Gerðir kirkjuþings - 1974, Blaðsíða 3

Gerðir kirkjuþings - 1974, Blaðsíða 3
-2- Margrét Gísladóttir, Eðvald Halldórsson, Sr. Jóhann Hannesson, Sr. Sigurður Kristjánsso n, Sr. Trausti Pétursson, Þórður Tómasson. Formaður löggjafarnefndar var kjörinn sr. Bjarni Sigurðsson, ritari Ásgeir Magnússon. Formaður allsherjarnefndar var kosimSigurjón Jóhannesson, ritari sr. Trausti Pétursson. Að loknu nefndarkjöri flutti biskup skýrslu um störf kirkjuráðs á milli þinga. Reikningar kristnisjóðs voru lagðir fram. Skýrslunni ásamt reikningum var vísað til allsherjarnefndar, sem mælti með þvi að hvort tveggja væri samþykkt og var það gert án athugasemda á 12. fundi þingsins. 1 þingfararkaupsnefnd voru kjörnir: Ásgeir Magnússon, Gunnlaugur Finnsson, Sr. Sigurður Kristjánsson. Öll þingstörf fóru fram í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Hver fundur hófst með sálmasöng, ritningarlestri og bæn. Nýskipaður söngmálastjóri, Haukur Guðlaugsson, var kynntur þing- heimi á 8. fundi. Flutti hann stutt ávarp óg minntist m.a. fyrir- rennara sinna í embætti. Biskup bað homum blessunar í starfi og tóku þingmenn undir það með því að rísa úr sætum. Var siðan gengið í hinn nyvígða kirkjusal Hallgrímskirkju, þar sem söngmálastjóri lék á orgelið. Þingmenn sátu boð biskupshjónanna miðvikudaginn 6. nóv. mánudaginn og 11. nóv. voru þeir boðnir til kirkjumálaráðherra og frúar hans. Þinglausnir voru þriðjudaginn 12. nóv. Þingfundir höfðu þá verið 17* Löggjafarnefnd hafði haldið 6 fundi og allsherjarnefnd 6. Fyrir þinginu lágu j51. mál og voru þau lögð fyrir og afgreidd með þeim hætti sem frá er skýrt hér á eftir.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.