Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2009, Síða 14

Víkurfréttir - 17.12.2009, Síða 14
JÓLAAUGLÝSINGASÍMINN ER 421 000014 VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Salan fer fram í Húsasmiðjunni á Fitjum. Jólatré–norðmannsþinur–fura–greni jólatrésfætur–leiðiskrossar–skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála Jólatréssala Opið virka daga kl. 16–21 og um helgar kl. 14–21 Jólasveinar verða á ferðinni milli kl. 15:00 og 17:00 laugard. og sunnud. Eftir lokun Húsasmiðjunnar er keyrt inn í timburport Húsasmiðjunnar Kiwanis Hópsskóli, nýr og glæsilegur grunnskóli Grindavíkur, var vígður í liðinni viku við hátíðlega athöfn. Tilkoma hans verður bylting í skólastarfi í Grindavík. Í Hópsskóla flytjast 1. og 2. bekkur um áramótin en skólinn verður svo fyrir 1. til 4. bekk en gamli grunnskólinn verður fyrir 5. til 10. bekk. Um 200 manns mættu á vígsluna, þar á meðal nemendurnir sem hefja störf eftir áramót og foreldrar þeirra. Skólastarf hefst 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Verktakafyrirtækið Grindin í Grindavík sá um smíði hússins. Fyrsta skóflustunga var tekin 24. júní 2008. Verktíminn var 17 mánuðir en fyrsta steypan kom í mót 29. júlí 2008. Jóna Kristín, fyrrverandi bæjarstjóri sem tók fyrstu skóflustunguna á sínum tíma, afhenti Maggý Hrönn skófluna að gjöf sem notuð var við þá athöfn á sínum tíma og verður skóflunni fundin góður staður í skólanum. Þá var Hópsskóli blessaður og sá séra Elínborg Gísladóttir sóknarprestur og séra Jóna Kristín um þá athöfn. Maggý Hrönn Hermanns- dóttir er skólastjóri hins nýja Hópsskóla. Hópsskóli tekinn í notkun með viðhöfn Bæjarbúar fjölmenntu í opnunarhátíð skólans. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson Konukvöldin vinsæl Blóma- og gjafavöruverslunin Blómaval í verslunar- miðstöðinni á Fitjum hefur haldið tvö vinsæl konukvöld á síðustu vikum. Hefur búðin hreinlega verið fyllt af konum sem hafa notið góðrar skemmtunar og getað gert góð kaup á sérstökum afslætti sem hefur verið þessi kvöld. Fleiri myndir frá konukvöldum Blómavals á vef Víkurfrétta.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.