Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2015, Side 34

Ægir - 01.04.2015, Side 34
34 Það er hraustlega tekið á því. Sjóarinn síkáti í Grindavík: Sjómannadagshátíðin aldrei verið veglegri Grindvíkingar blása að vanda til mikillar hátíðar um sjó- mannadagshelgina og sem fyrr undir merkinu Sjóarinn síkáti. Rjóminn af bestu skemmti- kröftum landsins mætir til leiks og er dagskráin metnaðarfull og miðuð að öllum aldurshóp- um. Fjörið hefst föstudaginn 5. júní og stendur til sjómanna- dagskvölds, 7. júní. „Dagskráin hefur aldrei verið glæsilegri en á meðal nýjunga í ár má nefna Skonrokkstónleika á laugardagskvöldinu, fiskasafn með lifandi sjávardýrum í fiska- búrum á bryggjukantinum við hátíðarsviðið á sjómannadegin- um, keppnin Sterkasti víkingur heims með 8 útlenda keppend- ur, körfuboltamót fyrir yngri iðkendur, leiktæki verða nú einnig á bryggjuballinu á föstu- dagskvöldinu, Sjóara síkáta hlaupið og síðdegistónleika á hátíðarsviðinu. Þá verða Vísis- systkinin með minningartón- leika um Palla og Möggu í Grindavíkurkirkju auk þess sem í tilefni af 50 ára afmæli Vísis er bæjarbúum og gestum Sjóar- ans síkáta boðið að skoða fisk- vinnslur fyrirtækisins undir leið- sögn eigenda,“ segir í upplýs- ingum um hátíðina frá Grinda- víkurbæ. Að vanda verður Sjómanna- og vélstjórafélagið með mjög veglega dagskrá á sjómanna- deginum auk þess sem margt annað skemmtilegt verður í boði fyrir alla fjölskylduna í Grindavík. Sjóarinn síkáti er til heiðurs sjómanninum og fjölskyldu hans. Ítarlega dagskrá má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www. sjoarinnsikati.is Litskrúðugar grindvískar blómarósir. F réttir

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.