Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2015, Qupperneq 12

Ægir - 01.04.2015, Qupperneq 12
12 á fuglana og rúllurnar. Kostur- inn við þetta líf er frjálsræðið, ég ræð mér algjörlega sjálfur. Hver róður á strandveiðunum tekur 12 til 14 tíma. Ég fer frá bryggju fyrripart nætur til þess að losna við hafgoluna sem við þekkjum svo vel hér í Eyjafirði. Oft er hún orðin sterk klukkan tvö til þrjú á daginn. Ég vil því vera komin í land á bilinu tvö til fjögur á daginn og þá tekur við löndun og fer allur fiskurinn á markað. Ég keyri síðan til Akur- eyrar, dríf mig í sturtu og legg mig. Svona gengur þetta fyrir sig á meðan ég er á strandveið- unum. Ég sé lítið af fjölskyld- unni þá daga sem er róið. Það má því segja að ég snúi sólar- hringnum við og það er ekkert nýtt fyrir mig, þessu kynntist ég vel þegar ég var næturvörður á Hótel Norðurlandi og einnig þekki ég það vel úr tónlistar- bransanum í gegnum tíðina að spila á böllum fram eftir nóttu. Ég hef yfirleitt verið að veiða um tíu tonn á strandveiðunum, sem er reyndar töluvert minna en margir eru að veiða. En ég gæti mögulega veitt meira ef ég til dæmis hefði bátinn á Siglufirði því þá væri ennþá styttra á miðin. En á móti er ókosturinn sá að þá væri bátur- inn ívið of langt frá Akureyri til þess að ég gæti verið heima yfir nóttina. Þannig að ég kýs að hafa þennan háttinn á.“ Enginn verður fullskapaður sjómaður á fyrsta degi Árni Ketill segir að það sé sann- arlega rétt og hann sé alltaf að læra og bæta við viskubrunn- inn. Þannig hafi hann tekið námskeið til vélstjórnarréttinda í VMA og síðan sé það stöðug endurmenntun að læra á fiski- miðin og hvernig fiskurinn hegði sér frá ári til árs. Í því sambandi nefnir Árni Ketill að hann hafi lært mikið af reynd- um sjómönnum og nefnir hann sérstaklega sambandi Hart- mann Kristjánsson á Dalvík sem þekki miðin í Eyjafirði eins og lófana á sér. En það er reyndar aldrei svo að fiskveiðar lærist al- farið, menn verða að hafa eilítið af veiðieðlinu í blóðinu og það á við um Árna Ketil því forfeður hans í föðurætt í Bolungarvík stunduðu sjóróðra. Trommarinn Árni Ketill Árni Ketill hefur frá barnsaldri spilað á trommur og hann er ennþá að. „Það fer nú kannski ekki allt of vel saman að vera trillusjómaður og trommari. Manni er oft kalt á sjónum og hendurnar stífna svolítið upp og það getur ekki talist sérlega gott fyrir trommara. En á með- an fólk nennir að hafa mig með sér í hljómsveitum held ég áfram þegar ég get og hef tíma til. Ég segi það hreint út að það er mikil guðsgjöf að hafa fengið tónlistina í vöggugjöf og hún hefur veitt mér margar ánægju- stundir. Ég byrjaði að spila á trommur tólf ára gamall og það kom til af því að eldri bróðir minn, Júlíus Fossberg, sem nú er látinn, spilaði á trommur í hljómsveitum og var með trommusettið sitt heima. Ég fór að fikta á þetta og eitt leiddi af öðru. Ég lærði því aldrei á trommur á þessum árum, það var hreinlega ekki í boði. En það sem ég þó kunni á trommurnar varð til þess að mér bauðst að taka sæti í þeirri vinsælu Hljóm- „Ég skrifaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, bréf um strandveiðarnar núna í vor en mig grunar að það hafi lent í ruslatunnunni því ég hef ekkert svar fengið frá ráðherra.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.