Gerðir kirkjuþings - 1974, Page 7
-6-
Frh.
því, að þeir hafi greitt safnaðargjald til trúfélags
síns sarakvæmt l*mgr,, ella ber þeim að greiða innheimtu-
manni sókrnargjald samkvaant 2. gr.
4. gr.
Sóknargjöld þeirra manna, sem eru ®tan þjóðkirkjunnar
og greiða ekki safnaðargjald það, sem um ræðir í 3* gr.,
skulu renna í ríkissjóð. Skulu sveitarstjórnir standa
ríkissjóði skil á innheimtum gjöldum eigi sjaldnar en
ársfjórðungslega.
5. gr.
Sóknarnefnd semur árlega við innheimtust^fnun um þóknun
fyrir innheimtum sóknarggjöldum skv. 2., 3* og 4. gr.
6. gr.
Stofna skal sérstakan sjóð, er nefnist Jöfnunarsjóður
kirkjusókna. Tekjur hans eru 5% af innheimtum sóknar-
gjöldum þjóðkirkjumanna samkvaant 2. gr. Sóknarnefndum
ber að standa skrifstofu biskups skil á gjaldi þessu til
sjóðsins árlega eftir á, þó eigi síðar en 31* júlí
næsta ár á eftir álagningu sóknargjalda.
Sóknarnefndir ávaxta í sjóðnum, eftir því sem þeim
þykir henta, fé safnaðanna, sem er umfram árlegar
þarfir, gegn venjulegum innlánsvöxtum.
Kirkjuráð er stjórn sjóðsins.
Reikningshald sjóðsins annast skrifstofa biskups, og
gilda um það sömu reglur og gilda um reikningsskil
kirkna. Reikningar sjóðsins skulu árlega birtir í
St jórnartíðindum.
Úr Jöfnunarsjóði kirkjusókna skal veita söfnuðum þjóð-
kirkjunnar lán eða styrki eftir ákvörðun sjóðsstjórnar,
Frh.