Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Page 22
É
g er ungur og óreyndur aktívisti,
sagði söngkonan Stefani
Joanne Angelina Germanotta,
eða Lady Gaga eins og heims-
byggðin kallar hana. Hún var hrærð
þegar hún tók við friðarverðlaunum
LennonOno í Hörpu í gær og mætti
einlæg til leiks. Margir voru spenntir
að sjá hvort Lady Gaga mætti í full-
um skrúða enda hefur klæðaburð-
ur hennar oftar en ekki vakið mikla
athygli. En það gerði hún ekki. Hún
var hóflega förðuð í flæðandi kjól og
smókingjakka og talaði hreint út um
óbilandi friðarvilja sinn.
Sú ákvörðun Yoko Ono, ekkju
John Lennon, að veita Lady Gaga
viðurkenninguna hefur vakið heims-
athygli. Lady Gaga hlýtur viður-
kenninguna vegna baráttu sinnar
fyrir réttindum samkynhneigðra og
transfólks. Við afhendinguna sagði
Ono að Gaga hefði notað frægð
sína til þess að vekja athygli á mörg-
um mikilvægum málefnum, eins
og alnæmi, líkamsvitund og fleiru.
Ono minntist einnig á Jón Gnarr og
óskaði þess að fleiri í valdastöðum
hefðu hugrekki til að rugga bátnum
og beita sér til góðs. „Núna vitið þið
hvernig hún lítur út,“ sagði hún svo
glettin við gesti á afhendingunni en
Gaga hefur ekki oft komið fram án
íburðar og mikils farða.
Hrifin af Jóni Gnarr
Lady Gaga er fædd árið 1986 og er
af ítölskum ættum. Sem barn stund-
aði hún nám við kaþólskan skóla
og var farin að spila á píanó eft-
ir eyranu um fjögurra ára aldurinn.
Í ræðu sinni í Hörpu sagði hún frá
því að hún væri alin upp á Manhatt-
an við mikla ást foreldra sína. Hún
hafi oft gengið að minnisvarða um
John Lennon, hann hafi verið henni
mikil fyrirmynd. „Síðan ég var fimm
ára bjó ég fjórum húsalengjum frá
Yoko, en það vissi ég ekki þá. Ég
gekk eins oft og ég gat að minn-
isvarða um John Lennon, dáðist að
blómaskreytingunum sem heim-
ilislausir endurröðuðu oft á mjög
fallegan og hugmyndaríkan máta.
Mér líkaði það sérstaklega vel þegar
blómunum var raðað upp í friðar-
merki. Ég fékk mér einmitt þetta
tattú,“ sagði hún og sýndi gestum
tattú af friðarmerki sem hún bar
á úlnlið sínum. „Ég vil nota þetta
tækifæri til að heiðra þá skuld-
bindingu mína að vinna að friði,“
bætti hún við.
Lady Gaga var sérstaklega hrifin
af ræðu Jóns Gnarr og óskaði þess
að í heiminum væru fleiri valdhaf-
ar í líkingu við hann. En Jón Gnarr
hélt í upphafi viðburðarins ræðu,
íklæddur jedi-búningi, fjallaði um
aktívisma sinn og notaði tækifærið
og mótmælti hernaðarbandalagi Ís-
lands og NATO, ræddi um baráttu
samkynhneigðra fyrir mannréttind-
um og fleira.
Fíkniefnaneysla og
fjölskylduerjur
Um það leyti sem hún fékk sér
húðflúrið sem hún sýndi gestum í
Hörpu var hún uppgötvuð vegna
hæfileika sinna. Hún fékk samning
sem reyndar var rift stuttu seinna og
það varð henni nokkuð áfall. Hún
fór að vinna fyrir sér sem dansari
og skemmtikraftur á svokölluðum
burlesque-sýningum. Á sama tíma
byrjaði Lady Gaga í fíkniefnum og
lenti í miklum útistöðum við for-
eldra sína, en hún hefur viðurkennt
að hún hafi ekki talað við föður sinn
á þeim tíma. Í viðtali við tímaritið OK
sagðist hún þá hafa verið háð kóka-
íni. „Ég hlustaði á lag með The Cure
aftur og aftur á meðan ég tók heilu
pokana af kókaíni.“ Það var ekki fyrr
en faðir söngkonunnar skarst í leik-
inn að hún hætti í dópinu. Nafnið
Lady Gaga tók hún upp eftir að út-
gefandi hennar líkti söngstíl henn-
ar við Freddy Mercury, en hug-
myndina fékk hann úr lagi Queen,
Radio Ga Ga.
Frá unglingsárum hefur hún
samið slagara fyrir þekkta tónlistar-
menn eins og Fergie, Britney Spears,
The Pussycat Dolls og New Kids on
the Block.
Lady Gaga er ekki síst þekkt fyrir
frumlega og flippaða tískuvitund en
hún segist „lifa“ fyrir tískuna en fyrir-
myndir hennar eru meðal annars
Grace Jones og Andy Warhol.
Sagðist drekka daglega
Margt í lífi tónlistarkonunnar hefur
vakið athygli fjölmiðla. Það má segja
að grannt sé fylgst með lífi hennar.
Í viðtali við Heat Magazine sagðist
hún nýta frítíma sinn í að horfa á
matreiðsluþætti í sjónvarpinu og
læra nýjar uppskriftir. „Ég horfi
alltaf á matreiðsluþætti þegar ég á
lausa stund. Ég er orðin mjög góður
kokkur af því að fylgjast með og læra
af þessum þáttum. Sérgrein mín er
ítalskir réttir,“ sagði hún.
Hún sagðist þá oft hafa samband
við æskuvinkonur sínar og þær hitt-
ist, borði góðan mat og drekki vín.
„Við hittumst reglulega og eldum
góðan mat. Svo drekkum við sex eða
sjö flöskur af rauðvíni og tölum um
barnæsku okkar,“ sagði Lady Gaga.
Á svipuðum tíma lét hún hafa
eftir sér að áfengi léki stórt hlutverk
í lífi hennar. „Ég geri það sem ég vil.
Ég elska að drekka viskí og annað
áfengi í vinnunni. Ég vinn svo hvort
sem ég er þunn eða ekki. Þetta snýst
um að fá innblástur,“ sagði hún.
Hún sagðist til að mynda hafa
samið lagið Just Dance á tíu mín-
útum þegar hún þjáðist af timbur-
mönnum. Lagið náði gríðarlegum
vinsældum um allan heim og varð
til þess að Lady Gaga varð súper-
stjarna
„Ég var mjög þunn. Ég samdi
lagið á um tíu mínútum með
pródúsentinum RedOne. Þetta var í
fyrsta skipti sem ég var í Hollywood-
stúdíói. Mjög flottu og stóru her-
bergi með risa hátölurum,“ sagði
hún um tónsmíðina.
Fór í hart vegna söfnunar
Lady Gaga hefur látið til sín taka í
ýmsu mannúðarstarfi. Í Hörpu sagð-
ist hún hafa verið einbeitt í vilja sín-
um til þess að vinna að góðverkum
og friði frá unga aldri. Hún hefur
sýnt það í verki. Árið 2010 gaf hún
hagnað af tónleikum sínum í New
York til fórnarlamba jarðskjálftanna
á Haítí. Ágóða sölu af vefverslun
hennar lét hún einnig renna til söfn-
unar fyrir Haítí.
Aðeins klukkustundum eftir jarð-
skjálftann og flóðbylgjuna árið 2011
í Tohoku í Japan tísti hún skilaboð-
um um að hún hefði til sölu sérstök
bænabönd. Allar tekjur af bæna-
bandinu voru gefnar til fórnarlamba
flóðbylgjunnar. Þær urðu gríðar-
legar eða um 1,5 milljónir dollara.
Lögfræðingurinn Alyson Oliver
kærði Lady Gaga í júnímánuði og
sagði hana hafa svikið undan sölu-
skatti. Lady Gaga hafði sjálf efa-
semdir um að ágóðinn hefði skilað
sér að fullu og vildi opinbera rann-
sókn á því hvernig fjármunum söfn-
unarinnar hefði verið ráðstafað og
að fólki sem hefði keypt armbandið
yrði boðin endurgreiðsla.
Lady Gaga kom stuttu síðar fram
í MTV í Japan og safnaði fé fyrir jap-
anska Rauða krossinn.
Réðst gegn bandarískum
stjórnvöldum
Lady Gaga kom fram á útifundi í
september 2010 þar sem hún mót-
mælti harðlega reglum bandarískra
stjórnvalda sem meina opinber-
lega samkynhneigðu fólki að ganga
í bandaríska herinn. Lady Gaga
kom fram á útifundi í Portland
í Maine-ríki sem beint var gegn
tveimur öldungadeildarþingmönn-
um repúblikana í fylkinu og mætti
þá einlæg til leiks eins og hún gerði
í Reykjavík. Hún var aldrei þessu
vant ekki klædd furðufötum, held-
ur í jakka og með bindi. Hún stakk
upp á nýjum reglum sem beint yrði
að gagnkynhneigðum hermönnum
sem líður „óþægilega“ vegna
samkynhneigðra hermanna í hern-
um. „Nýju lögin heita „ef þér líkar
þetta ekki, farðu heim“, sagði söng-
konan en Obama afnam reglurnar
eftir uppátæki hennar.
Fræðir konur um HIV og eyðni
Lady Gaga lagði baráttunni við
HIV og eyðni lið á árinu 2011 og
einbeitti sér að því að uppfræða
ungar konur um hættu á smiti. Í
samstarfi við Cyndi Lauper, gekk
hún til liðs við MAC-snyrtivöru-
fyrirtækið sem hannaði línuna
Viva Glam. Allur nettó ágóði af
sölu rann til HIV- og eyðnisjúkra.
Lady Gaga safnaði 202 milljón-
um dollarar með sölu á varalit í
línunni Viva Glam. „Ég vil ekki að
Viva Glam sé bara varalitur sem þú
kaupir til styrktar góðu málefni. Ég
vil að hann sé áminning þegar þú
ferð út um að setja smokkinn líka
í veskið.“
Lögð í einelti
Á síðasta ári sagði Lady Gaga
einnig frá einelti er hún varð
fyrir í æsku og þakkaði stöllu
sinni Beyoncé fyrir að hafa hjálp-
að sér að vinna úr því. Hún sagði
að tónlistarmyndbönd Destiny‘s
Child hafi hjálpað sér mikið. Ein-
eltið náði hámarki þegar skólafé-
lagar hennar hentu henni í rusla-
fötu og lokuðu fyrir. Í samtali við
MTV sagði hún: „Ég hef aldrei
sagt Beyoncé þetta en ég man eft-
ir að hafa legið á sófanum heima
hjá ömmu minni grátandi. Ég
man að ég horfði á myndband
með Destiny‘s Child og hugsaði:
Beyoncé er stjarna – ég vil verða
stjarna. Ég vil vera í sjónvarpinu.“
Segja má með sanni að draumur-
inn hafi ræst.
Breiðið út samkennd
Í ár stofnaði hún samtökin Born
This Way Foundation (BTWF)
og hrinti af stað átakinu Body
Revolution. Með átakinu vildi hún
minna fólk á að það er fallegt, sama
hvernig það lítur út eða hvaða
stöðu það hefur í samfélaginu. Hún
vill að átakið stuðli að hugrekki og
samkennd. Samkenndina telur hún
mikilfenglegt afl. „Breiðið út sam-
kennd,“ sagði hún við gesti í Hörpu.
Nýlega lét Lady Gaga taka myndir af
sér á nærfötunum. Myndirnar birti
hún á vefsíðu sinni, Little Mon-
sters. Með ljósmyndunum fylgdi yf-
irlýsing frá tónlistarkonunni: „Í dag
tek ég þátt í líkamsbyltingunni til
þess að hvetja til hugrekkis og sam-
kenndar.“
Myndbirtingin kom í kjölfar
mikillar umfjöllunar um holda-
far Lady Gaga sem hefur bætt á
sig nokkrum kílóum. Hún seg-
ist lítt velta fyrir sér þyngdaraukn-
ingunni. „Mér líður ekki illa yfir
þessu, ekki í eina sekúndu,“ sagði
Lady Gaga sem gerði það opinbert
að hún hafi glímt við átraskanir,
lystarstol og lotugræðgi frá fimmt-
án ára aldri. n
n Hefur glímt við átröskunarsjúkdóma frá unga aldri n Með friðarmerkið húðflúrað á úlnlið
10. október 2012 Miðvikudagur
„Ég er
ungur
og óreyndur
aktívisti
Óhefðbundin og ein-
læg baráttukona
22 Menning
Lady Gaga tók í gær við viðurkenningu úr LennonOno-
friðarsjóðnum í Hörpu. Hún er einbeitt og óhefðbund-
in baráttukona sem hefur lagt fjölda mála lið síðustu
ár. DV fylgdist með Lady Gaga á Íslandi og fór yfir feril
hennar.
Einbeittur vilji „Ég
gekk eins oft og ég gat
að minnisvarða um John
Lennon,“ sagði Lady Gaga
einlæg í Hörpu í gær. Hún
hefur haft óbilandi hug til
góðra verka síðan í æsku.
Dáist að Jóni Gnarr Lady Gaga sagðist snortin af ræðu Jóns Gnarr, sem mætti í jedi-
búning í Hörpu og ræddi um aktívisma.