Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2009, Page 38

Víkurfréttir - 17.12.2009, Page 38
JÓLAAUGLÝSINGASÍMINN ER 421 000038 VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Myndlistarkonan Fríða Rögnvalds verður með opna vinnustofu alla virka daga til jóla kl. 13-17. Á laugardag verður opið kl. 13-17 en lokað verður á sunnudag og á Þorláksmessu. Fríða er með vinnustofu sína til húsa í Hvalvík 2 í Reykjanesbæ. Þar getur fólk komið og séð hana að störfum og samið um listaverkakaup en Fríða hefur úr einhverjum myndum að velja. Þeir sem þekkja til listakonunnar vita að hún fer ekki hefðbundnar slóðir í efnisvali í sínar myndir og því kannski ekki að undra að hún hefur vinnustofu sína í næstu götu við Múrbúðina, enda múrskeiðin og múrefni notuð við listsköpunina. Vilji fólk gera boð á undan sér hjá listakonunni, þá er sími hennar 867 8400. Fríða með opna vinnustofu Vinnustofan er í þessu húsi við Hvalvík 2 í Reykjanesbæ. Andi Vatnsleysustrandar og Færeyja sveif yfir vötnum á árlegri jólasýningu Sossu sl. helgi. Fjölmargir heimsóttu listakonuna á vinnustofu hennar en Sossa bauð ekki fólki aðeins að skoða ný málverk heldur einnig upp á tónlist og söng þeirra Önnu Siggu Helgadóttur og Gunnars Þórðarsonar. VF leit við og smellti af þessum myndum. Myndlist og tónlist hjá Sossu

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.