Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2015, Side 16

Ægir - 01.04.2015, Side 16
16 „Sjómannadagurinn hefur gef- ið eftir, ef svo má segja, á nokkrum stöðum á landinu þar sem sjávarútvegurinn var sterkur en mikil samþjöppun hefur breytt hlutunum. Hins vegar er sjómannadagurinn mikil og vaxandi hátíð á mörg- um stöðum á landinu þar sem útgerð stendur styrkum fótum. Í því sambandi má nefna Grindavík, Reykjavík, Vest- mannaeyjar, Patreksfjörð, Fjarðabyggð og Snæfellsnes. Í Ólafsfirði hefur dagurinn sömu- leiðis verið mikil hátíð og Akur- eyri hefur verið að koma inn aftur eftir töluverða lægð,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Valmundur var um árabil formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum en hann var síðan kjörinn formað- ur Sjómannasambandsins á þingi þess í desember sl. Sem formaður Jötuns lagði hann sín lóð á vogarskálarnar í endur- reisn sjómannadagsins í Eyjum og þar er nú staðið að deginum með myndarlegum hætti. Í skötu til Árna Johnsen Valmundur er þegar fluttur upp á land frá Vestmannaeyjum en engu að síður ætlar hann að vera í Eyjum á sjómannadaginn Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, ætlar að fagna sjómannadeginum með Eyjamönnum, þar sem hann hann var lengi formaður Sjómannafélagsins Jötuns. Mynd: Óskar P. Friðriksson. Sjómannadagur um ókomna tíð Sjómannadagurinn er eðlilega mikill hátíðisdagur í því mikla og rótgróna útgerðarplássi sem Vestmannaeyjar eru. Mynd: Óskar P. Friðriksson. S jóm a n n a d a g u rin n

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.