Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2015, Side 10

Ægir - 01.04.2015, Side 10
10 Strandgötu 1 Neskaupstað Sími:4700 800 Fax:4700 801 • Veiðarfæraþjónusta • Gúmmíbátaþjónusta • Fiskeldisþjónusta Stöðug þróun veiðarfæra í samvinnu við sjómenn og útgerðir. Fjarðanet er aðili að Hampidjan Group Neskaupstaður / Fjáskrúðsfjörður / Akureyri / Ísafjörður www.fjardanet.is fjardanet@fjardanet.is Víðtæk þekking og reynsla í uppsetningu og gerð veiðarfæra Alhliða veiðarfæraþjónusta í höndum fagmanna landi? Ég velti til dæmis fyrir mér, af hverju má ekki veiða um helgar? Ég ímynda mér að það sé vegna þess að menn hafi tal- ið að þar með myndu koma inn aðilar í þessar veiðar sem hefðu þetta sem hobbý. En þá segi ég á móti, hver á fiskinn í sjónum? Eigum við hann ekki öll? Ég segi bara, veriði velkomin í þessar veiðar því við eigum öll þessa auðlind. Í dag er það þannig að veiðileyfið fyrir strandveiðarnar kostar röskar sjötíu þúsund krónur og síðan borgum við til ríkisins í kringum 20 krónur af hverju veiddu kílói. Ég tel að ef mætti veiða fiskinn á sem hag- kvæmastan hátt væri unnt að greiða hærra gjald til ríkisins af hverju kílói.“ Aldrei einmana á sjónum Strandveiðarnar hófust 4. maí sl. og þær standa út ágúst. Veiðunum er skipt upp í fjögur veiðisvæði og ákveðið afla- magn er skilgreint fyrir hvert svæði. Reynslan er sú að lítið veiðist á norðursvæðinu í maí og fyrripart júní en það er ekki fyrr en komið er að lokum júní og fram í júlí að sá guli fer að gefa sig svo einhverju nemur á norðursvæðinu. Árni Ketill er með bátinn sinn á Dalvík á meðan á strand- veiðitímabilinu stendur og gerir hann þaðan út. Ástæðan er ein- föld, þaðan er styttra á miðin en frá Akureyri. Raunar segir hann að útilokað væri að stunda strandveiðar frá Akureyri, vegna þess hversu langt er það- an á miðin. „Ég hef verið á þess- um strandveiðum frá upphafi, þessi vertíð er sú sjöunda í röð- inni,“ segir Árni Ketill og játar því að þó svo að hann telji nokkra vankanta á strandveið- unum séu þær skemmtilegar. „Þetta getur vissulega verið skemmtilegt og það er með þetta eins og aðrar veiðar að það hleypur í mann ákveðinn keppnisandi, að standa sig vel og gera betur í dag en í gær. Og þó að ég sé einn á bátnum er ég aldrei einmana því ég hlusta Bátur Árna Ketils, Fleki EA-46, áður Siggi í Bót.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.