Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2015, Page 53

Ægir - 01.04.2015, Page 53
Saltkaup hf. • Cuxhavengata 1 • 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 • www.saltkaup.is Þétt dagskrá er á Hátíð hafsins sem haldin verður í Reykjavík um sjómannadagshelgina. Há- tíðarsvæðið nær frá Hörpu að HB Granda og má segja að allt svæði Gömlu hafnarinnar og Grandagarðs iði af lífi meðan á stendur. Hátíðin verður sett kl. 10 að morgni laugardagsins 6. júní á Ægisgarði. Meðal fjölmargra dagskrár- atriða má nefna að franska skútan Etoils verður til sýnis, sem og færeyska skútan Westward Ho. Þyrla Landhelgis- gæslunnar sýnir björgun úr sjó, skemmtisigling fjölskyldunnar verður í boði með Sæbjörginni og fleiri aðilar bjóða upp á sigl- ingar um sundin blá. Á hátíðarsviði á Grandagarði birtist Langsokkur skipstjóri og sjóræningjagengi hans, Síldar- stelpurnar, Bjartmar Guðlaugs- son og hljómsveit skemmta, Lúðrasveit Reykjavíkur leikur, Jogvan Hansen skemmtir, Karlakór Reykjavíkur syngur og fleira mætti nefna. Dagskrá sjómannadagsins sjálfs verður með hefðbundnu sniði. Athöfn verður kl. 10 við Minningaröldur sjómannadags- ins og kl. 11 verður sjómanna- messa í Dómkirkjunni. Skemmtidagskrá hefst við HB Granda kl. 13 og og hátíðardag- skrá á sviðinu Grandagarði kl. 14 þar sem m.a. verða heiðraðir sjómenn fyrir störf sín. Hátíð hafsins er fjöl- skylduhátíð sem leggur áherslu á fróðleik um hafið og matar- menningu hafsins í bland við góða skemmtun. Að henni standa Faxaflóahafnir og Sjó- mannadagsráð. Hátíðin fjallar um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengda sjómennsku, skip, sjómenn, fisk, ýmsan fróð- leik og sjómannalög. Líf og fjör á Hátíð hafsins Færeyska skútan Westward Ho verður til sýnis á Hátíð hafsins. Myndir: hatidhafsins.is Kappróður er ómissandi hluti hátíðarhaldanna. Mikið er lagt upp úr að skemmta yngstu kynslóðinni. S jóm a n n a d a g u rin n 53

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.