigj- anleg, þrjósk, langrækin, ein- beitt, sparsöm, örlát, vinnusöm, þakklát, löt, heiðarleg, auðmjúk, óheiðarleg, hrokafull, afbrýðisöm, hæversk, óþroskuð, einlæg, bjart- sýn, svartsýn, stundvís, sjálfsör- ugg, óörugg, óskipulögð, tilgerðar- leg, oflátungsleg. Flestir sem gera þessa æfingu telja sjálfstraust sitt meira eftir að hafa gert æfinguna en fyrir. Æf- ingin er prófuð og reynd af sál- fræðingnum Pablo Brinot. kristjana@dv.is Lífsstíll 19Miðvikudagur 10. október 2012 Láttu þér líða betur Flestir sem íhuga vel kosti sína og galla eflast í sjálfstrausti. Svala Lind í Vogue Fyrirsætur utan landsteinanna gera það gott þessa dagana. Fyrir sætan Svala Lind er í tísku- þætti í portúgalska Vogue. Svala Lind hefur búið um skamma hríð í Lissabon þar sem henni hefur gengið mjög vel og hef- ur sítt og þykkt ljóst hárið vak- ið mikla athygli en fyrirsætan þykir ansi lík gyðjunni Brigitte Bardot. n Hanna Guðný skrifaði bók um skó n Vill vekja fólk til umhugsunar Þ etta er svona „coffee table“- bók um skó. Um alls konar skótýpur; strigaskó, flat- botna skó og síðast en ekki síst háa hæla. Svo eru aukakafl- ar með ýmiss konar fróðleik, til dæmis hvenær eigi að ganga í háum hælum, hvernig eigi að velja hælinn og prófið „Ertu skófíkill?“ og fleira,“ segir Hanna Guðný Ott- ósdóttir, höfundur bókarinnar Skórnir sem breyttu heiminum, sem kemur út í vikunni. Bókin er fræðandi með sagn- fræðilegu ívafi en Hanna Guðný segir hana þó fyrst og fremst eiga að að vera skemmtilesningu sem fólk getur flett fram og til baka. Hún vill þó jafnframt vekja fólk til umhugsunar um merkingu og til- gang skófatnaðar og hvað hann hefur breytt miklu í gegnum tíð- ina. „Í bókinni er til að mynda fjall- að um strigaskó sem breyttu körfu- boltaleikjum í Bandaríkjunum, klossa sem gegndu mikilvægu hlutverki í kjarabaráttu verka- manna og svo hæð hæla sem hafa haft gríðarlega mikla merkingu, til dæmis varðandi stéttaskiptingu í gegnum tíðina.“ Ætlaði fyrst að þýða bók Í formála bókarinnar kemur fram að skór hafi alltaf verið stór hluti af lífi Hönnu Guðnýjar og að skó- áhugann hafi hún fengið með móðurmjólkinni. Því skyldi engan undra að hún greip tækifærið strax þegar henni bauðst að skrifa um skó. „Ég hef alltaf verið mikill skófík- ill sjálf, en þetta byrjaði þannig að það kom til mín útgefandi og bað mig um að þýða bók um skó. Þegar við fórum að skoða hana betur þá fannst okkur hún ekki henta á Ís- landi þannig við eiginlega bara ákváðum að skrifa nýja. Í ferlinu mótaðist bókin og breyttist mikið og endaði allólík því sem lagt var upp með í upphafi.“ Mikil vinna að baki Hanna Guðný hellti sér út í verk- efnið og hélt það yrði lítið mál, enda á heimavelli hvað málefnið varðar. Annað kom þó á daginn og hún viðurkennir það fúslega, bæði fyrir blaðamanni og í formála bókarinnar, að þetta hafi ekki ver- ið auðunnið verk. Það tók hana um eitt og hálft ár að vinna bókina meðfram nokkrum öðrum störfum sem hún sinnti á sama tíma. „Þetta tókst allavega,“ segir Hanna Guðný hlæjandi. Hún viðaði meðal annars að sér efni í bókina af netinu og úr öðrum bókum sem hún bæði keypti og fékk lánaðar á bókasöfnum. Þá var hún í sambandi við íslensku skó- fyrirtækin Kron og Gyðju vegna kafla um íslenska skó í bókinni. Skvísubók fyrir karla og konur Hanna Guðný lagði upp með þá hugmynd að að skrifa bók um skó fyrir bæði kynin en það breyttist þó aðeins í ferlinu og kvenskórnir urðu fyrirferðarmeiri. „Það eru alls konar strákaskór í henni líka, en það gerðist ósjálfrátt þegar ég fór að gera alla hina aukakaflana að hún varð svolítið stelpumiðuð. En allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, stelpur og strákar, skófíklar sem aðrir.“ Hún bendir á að aftan á bókinni standi: „Skvísu- bók sem allar konur eiga að lesa og karlar líka.“ En kom Hönnu Guðnýju eitt- hvað á óvart við gerð bókarinnar? „Eiginlega bara hvað það er til ótrúlega mikið af flottum skóm. Það hættir aldrei að koma manni á óvart.“ „Ég hef alltaf Skófíkill Hanna Guðný fékk áhuga á skóm með móðurmjólk- inni og greip tækifærið fegins hendi þegar henni bauðst að skrifa bók um skó. Mynd Sigtryggur Ari Skvísubók Hanna Guðný lagði upp með að skrifa bók um skó fyrir bæði kynin en í ferlinu varð hún aðeins stelpumiðaðri. Hún segir stráka þó líka geta haft gaman af henni. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Heitt í haust Nett úr Það er nauðsynlegt fyrir allar konur að eignast lítið og nett úr til að hafa um úlnliðinn. Bæði til að vita hvað tímanum líður og til skreytingar. Til að breyta til er hægt að skella fallegum armböndum á sama úlnlið og úrið er á og gera þannig meira úr því. Töskur með hand- fangi að ofan Slíka tösku verða all- ar konur að eignast í haust, sérstaklega í hlutlausum lit sem gengur með öllu. Grafískt mynstur Fatnaður með grafísku mynstri er áberandi í haust. Allar konur ættu að geta borið það að klæðast einni slíkri flík. Til að tóna niður litina er gott að klæðast einlitri flík við, helst í sama lit og dekksti liturinn í mynstrinu. Áberandi skartgripir Skartgripir og fylgi- hlutir með áferð eins og skjaldbökuskel eru vinsælir í haust. Þeir fara vel, til dæmis með öðrum gylltum skartgripum. Þá er einnig mikið um áberandi skartgripi með stórum steinum og litríkum. verið skófíkill“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.