Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2015, Side 26

Ægir - 01.04.2015, Side 26
26 Óskum HB Granda og áhöfn til hamingju með glæsilegt skip Klettur - Sala og þjónusta Klettagörðum 8-10 - 104 Reykjavík „Það liggur við að maður fái í hnén að horfa á Venus hér fyrir aftan okkur. Þetta er líkt og að sjá fegurðardrottingu á sviði,“ sagði Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðar- hrepps í ávarpi við móttöku Venusar NS. Ólafur Áki sagði það mikinn heiður fyrir Vopnfirðinga að Venus NS verði skráður með sína heimahöfn á staðnum. Hann sagði HB Granda hafa byggt upp eina tæknivæddustu og öflugustu fiskvinnslu lands- ins á Vopnafirði á síðustu árum. „Þar er um að ræða hátækni- vinnslu í hæsta gæðaflokki og mikil framþróun sem hefur orð- ið á mjög stuttum tíma,“ sagði hann. Ólafur Áki boðaði hafnar- framkvæmdir á Vopnafirði til að mæta þjónustu við stærri og öflugri skip. Á næstu tveimur árum verður innsigling m.a. breikkuð og fleira úrbætur gerðar í höfninni en kostnaður mun nema um 300 milljónum króna. Efnt verður til útboðs innan skamms og reiknar Ólaf- ur Áki með að fyrstu fram- kvæmdir geti hafist í haust. „Stjórnendur sveitarfélagsins eru meðvitaðir um að höfnin er lífæð samfélagsins og um mikil- vægi þess að hún sé sem best úr garði gerð til að tryggja sem öryggi sjófarenda,“ sagði Ólafur Áki. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Heiður að skip- ið sé skráð á Vopnafirði

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.